Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 46

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 46
44 Efnasamsetning alaskalúpínu Protein, mineral, fiber and alkaloid content ofNootka lupine Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson 4. kafli Inngangur Fóðurgildi plantna ræðst einkum af efnainnihaldi þeirra. Rannsóknir sýna að belgjurtir hafa hátt prótein- og öskuinnihald miðað við grös en minna af trénisþáttum (Ólafur Guðmundsson 1986). Margar þeirra eru ágætar beitar- og fóðurjurtir og eru talsvert ræktaðar erlendis, má þar nefna tegundir af ættkvíslum smára (Trifolium), refasmára (Medicago), maríuskó (Lotus) og lúpínu (Lupinus). Ræktun alaskalúpínu til landgræðslu hefur gengið vel hér á landi og fer notkun hennar í þeim tilgangi stöðugt vaxandi. Önnur not af lúpínunni hafa verið takmörkuð en því hefur verið sýndur áhugi að nýta hana í landbúnaði, einkum til beitar og fóðurs fyrir sauðfé (Jóhann Þórsson og Ólafur Guðmundsson 1993). Villtar lúpínur inni- halda flestar mikið af beiskjuefnum sem hafa eituráhrif og gera þær ólystugar fyrir búfé. Fóðurlúpínur sem eru í ræktun erlendis hafa flestar verið kynbættar fyrir lágu beiskjuefnainnihaldi (Williams 1984). Markmið þessara rannsókna var að afla grunnupplýsinga um efnainnihald alaskalúpínu. Slíkar upplýsingar verða að teljast nauðsynlegar þegar hugað er að nýtingu lúpínunnar í landbúnaði auk þess sem þær styðja aðrar rannsóknir á tegundinni. Mælt var prótein, steinefni, trénisþættir og beiskjuefni í stönglum, blöðum, blómhlutum og rótum lúpínunnar og fylgst með breytingum yfir vaxtar- tímann. Prótein, steinefni og trénisþættir Aðferðir Fylgst var með breytingum á efnainnihaldi stakra lúpínuplantna sem teknar voru tíu í senn á lúpínuakrinum á Korpu á fimm mismunandi tímum sumarið 1987. Þetta eru sömu plönturnar og áður var lýst í 1. kafla. Eftir að þurrvigt hafði verið fundin var hver planta tekin og möluð. Síðan voru eftirfarandi efnaþættir ákvarðaðir fyrir hverja plöntu á efnagreiningastofu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins:

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.