Fjölrit RALA - 15.02.1995, Qupperneq 5

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Qupperneq 5
3 YFIRLIT Greint er frá niðurstöðum rannsókna á líffræði alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis Donn ex Sims) sem stóðu árin 1987-1993 og fóru aðallega fram á tilraunastöðinni á Korpu, á Keldnaholti og í Þjórsárdal. Markmið rannsóknanna var að afla almennra grunnupplýsinga um tegundina, sem komið gætu að gagni við nýtingu hennar í landgræðslu, skógrækt og hefðbundunum landbúnaði hér á landi. Kannaður var vöxtur og þroski lúpínunnar yfir sumarið og með aldri, athugað var hvaða áhrif sláttur á mismunandi tímum hefur á endurvöxt, fylgst var með frævun og fræsetningu og gerðar voru mælingar á efnasamsetningu hennar. Alaskalúpínan fjölgar sér nær einvörðungu með fræi. Á fyrsta ári mynda ungplönturnar 1 stöngul og ná um 10 cm hæð. A þriðja ári hafa plönturnar myndað 3-5 stöngla og náð um 60 cm hæð. Þá bera þær yfirleitt blóm og mynda fræ í fyrsta sinn og er fræmyndun árviss úr því. Plönturnar halda síðan áfram að fjölga stönglum og stækka framan af ævinni. Stærstu plöntur hafa liðlega 100 stöngla og eru þær taldar vera um 10 ára gamlar. Líklegt er að einstaklingar alaskalúpínu geti náð yfir 20 ára aldri. Er lífsferill hennar tiltölulega langur miðað við ýmsar aðrar lúpínutegundir. Alaskalúpínan er snemmsprottin. í lok júní hefur hún tekið út mestan hluta hæðarvaxtar síns. Blómgun hefst í júníbyrjun og fræ tekur að þroskast um mánaðarmótin júlí/ágúst. Vöxtur lúpínunnar heldur þó áfram fram í fyrstu frost að hausti. Við góðar aðstæður ná plöntur yfir 120 cm hæð í lok sumars. Lúpínan gefur af sér mikla uppskeru svo jafnast fyllilega á við áborin tún í góðri rækt. Að hausti samanstendur um 65% uppskerunnar af stönglum, um 30% af blöðum og um 5% af fræskálpum. Alaskalúpína ver tiltölulega litlu til fræmyndunar á hverju ári. Hún myndar hins vegar öfluga forðarót sem er nokkru þyngri en ofanvöxturinn, þegar uppskera er í hámarki að hausti. Meðalstór planta, sem telur um 30 stöngla, getur með sprotum og rót að hausti vegið um 3 - 4 kg að votvigt. Lúpínan þolir slátt snemma sumars og að hausti og vaxa plönturnar upp að nýju. Hún er hins vegar viðkvæm fyrir slætti frá miðjum júní og fram yfxr miðjan júlí þegar rótarforði er lítill. Flestar plöntur sem slegnar eru á þeim tíma drepast eftir slátt. Lúpínan getur þó vaxið upp aftur af fræforða og náð fyrri grósku á nokkrum árum, hindri samkeppni við annan gróður ekki að ungplöntur vaxi upp. Fullorðnar plöntur sem athugaðar voru höfðu að meðaltali 25 blómstrandi stöngla. Hver blómstöngull bar um 65 blóm, en af þeim mynduðu aðeins 17 belgi. I hverjum belg þroskuðust um 5 fræ. Myndaði hver planta því að meðaltali um 2100 fræ. Fræmyndun var meiri hjá plöntum sem uxu í jaðri breiðu en inni í henni. Ekki tók fyrir fræmyndun í blómum sem pokar voru settir yfir til að hindra skordýrafrævun. í þeim blómum var hún um 69% af fræmyndun blóma sem skordýr höfðu eðlilegan aðgang að. Alaskalúpínan virðist því vera um 70% sjálffrævuð. Hunangsflugur eru líklega einu skordýrin hér á landi sem bera að einhverju marki frjó á milli lúpínublóma. Alaskalúpínan er mjög próteinrík, hún er fremur rík af steinefnum og trefjainnihald er ekki hátt miðað við aðrar fóðurplöntur. Hún inniheldur hins vegar talsvert af beiskjuefnum sem torvelda nýtingu hennar til beitar. Merki um lúpínueitrun hafa komið fram í sauðfé sem beitt hefur verið á alaskalúpínu hér á landi. Mælingar benda til að spartein sé ríkjandi beiskjuefni í lúpínunni. Innihald beiskjuefna í alaskalúpínu virðist á hinn bóginn vera tiltölulega lágt miðað við ýmsar aðrar villtar lúpínutegundir. Mikill munur kom fram í efnasamsetningu milli einstakra plöntuhluta. I laufblöðum mældist mun meira af próteini, minna af trénisþáttum og meira af beiskjuefnum heldur en í stönglum. Takmarkaðar efnamælingar sem gerðar voru á rótum benda til að efnasamsetning þeirra sé í meginatriðum áþekk og í sprotum, nema hvað mun minna er af beiskjuefnum í rótum. Að vorinu á sér stað efnaflutnmgur frá rót til sprotanna og snýst hann við þegar líður á sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.