Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Jan 2021, Page 11

Læknablaðið - Jan 2021, Page 11
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 11 Algengi og þróun geðraskana og geðlyfjanotkunar meðal íbúa íslenskra hjúkrunarheimila frá 2003 til 2018 Inngangur Þegar fleiri ár bætast við lífshlaupið eykst ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytast og geta til athafna daglegs lífs minnkar. Þetta eru taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versnar geðheilsa eldra fólks. Rannsókn í sex Evrópulöndum leiddi í ljós að 15,2% aldraðra (65+) glímdu við vægt þunglyndi og að 12,6% þjást af miðlungs eða alvarlegu þunglyndi.1 Kvíðaeinkenni eru jafnvel enn algengari en einkenni þunglyndis, en slík einkenni fara oft saman meðal aldraðra.1 Íslensk rannsókn frá 2009 fann að versn- andi líkamleg heilsa sem fylgir efri árum eykur geðrænan vanda og vísbendingar eru um að tengslin séu sterkari við skerta færni til athafna daglegs lífs en sjúkdómana sem því valda.2 Flestar far- aldsfræðilegar rannsóknir á geðheilsu aldraðra hafa verið gerðar á almennu þýði en þunglyndi og kvíði eru mun algengari meðal íbúa hjúkrunarheimila. Þannig leiddi samantekt á rannsóknar- niðurstöðum í ljós að 29% íbúa á öldrunar- og hjúkrunarheimilum í þróuðum ríkjum höfðu einkenni þunglyndis og að 10% þjáðust af alvarlegu þunglyndi.3 Geðlyf eru algengasta meðferðarúrræðið við geðrænum vanda aldraðra; neysla þeirra er útbreidd og fer vaxandi.4 Geðlyfjanotkun er ekki síst mikil á öldrunarstofnunum. Þannig sýndu niðurstöður 37 rannsókna í 12 Evrópulöndum að 12-59% íbúa á hjúkrunarheim- ilum tóku geðrofslyf og 19-68% þunglyndislyf.5 Þar að auki eru aldraðir viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum geðlyfja, en hættan á þeim eykst með annarri lyfjanotkun sem oft fylgir efri árum.6 Því er fjöllyfjanotkun (polypharmacy) áhyggjuefni, ekki síst á hjúkrunarheimilum.7 Geðlyfjanotkun hér á landi, og þá líklega einnig geðsjúkdóma- greiningar, er með því mesta sem þekkist8 svo reikna má með að sú þróun sem lýst er hér að framan hafi líka orðið á íslenskum Páll Biering1 geðhjúkrunarfræðingur Ingibjörg Hjaltadóttir1,2 sérfræðingur í öldrunarhjúkrun 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2meðferðarsviði Landspítala. Fyrirspurnum svarar Páll Biering pb@hi.is Á G R I P INNGANGUR Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna mikla útbreiðslu geðræns vanda og geðlyfjanotkunar meðal aldraðra í þróuðum löndum, ekki síst meðal þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum. Þekkingu á geðrænum vanda og geðlyfjanotkun íbúa íslenskra hjúkrunarheimila er ábótavant, en mikilvæg fyrir stefnumótun í geðheilbrigðisþjónustu á heimilunum. Því var tilgangur rannsóknarinnar að kanna algengi geðsjúkdómsgreininga og geðlyfjanotkunar meðal íbúa íslenskra hjúkrunarheimila, samspil þessara þátta og hvernig þeir hafa þróast frá 2003 til 2018. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknargögnin voru fengin úr niðurstöðum matsgerða með annarri útgáfu interRAI mælitækisins á tímabilinu frá 2003 til 2018. Í rannsókn- inni var stuðst við síðasta mat hvers árs (N=47,526). NIÐURSTÖÐUR Á tímabilinu hafði um það bil helmingur íbúanna kvíða- og/eða þunglyndisgreiningu; 49,4% árið 2003, en 54,5% 2018. Þessi tíðni jókst til ársins 2010 er hún var 60,9%. Hún hefur síðan farið hægt minnkandi. Neysla geðlyfja jókst úr 66,3% í 72,5%. þunglyndislyf eru algengust og jókst neysla þeirra úr 47,5% í 56,2. Neysla geðrofslyfja hefur haldist nær óbreytt, eða í kringum 26%. Nokkurt ósamræmi var á milli geðsjúk- dómagreininga og geðlyfjanotkunar. Þannig fengu að meðaltali 18,2% geðlyf að staðaldri án þess að hafa greiningu og 22,3% tóku geðrofslyf í öðrum tilfellum en mælt er með. ÁLYKTANIR Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun. Því er mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun. Eins er mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.