Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 27

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 27
Vöxtur og uppskera 25 en flestar plöntur blómstra á þriðja ári. Síðan fjölgar stönglum og plantan hækkar eftir sem árin líða. Litlar breytingar urðu á fjölda stöngla lúpínuplantna á Keldnaholti eftir mánaðamótin maí-júní árin 1987 og 1988 (8. mynd). Fjöldi stöngla sem vex upp yfir sumarið virðist því vera ákveðinn fyrir upphaf vaxtartíma, má væntanlega rekja hann til brummyndunar haustið áður. Ætla má að fjölgun stöngla sé nokkuð regluleg eftir aldri plantnanna. Þegar fjölgun stöngla var skoðuð milli ára (10. mynd) kom í ljós að hún var hlutfallslega mest hjá minnstu plöntunum, en smám saman dró úr henni eftir því sem þær urðu stærri. Það skal þó tekið fram að fjöldi plantna sem fylgst var með var ekki nægjanlegur til að alhæfa neitt um þetta atriði, en þetta þarf að kanna betur. Stærsta staka lúpínuplantan sem var mæld taldi liðlega 100 stöngla og óx á Keldnaholti sumarið 1988. Sterkt línulegt samband reyndist vera á milli fjölda stöngla og uppskeru (5. mynd). Líklegt er því að sprotar eða yfirvöxtur þessarar plöntu hafí vegið um 1200 g þv. að hausti, sem jafngildir um 6 kg votvigt. Á þessum tíma eru rætur þyngri en sprotar. Heildarþyngd plöntunnar gæti því hafa náð yfir 12 kg í votvigt. Stærð plantnanna ræðst væntanlega af vaxtarskilyrðum á hverjum stað. Til dæmis var heildarþungi róta og sprota 48 stöngla plöntu í Þjórsárdal um 800 g þurrvigt að hausti, sem jafngildir um 4 kg í votvigt. Einstaklingar alaskalúpínunnar virðast ná umtalsverðri stærð í samanburði við sumar aðrar lúpínutegundir. Þannig vógu einstakar plöntur (sprotar án róta) sem teknar voru í akrinum á Korpu í lok sumars 1987 og 1988 að meðaltali 337 g þv. (8- 716 g, sjá 2. og 3. viðauki). Einstaklingar Russel-lúpínu sem mældir voru á Nýja- Sjálandi vógu hins vegar að meðaltali 48-250 g þv. og einstaklingar hinnar einæru fóðurlúpínu L. angustifolius 4-22 g þv., hvort tveggja án róta (Kitessa 1992). Fullorðnir einstaklingar af tegundinni L. lepidus, á St. Helens eldfjallinu, voru að meðaltali 23 g þv. að rót meðtalinni, en 20 g þyngdarinnar lágu í sprotunum. Kerle (1986) getur um að fullorðnar Lupinus latifolius plöntur hafi aðeins 3-9 stöngla, en upplýsingar um þunga plantnanna er ekki að hafa. Samkvæmt mælingum frá Bretlandi ná fullvaxnir einstaklingar trjálúpínu (L. arboreus) liðlega 2000 g þurrvigtarþunga (án róta) og eru plöntumar þá um 4-5 ára (Palaniappan o.fl. 1979). Hávaxnasta lúpínuplantan mældist 160 cm og óx hún á Korpuakri í lok ágúst 1987 (2. viðauki). Almennt má segja að því fleiri stöngla sem planta ber þeim mun meiri hæð nær hún (11. mynd). Hæðarvöxturinn fer þó mikið eftir aðstæðum á hverjum stað, þannig voru plöntur með svipaðan fjölda stöngla mun lágvaxnari í Þjórsárdal en á Korpu og Keldnaholti. Áætlað var hversu gamlar lúpínuplöntur gætu verið miðað við breytingar á stöngulfjölda sem kom fram á plöntum sem mældar voru á Keldnaholti sumarið 1987 og 1988 (11. mynd). Miðað við gefnar forsendur gæti planta náð að mynda 80-100 stöngla á níu til tíu árum. Ekki er vitað hvað tekur við eftir það, en sennilegt er að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.