Fjölrit RALA - 15.02.1995, Qupperneq 64

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Qupperneq 64
62 4. kafli lúpaníns í alaskalúpínu (Jóhann Þórsson & Ólafur Guðmundsson 1993). Það er vitað að framleiðsla kínólín beiskjuefna er ljósháð ferli, þar sem a.m.k. fyrstu skrefin eiga sér stað í grænukomum laufblaðanna (Wink & Hartmann 1982). Stuttur sólargangur er sumri hallar og breytingar á vefjum plöntunnar er hún stækkar gæti hugsanlega haft áhrif á beiskjuefnainnihaldið í þessa átt. Þó að beiskjuefnin séu mynduð í græna hluta plöntunnar þá geta þau færst til innan hennar og safnast sérstaklega í fræ og í minni mæli í rætur (Wink & Hartmann 1982). Williams og Harrison (1983, í Kitessa (1992), lýsa því að við fullan fræþroska í fóðurlúpínum haft 80-95% af beiskjuefnum í sprotum verið flutt í fræin. Beiskjuefnin vernda fræin gegn rotverum og áti dýra auk þess sem þau eru mikilvægur níturforði fyrir kímplöntuna eftir spírun fræs að vori (Wink 1990). Það sést greinilega á niðurstöðunum fyrir alaskalúpínuna að beiskjuefnin aukast mjög í blómhluta (fræjum) að haustinu (25. mynd). Þess má geta að Hultén (1968) greinir frá að fræ alaskalúpínunnar séu eitruð og orsaki bólgur í maga og þörmum. Sennilegt er að þar sé beiskjuefnunum um að kenna. Keeler o.fl. (1976) lýsa svipuðum mun á beiskjuefnainnihaldi milli plöntuhluta og breytingum yfir vaxtartímann hjá Lupinus sericeus og L. caudatus og hér hefur komið fram í alaskalúpínunni. Hjá þessum tegundum var magn beiskjuefna hátt í ofanjarðarhlutum að vorinu, það féll í blöðum og stönglum er leið á sumarið en jókst hins vegar í blómhlutanum og varð mjög hátt í fræjum (12-90 mg/g). Mest mældist af beiskjuefnum í fræjum, en næstmest í blöðum og stönglum að vorinu. Minnst mældist í rótum og litlu meira í gömlum blöðum og stönglum. Efnainnihald í rótum Eins og fram hefur komið í þessu riti (1. kafli) hefur alaskalúpínan mikla forðarót sem að hausti vegur álíka mikið og ofanvöxtur plöntunnar. í gróskumikilli lúpínubreiðu má ætla að geti verið um 3-4 kg af rótum (votvigt) á hverjum fermetra að hausti. Niðurstöður efnagreininga sýna að efnasamsetning rótarinnar breytist yfir vaxtar- tímann í flestum tilvikum í öfuga átt við það sem gerist í sprotunum. Þannig eykst prótein, fosfór og kalí en kalsíum, magnesíum og trénisþættir minnka í rótunum er líður á vaxtartímann. Þetta stafar væntanlega af flutningi forðaefna frá rótinni til sprota á vorin og síðan forðasöfnun á haustin. Breyting á hlutfallslegri stærð rótarinnar yfir vaxtartímann bendir einnig í sömu átt. Ekki virðist vera mikill munur á efnasamsetningu rótar og sprota alaskalúpínunnar þegar mælingum heils vaxtar- tímabils er slegið saman. Helsta undantekningin frá því er að mun minna mælist af kalí og beiskjuefnum í rótinni heldur en í sprotum. Keeler o.fl. (1976) hafa rannsakað beiskjuefnainnihald í sprotum og rótum Lupinus caudatus frá vori til hausts. í rótinni mældist beiskjuefnainnihaldið um 0,1-0,9 mg/g og var það lægst á miðju sumri en hæst að haustinu. f sprotunum var beiskjuefnainnihaldið hins vegar margfalt hærra, eða 2-9 mg/g.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.