Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 67

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 67
Efnasamsetning 65 amerískum lúpínutegundum, en til þess efnis hefur tiltekin vansköpun í nautgripum (crooked calf disease) verið rakin (Keeler o.fl. 1976; Davis & Stout 1986; Majak & Ogilvie 1992). Takist í framtíðinni, með úrvali og kynbótum, að rækta stofn af alaskalúpínunni sem inniheldur lítið af beiskjuefnum má ætla að hann geti orðið mun mikilvægari beitar- og fóðurplanta en lúpínan er í dag. Ræktun á sætri lúpínu er hins vegar hvorki auðveld né gerð í eitt skipti fyrir öll. Við það að beiskjuefnainnihald minnkar dregur úr mótstöðu plantnanna gegn sjúkdómum og vörnum gegn beit af völdum skordýra og annarra grasbíta. Þá geta sætir stofnar blandast beiskum stofnum og beiskjuefnainnihald aukist aftur. Nauðsynlegt er því að viðhalda stöðugt hreinræktun á sætum lúpínustofni (Wink 1990). Þakkarorð Rannsóknir þær sem hér er fjallað um voru hluti af stærra samstarfsverkefni Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Landgræðslu ríkisins og Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins um nýtingu níturbindandi plantna í landgræðslu, skógrækt og landbúnaði. Verkefnið var styrkt af Rannsóknaráði ríkisins árin 1988-1991. Hér er einnig vísað til niðurstaðna úr verkefni á Rannsóknastofnun landbúnaðarins um vistfræði og útbreiðsluhætti alaskalúpínu sem styrkt var af Vísindasjóði árin 1993 og 1994. Ýmsir hafa lagt hér hönd á plóg, Áslaug Helgadóttir og síðar Jón Guðmundsson höfðu á hendi verkefnisstjórn í samstarfsverkefni stofnananna þriggja, Daði Björnsson og Sigþrúður Jónsdóttir unnu að sýnatöku og skráningu gagna, Sigurður Ingason, Amgrímur Thorlacius og fleiri starfsmenn efnagreiningastofu Rala önnuðust efnagreiningar, Andrés Arnalds stóð fyrir greiningu á beiskjuefnum á rannsóknastofu í Bandaríkjunum, Hólmfríður Sigurðardóttir og Jón Guðmundsson lásu handrit. Höfundar færa þessum aðilum bestu þakkir.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.