Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 38

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 38
36 2. kafli þar samfelld að sjá. Ungplönturnar hafa því líklega smám saman fyllt í skörðin eftir gömlu plönturnar. Ungplöntur vaxa upp af fræi eftir slátt. Rétt er að hafa í huga að tveir ólíkir ferlar geta lagt til þetta fræ. Annar svegar getur fræið borist inn á sláttusvæðin haustið eftir slátt, annaðhvort frá plöntum sem vaxa upp eftir sláttinn eða frá nálægum plöntum. Hins vegar geta fræin verið til staðar í jarðveginum sem fræforði. Sýnt hefur verið fram á að alaskalúpína getur myndað langlífan fræforða í jarðvegi hér á landi (Bjarni Diðrik Sigurðsson 1993). Allt bendir því til að eftir slátt geti lúpínan auðveldlega endurnýjað sig af fræforða ef spírunar og uppvaxtarskilyrði eru fyrir hendi. Áhrif beitar á lúpínuna Varasamt er að heimfæra áhrif af slætti beint upp á hugsanleg áhrif af völdum beitar. Við sláttinn voru plönturnar klipptar niður við rót og allir tillífandi vefir numdir á brott. Við hóflega beit er einungis hluti plöntu fjarlægður. Einnig þarf að hafa í huga að áhrif beitar á plöntur felast í fleiru en blaðskerðingu. Má þar nefna traðk búfjárins, úrgangslosun, bletta- og valbeit (Snorri Baldursson 1986; Valgeir Bjarnason 1986). í tilraun þar sem sauðfé var beitt á alaskalúpínu virtust plönturnar þola beitina nokkuð vel, en þær voru bæði bitnar og troðnar niður. Ekki var hægt að merkja að þekja lúpínu minnkaði mikið á milli ára. Féð át einkum blöðin af plöntunum en lét stönglana að mestu óhreyfða og aldrei voru plönturnar nagaðar niður í svörð (Jóhann Þórsson, munnlegar upplýsingar). Beitin gekk því ekki jafn nærri plöntunum og sláttur við jörð. í Nýja-Sjálandi hefur sauðfé verið beitt á Russel-lúpínu. Scott (1989) getur um að hún þoli að vera þungbeitt og bitin niður í svörð, en hún þurfi þá góða hvíld til að ná sér upp að nýju. Telur hann að hófleg beit á lúpínuna sé vænlegust til að hún gefi jafna uppskeru. Hagnýting niðurstáðna Alaskalúpína er óhæf sem fóður ef hún er gefin eintóm, líklega vegna þess að hún inniheldur beiskjuefni sem eru eitruð (Jóhann Þórsson & Ólafur Guðmundsson 1993). Tækist hins vegar að kynbæta lúpínuna, þannig að styrkur beiskjuefna minnkaði, gæti hún nýst til beitar og jafnvel slægna. Þar sem lúpínan þolir mjög illa slátt á miðju sumri er vænlegra að nýta hana í upphafi vaxtartíma, eða þá við lok hans. Að vorinu er beiskjuefnainnihald hlutfallslega mest (25. mynd) og uppskera fremur lítil (1. mynd). Að haustinu er uppskera í hámarki og beiskjuefni í lágmarki, en prótíninnihald er þá lægra og trénun meiri (15. mynd). Áhrif af slætti virðast hins vegar vera hverfandi er kemur fram í ágúst. Beit eða sláttur að hausti myndi því sennilega henta betur til langtíma notkunar á lúpínunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.