Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 63

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 63
Efnasamsetning 61 mælinganna gefa til kynna (sjá 25. mynd). í sprotum lúpínunnar gæti beiskju- efnainnihald því að meðaltali verið um 9-10 mg/g að vori og fallið niður í 4-5 mg/g að hausti. Ef litið er á einstaka hluta sprotans, gæti styrkur í laufblöðum verið um 12- 13 mg/g að vori og 6-7 mg/g að hausti, í stönglunum um 10-11 mg/g að vori en aðeins um 1-2 mg/g að hausti, en í blómum og fræhlutanum 8-12 mg/g um mitt sumar en fari upp í um 16-17 mg/g að haustinu. Davis og Stout (1986) hafa rannsakað beiskjuefnainnihald í yfir 20 villtum lúpínutegundum frá vesturhluta Norður- Ameríku. Voru plöntur ræktaðar upp af fræi við staðlaðar aðstæður. Alaskalúpína var meðal 22 tegunda sem þannig voru ræktaðar í gróðurhúsi og klipptar niður eftir 24 vikur. Reyndist beiskjuefnainnihald í sprotum (blöð og stönglar saman) alaskalúpínunnar vera 6,1 mg/g, sem var mjög lágt miðað við flestar tegundanna. Beiskjuefnainnihald þessara tegunda reyndist vera á bilinu 2,2-23,3 mg/g. Aðeins þrjár tegundir höfðu lægra beiskjuefnainnihald en alaskalúpínan. Mest var af beiskjuefnum í Lupinus latifolius og L. polyphyllus. Davis og Stout (1986) birta einnig niðurstöður fyrir átta tegundir sem ræktaðar voru utanhúss, en beiskju- efnainnhald þeirra var á bilinu 8,0-37,8 mg/g. Alaskalúpínan var ekki þar á meðal. Niðurstöður þeirra Davis og Stout (1986) um beiskjuefnainnihald alaskalúpínunnar falla nærri þeim sem rannsóknir okkar gefa til kynna. Eðlilegt virðist því að álykta að alaskalúpína innihaldi fremur lítið af beiskjefnum miðað við aðrar villtar og ókynbættar lúpínur. Heimildir er að finna um beiskjuefnainnihald tegundanna Lupinus sericeus og L. caudatus þar sem þær vaxa villtar í högum í vesturhluta Bandaríkjanna. Reyndist magn beiskjuefna í sprotum vera um 5-20 mg/g þurrefnis (Keeler o.fl. 1976). Mikið virðist vera af beiskjuefnum í Russel-lúpínu en samkvæmt rannsóknum á Nýja-Sjálandi mældist styrkur þeirra í laufblöðum á bilinu 15-25 mg/g (Savage o.fl. 1990). Beiskt afbrigði fóðurlúpínunnar Lupinus angustifolius hefur hins vegar 6,5 - 7,5 mg/g af beiskjuefnum í græna hlutanum og 13-15 mg/g í fræjum samkvæmt Aniszewski (1988). Með úrvali hefur tekist að draga mjög úr beiskjuefnainnihaldi sætra fóðurlúpína í Evrópu (L. angustifolius, L. albus og L. luteus). Þær innhalda nú yfirleitt innan við 3 mg/g beiskjuefni í þurrefni í sprotum, sem veldur því að lítið safnast fyrir af þessum efnum í fræið. í sumum afbrigðum hefur tekist að ná beiskjuefnainnihaldi niður í 0,2-0,5 mg/g. Fyrr á öldinni var beiskjuefnainnihald þessara fóðurlúpína hins vegar á bilinu 10-45 mg/g, sem gat valdið eitrun í búpeningi. Kynbætur á Suður-Amerísku tegundinni Lupinus mutabilis hafa hins vegar gengið hægar en þó eru til af henni afbrigði sem innihalda 1-2 mg/g beiskjuefna (Williams 1984; Lopez-Bellido & Fuentes 1986). Styrkur beiskjuefna í lúpínu breytist yfir sumarið eins og fram hefur komið. Hann er mestur í blöðum og stönglum í upphafi vaxtartíma, en fellur eftir sem líður á sumarið (25. mynd). Sambærilegar niðurstöður hafa birst áður fyrir sveiflu í styrk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.