Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 29

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 29
Vðxtur og uppskera 27 Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson, óbirt gögn). Til samanburðar má nefna að á friðuðu og óábornu snarrótar-hálíngresis graslendi í Sölvaholti í Flóa var uppskeran í júlí 1987 um 300 g þv. m-2 (Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1990). Á ábornu túni með vallarfoxgrasi á Korpu fékkst allt upp í um 850 g þv. nr2 í ágústbyrjun (Áslaug Helgadóttir 1987). Sunnanlands jafnast því uppskera lúpínunnar á við það sem best fæst af ábornum túnum. Lopez-Bellido & Fuentes (1986) draga saman upplýsingar um uppskeru af fóðurlúpínum (L. albus, L. angustifolius, L. luteus og L. mutabilis) frá Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Sovétríkjunum og Spáni. Uppskera þessara tegunda liggur á bilinu 250- 1900 g þv. nr2. Þá má finna upplýsingar um uppskeru af Russel-lúpínu í ræktun á Nýja-Sjálandi, en hún er á bilinu 500-1100 g þv. m'2 (Kitessa 1992). Sumurin 1979 og 1980 voru gerðar ræktunartilraunir sunnanlands með 14 stofna af þremur einærum fóðurlúpínum (L. angustifolius, L. luteus og L. albus). Uppskera var léleg sumarið 1979, eða aðeins 70-160 g þv. nr2 að meðaltali, en sáð var seint og sumarið kalt. Útkoman var heldur betri 1980 en þá gáfu bestu stofnamir að meðaltali 160-360 g þv. nr2 (Andrés Arnalds o.fl. 1980; Andrés Arnalds & Sigfús Bjarnason 1981). Sumarið 1987 var gerð tilraun með 8 stofna af einærum fóðurlúpínum (L. angustifolius og L luteus) á Sámsstöðum. Reyndist uppskeran af þeim um miðjan september vera frá 250 til 397 g þv. nr2 (Hólmgeir Björnsson 1987).

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.