Fjölrit RALA - 15.02.1995, Qupperneq 30

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Qupperneq 30
28 2. kafli ✓ Ahrif sláttar á vöxt alaskalúpínu Regrowth ofNootka lupine after cutting Bjarni Diðrik Sigurðsson, Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon Inngangur Það er nauðsynlegt að fjölærar fóðurplöntur, sem nýttar eru til beitar eða slægna, þoli að af þeim sé tekið, þær hafi mikla hæfni til endurvaxtar og endist sem lengst í sáðvellinum. Misjafnt er hvernig hin ýmsu vaxtarform plantna, svo sem tvíkímblaða jurtir, runnar og grös, svara beit eða slætti. Sömuleiðis getur verið mikill munur milli tegunda með sama vaxtarform. Þar sem beit er viðvarandi má segja að plöntur þróist eftir tveimur meginleiðum til að komast af. Annars vegar með því að verða ólystugar eða óþægilegar til átu, t.d. með þyrnum, eitri eða bragðvondum efnum, sem dregur úr líkum á að þær verði bitnar. Hins vegar með eiginleikum sem gera þeim kleift að þola að af þeim sé tekið. Mikilvægast í þessu sambandi er hversu auðveldlega kolefni er fært á milli plöntuhluta, t.d. frá rótarforða, og mikill ljóstillífunarhraði samfara hraðri endurnýjun laufblaða (Archer & Tieszen 1986). Það vaxtarform sem almennt er þolnast gagnvart beit og slætti eru grös. Það sem gerir þau sérstaklega þolin er að þau hafa vaxtarsvæði neðst í blöðum, ofan í sverðinum, og því óaðgengileg grasbítum. Einnig hafa grösin mikinn forða af kolvetnum sem þau geta notað til endurvaxtar (Crawley 1986). Tvíkímblöðungar eru almennt ekki eins þolnir og grös gagnvart beit og slætti. Ein af ástæðunum er að vaxtarsvæði tvíkímblöðunga er yfirleitt eftst á stönglum þeirra og beit og sláttur nemur þau því oft burt. Á þessu eru þó margar undantekningar og má þar nefna jarðlægar, skriðular tegundir, sem almennt eru taldar auka hlutfall sitt í grónu landi við beit. Þetta á til dæmis við hvítsmára, sem talinn er njóta góðs af beit þegar hann vex með túngrösum (Snorri Baldursson 1986). Alaskalúpína þrífst víða mjög vel hér á landi og getur gefið ámóta uppskeru og bestu túngrös. Takist í framtíðinni að gera hana að lystugu fóðri fyrir búfé og nýta í einhverjum mæli er nauðsynlegt að vita hvernig hún bregst við slætti eða beit. Markmið með þessum rannsóknum var að kanna áhrif sláttar á endurvöxt lúpínu og hvenær hentugast er að slá hana með fóðuröflun í huga. í tvö ár var fylgst með endurvexti og uppskeru lúpínu í sláttureitum. Einnig var fylgst með afdrifum stakra plantna eftir slátt. Þekking á viðbrögðum lúpínunnar við slætti getur einnig komið að notum þar sem reynt er að halda henni í skefjum og takmarka á útbreiðslu hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.