Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 45

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 45
Frjóvgun og fræsetning 43 Meiri fræframleiðsla á hálfgrónu landi og í lúpínujaðri (flokkur III) gæti stafað af meiri þéttleika hunangsflugna þar en úti á melnum eða inni í breiðunni. Þegar stórt skordýr sest á blóm sjálffrævandi lúpínu getur fræmyndun í henni aukist vegna hristings (Wainwright 1978). í athugun á fræfalli lúpínu í breiðu í Heiðmörk haustið 1993 kom fram að fræfall í jaðri breiðunnar nam að meðaltali um 1070 fræjum á fermetra en aðeins 150 fræjum á fermetra inn í breiðunni (>6 m frá jaðri) (Bjarni Diðrik Sigurðsson, óbirtar niðurstöður). Ekki er ljóst hvort þetta stafaði af mis- jöfnum aldri og blómmyndun plantna í jaðri og eldri hluta breiðunnar, eða hvort um mismunandi frævunarskilyrði var að ræða. Rannsóknir þessar benda til að alaskalúpína sé að jafnaði um 30% víxlfrjóvga og að mikilvægi víxlfrjóvgunar aukist með aldri plantnanna. Þetta er það hátt hlutfall að hætt er við að sætt beitarafbrigði af alaskalúpínu viki fljótt úr landi, vegna æxlunar við villta beiska lúpínu, ef ekki kæmu til varnaraðgerðir af einhverju tagi.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.