Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 47

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 47
Efnasamsetning 45 -Þurrefni með þurrkun við 105 °C yfir nótt. -Hráprótein með útfærslu efnagreiningastofu Rala á Kjeldahl aðferð sem fengin var úr Tecator application note AN 46/82 (1990). -Aska með heitvigtun eftir brennslu í ofni við 550 °C yfir nótt. -P. Ca. Mg. K og Na með venjubundnum aðferðum efnagreiningastofu Rala sem byggja á litmælingu með flæðiinnspýtingu (P), atómgleypnimælingu (Ca og Mg) og atómútgeislunarmælingu (K og Na). -Trénisþættir: NDF (Neutral Detergent Fiber eða sápuþvegið tréni) er mat á magni hemi- sellulósa, sellulósa, ligníns og kútíns í plöntuvef. Aðferðin var fengin úr Tecator application note AN 06/78 (1990) og byggir á verkum Van Soest (1963). ADF (Acid detergent fiber eða sýruþvegið tréni) er mat á magni sellulósa, ligníns og kútíns í plöntuvef og var mælt eftir aðferð sem fengin var úr Application Note AN 03/78 (1990) sem byggir einnig á Van Soest. Lignín var metið með ADL (Acid detergent lignin) aðferð sem fengin var úr Application note AN 04/78 (1990) sem byggir m.a. á Van Soest. Sumarið 1988 var aftur fylgst með efnabreytingum í lúpínuplöntum á Korpu með sömu aðferðum og áður er lýst, nema hvað þá var litið á breytingar í einstaka plöntuhlutum, þ.e. blöðum, stönglum og blómum/belgjum. Niðurstöðum vaxtar og uppskerumælinga var áður lýst í 1. kafla í þessu hefti. Sumarið 1991 var sprotum og rótum 5 stakra lúpínuplantna safnað á þremur mismunandi tímum sumars á Korpu. Niðurstöður uppskerumælinga er að finna í 1. kafla í þessu hefti. Efnagreiningar voru framkvæmdar af starfsmönnum efna- greiningastofu Rala á sama hátt og áður er lýst, að því frátöldu að magn Na var ekki ákvarðað.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.