Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 60

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 60
58 4. kafli Beiskjuefni (mg/g) (Alkaloids) Beiskjuefni (mg/g) (Alkaloids) 25. mynd. Breytingar á magni beiskjuefna í lúpfnu á Korpu 1987 og 1988. Til vinstri sjást breytingar í heilum sprotum yfir vaxtartímabilið 1987, meðaltal 9-10 plantna og staðalfrávik. Til hægri sjást breytingar í einstökum plöntuhlutum yfir vaxtartímabilið 1988, meðaltal tveggja mælinga á sameinuðum sýnum af 10 plöntum. Greint var með NIR aðferð á rannsóknastofu í Logan í Utah. (Jöfnur sem notaðar voru við útreikninga á magni beiskjuefna eru byggðar á lúpínusýnum sem innihalda ekki alaskalúpínu. Rafgreining á fímm sýnum af alaskalúpínu gaf um helmingi lægri gildi en NIR-mæling á sömu sýnum). Figure 25. Changes in alkaloid content in shoots ofNootka lupine plants at Korpa in 1987 and 1988. To the left are changes in whole shoots in 1987, mean (s.d.) of 9-10 plants. To the ríght are changes in leave-, stem- and reproductive tissue in 1988, in a sample of 10 plants. Each value is a mean (s.d.) of two measurements. The measurements were done with NIR analysis at the Poisonous Plant Research Laboratory, U.S.D.A., Logan, Utah. (Equations used in the calculation of alkaloid content are based on lupine material which does not include Nootka lupine. GC analysis offive Nootka lupine samples at the PPRL gave approximately 50% tower values than the NlR-analysis ofthe same samples) Umræður Prótein Lúpínur og aðrar belgjurtir innihalda yfirleitt mikið köfnunarefni, og þar með prótein, sem er mikilvægur eiginleiki fóðurplantna. Lúpínufræ hefur verið nýtt til manneldis og fóðrunar búpenings um árþúsundir og ræktun lúpínutegunda til beitar á sér langa sögu (Gladstone 1970; Williams 1984; Lopez-Bellido 1986). Rannsóknirnar á alaskalúpínunni sýna að hún er einnig mjög próteinrík. Sumarið 1987 mældist próteininnihald í sprotum (blöð, stönglar og blómhlutar) yfir 30% af þurrefni í lok maí. Það féll er leið á sumarið og var um 13% í lok ágúst, en var að meðaltali um 18% yftr vaxtartímabilið. Próteininnihald lúpínunnar er talsvert hærra en mælst hefur í túngrösum hér á landi. I grösum er próteininnihald liðlega 20% af þurrefni í júníbyrjun og er fallið niður fyrir 10% í lok ágúst, en að meðaltali er það um 13% yfir vaxtartímann (Gunnar Ólafsson 1979; Hólmgeir Björnsson og Friðrik Pálmason

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.