Fjölrit RALA - 15.09.2001, Page 64

Fjölrit RALA - 15.09.2001, Page 64
Korn 2000 56 Kornræktartækni (150-9391) Árið 2000 var verkefnið á öðru ári. Árin 1999 og 2000 voru könnuð áhrif þess að fella áburð og fræ niður með sömu vélinni í mismunandi dýpt hvort um sig. Gerðar voru 5 tilraunir í þessu skyni árið 1999 og 6 árið 2000. Síðara árið var ein tilraun sunnanlands, þijár vestanlands og tvær norðanlands. Þessum þætti verkefnisins er þar með lokið. Niðurstöður ársins 2000 birtast hér. Tilraunastaður Skamm- stöfun Land Áburður tegund kg N/ha Sáð Upp- skorið Korpu í Mosfellsveit Ko Mýri Græðir 5 60 2.5. 20.9. Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum Þo Sandmýri Græðir 5 75 26.4. 6.9. Ósi á Akranesi Os Sandur Græðir 5 90 11.5. 23.9. Hvanneyri í Borgarfirði Hv Mýri Græðir 1A 60 17.5. 25.9. Vindheimum í Skagafirði Vi Sandur Græðir 5 90 3.5. 5.9. Miðgerði í Eyjafirði Mi Mólendi Græðir 5 75 4.5. 31.8. Sáð var með sáðvél af gerðinni Váderstad Rapid 30C. Hún fellir sáðkom og áburð niður í einni ferð úr aðskildum stútum. Áburðurinn lendir þannig í röðum milli sáðrandanna. Sáðdýpt var fems konar og áburðardýpt þrenns konar, alls 4x3=12 liðir. Tilraunin á Korpu var þó minni en þetta, eða 3x2=6 liðir. Sáð var í reiti sem vom 10 m að lengd og 3,6 m á breidd. Uppskerureitur var 1,5 m á breidd. Komyrki vom Arve, sexraða, og Gunilla, tvíraða. Sáð var sem svaraði 200 kg sáðkoms á hektara. Ekki var valtað eftir sáningu. Árið 1999 var áætlað að sáðdýptin hefði verið 1; 2,5; 4 og 5,5 sm. í ár var sáð ívið grynnra. Mæld dýpt var 0,25; 1,5; 2,75 og 4,0 sm. Áburður var líka settur grynnra en árið áður. Árið 1999 var hann felldur niður í 1, 5 og 9 sm dýpt en í 1,4 og 7 sm í ár. Á öllum stöðunum nema Þorvaldseyri var mónóammoníumfosfat (11%N-23%P) fellt niður í sömu rásir og sáðkomið í helmingi tilraunarinnar. Dregið var úr öðrum áburði þessu til samræmis svo að nituráburður varð jafnmikill á alla liðu. Samreitir vom tveir nema þrír á Þorvaldseyri. Þar sem tilraunimar vom í fullri stærð vom reitir alls 96 2 yrki x 4 liðir sáðdýptar x 3 liðir áburðardýptar x 2 liðir mónóammoníum-fosfat x 2 samreitir , á Þorvaldseyri 72 og 48 á Korpu. Tilraunum var svo fyrir komið að sáð var í 12 reita lengjur og í hverri tilraun vom 8 slíkar lengjur hlið við hlið. Liðimir með mónóammoníumfosfati vom í 4 heilum lengjum. Oft var breytileiki í landi frá tilraunar- jöðmm og inn úr. Þess vegna reyndist ekki gott að bera saman heilar raðir. Fyrirvara verður því að hafa á niðurstöðu úr mónóammoníumfosfatsliðunum. Breytileiki í landi var líka sums staðar fullmikill fyrir tilraunir svo stórar að flatarmáli. Niðurstöður birtast hér í tveimur töflum. í fyrri töflunni em sýnd áhrif sáðdýptar og áburðardýptar og þá tekið meðaltal liða með og án mónóammoníumfosfats. I síðari töflunni em sýnd áhrif niðurfellds mónóammoníumfosfats. I fyrri töflunni teljast samreitir því 4, nema 3 á Þorvaldseyri. Birtar era tölur um uppskem og þroska. Uppskera er mæld í hkg hreins koms með 100% þurrefni á hektara. Þroskaeinkunn er summa þriggja mælinga, þúsundkomaþunga í grömmum, rúmþyngdar í g/100 ml og þurrefnishlut koms í % við skurð.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.