Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 8

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 8
6 Inngangur liðlega 100 milljónum ára voru Suður-Ameríka og Afríka eitt og sama landsvæðið. Við landrek skildust álfurnar að og stofnar lífvera einangruðust hver frá öðrum, þar á meðal voru lúpínur. í austri breiddust lúpínur út allt umhverfis Miðjarðarhaf og suður með ströndum norðurhluta Afríku að vestan og austan. Á þessu svæði finnast 12 tegundir lúpína og eru þær allar einærar og bera stórgerð fræ. í Suður-Ameríku hafa lúpínur breiðst út frá upprunasvæði sínu í Brasilíu um alla álfuna að frátöldu Amazon- hitabeltissvæðinu. Álitið er að lúpínur hafi breiðst til Norður-Ameríku frá Suður- Ameríku um landbrú sem myndaðist milli álfanna fyrir um 60-70 milljónum ára. Lúpínur hafa náð að breiðast út um vestur- og miðhluta Norður-Ameríku allt norður til Alaska. Alaskalúpínan er sú lúpínutegund sem teygir útbreiðslu sína einna lengst til norðurs. Aðeins heimskautalúpínan (Lupinus arcticus) fer lengra, eða allt norður á íshafsströnd Alaska. Um 200 tegundir lúpína finnast í Ameríku og eru þær mjög breytilegar að gerð og lífsferli. Þar eru bæði einærar og fjölærar tegundir, jurt- og runnkenndar, frá því um 10 cm til liðlega 2 m að hæð og vaxa þær allt frá sjávarmáli til háfjalla (Dunn & Gillett 1966; Gross 1986). Almennt eru lúpínur aðlagaðar búsvæðum þar sem rask er algengt og grípur inn í gróðurframvindu og jarðvegsmyndun (O'Leary 1982). Níturbinding baktería í rótarhnýðum gerir lúpínum kleift að vaxa með ágætum í ófrjóum jarðvegi. Þær framleiða mikið fræ og hafa hraðan stofnvöxt. Þær geta því brugðist skjótt við eftir rask og breiðst ört út. Þær verða oft einráðar í gróðri en gisna yfirleitt með tímanum eða hopa alveg. Fræ þeirra eru langlíf, mynda þær fræforða í jarðvegi og viðhaldast í gróðurvistkerfum. Þessir eiginleikar lúpína gera þeim kleift að sækja inn á svæði sem raskað hefur verið af mannavöldum, svo sem vegkanta, námuhauga, aflögð akurlendi, gömul beitilönd og rudd skóglendi. Þetta er að sjálfsögðu háð því að lúpínufræ og smit berist inn á röskuð svæði. Fræin eru fremur stór og með takmarkaða dreifihæfni. Einnig má nefna að rótarhnýðisbakteríumar mynda ekki dvalargró sem sennilega setur útbreiðslunni enn meiri skorður. Nú á tímum er það maðurinn sem á ríkastan þátt í dreifingu lúpína inn á ný svæði. Lúpínur eiga sér langa sögu sem nytjaplöntur en talið er að þær hafi verið ræktaðar við Miðjarðarhaf og í Suður-Ameríku í um 3000 ár (Williams 1984; Gross 1986). Sennilegt er að menn hafi upphaflega safnað fræbelgjum af villtum plöntum, en síðar komist upp á lag með að sá til þeirra við híbýli sín. Við Miðjarðarhaf var það Lupinus albus sem menn tóku fyrst að rækta en í Suður-Ameríku Lupinus mutabilis. Á 19. öld var síðan farið að rækta Lupinus luteus og L. angustifolium í Suður-Evrópu, aðallega til fóðmnar búpenings og sem áburðargjafa í sáðskiptum. í Ástralíu hefur á þessari öld verið tekin upp stórfelld ræktun á evrópsku tegundinni L. cosentinii, bæði til beitar og í sáðskiptum (Williams 1984; Loss o.fl. 1993). Ofangreindar tegundir eru allar einærar og þurfa fremur háan sumarhita til að ná fullum þroska. Þær henta því ekki vel til ræktunar á norðurslóðum. Ræktun fjölærra lúpínutegunda er mun minni en

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.