Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 11

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 11
Vöxtur og uppskera 9 Vöxtur og uppskera alaskalúpínu Growth and yield ofNootka lupine Borgþór Magnússon, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Sigurður H. Magnússon og Snorri Baldursson Inngangur Þær rannsóknir sem gerðar voru hér á landi á alaskalúpínunni á árunum 1976-1979 beindust aðallega að smitun hennar og sáningu, landnámi og nýtingu til beitar (Andrés Arnalds 1980). Við upphaf þeirra rannsókna sem hér eru kynntar þótti rík ástæða til að beina athyglinni einnig að almennri líffræði plöntunnar, þar á meðal vaxtar- og þroskaferli hennar. Slíkar upplýsingar um alaskalúpínuna lágu ekki fyrir en þær eru mikilvægur grunnur varðandi alla nýtingu hennar og meðferð hér á landi. Tegundin hefur ekki verið rannsökuð mikið í heimkynnum sínum í Alaska og Kanada og eru því takmarkaðar upplýsingar þaðan að hafa. Markmið þessara rannsókna var að afla þekkingar á vexti og þroska alaska- lúpínu, bæði yfir sumarið og á æviskeiði plöntunnar. Gerðar voru uppskerumælingar í lúpínubreiðu frá vori fram á haust, fylgst var með vexti og þroska stakra plantna og athugað var hlutfall blaða, stöngla, blómhluta og róta í uppskeru. Uppskera í reitum á Korpu Aðferðir Gamall lúpínuakur á tilraunastöðinni á Korpu við Reykjavík var valinn til uppskerumælinga. Lúpínu var sáð þar fyrst árið 1980 í moldarblandinn malarjarðveg sem var umbylt fyrir sáninguna (Jónatan Hermannsson, munnlegar upplýsingar). Þarna höfðu fyrrum farið fram beitartilraunir og hafði landið því eitthvað verið ræktað áður (Þóroddur Sveinsson, munnlegar upplýsingar). Þegar uppskerumælingamar voru gerðar var lúpínubreiðan gamalgróin og samfelld að sjá. Uppskerumælingar 1987. Afmarkað var samfellt tilraunasvæði með 20 reitum, sem hver var 10 m2 (2x5 m). Endurtekningar voru 4 og var sumrinu skipt í fimm sláttutíma, með um þriggja vikna bili: 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 6. ágúst og 26. ágúst. Á hverjum sláttutíma var slegin 1 m breið rönd eftir hverjum reit endilöngum með greiðusláttuvél. Uppskerunni var safnað saman og gras og sina flokkuð frá lúpínu- plöntunum áður en votvigt var fundin. Þurrvigt var síðan reiknuð út eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.