Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 19

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 19
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 19 R A N N S Ó K N Spurningar í samanburðarrannsókninni sem lögð var fyrir báða hópana má sjá í töflu I. Eftirfarandi texti birtist svarendum á undan spurningunum: „Næst eru spurningar sem beinast að óvæntum atvikum sem geta átt sér stað þegar heilbrigðisþjónusta er veitt. Í Lögum um landlækni og lýðheilsu númer 41 frá árinu 2007, segir meðal annars í 9. grein: Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni.“ Niðurstöður Úr hópi hjúkrunarfræðinga svöruðu 1958 könnuninni og var svarhlutfall 67,9%. Svarendur úr hópi Þjóðgáttar voru 771 og voru gögnin vigtuð með tilliti til aldurs, kyns og búsetu. Við vigtun gagna birtist misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Meginniðurstöður úr könnuninni sýna að fleiri úr hópi Þjóð- gáttar (26%) en hjúkrunarfræðinga (9%) eru mjög eða frekar sam- mála því að ákæra heilbrigðisstarfsmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti vegna mannlegra mistaka (p<0,00001). Aftur á móti voru fleiri hjúkrunarfræðingar (64%) en svarendur Þjóðgátt- ar (43%) mjög eða frekar ósammála að ákæra ætti vegna alvar- legs skaða eða andláts af völdum mannlegra mistaka (p<0,00001). Munurinn er marktækur í báðum tilfellum (mynd 1). Þá má sjá að um 54% úr hópi Þjóðgáttar voru mjög eða frekar ósammála því að ákæra fyrir alvarlegan skaða eða andlát af völdum slysni, á móti um 72% hjúkrunarfræðinga (mynd 2) (p<0,00001). Við nánari skoðun á því hvernig svarendur úr hópi Þjóðgáttar Mynd 1. Það á að ákæra heilbrigðisstarfsmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti vegna mannlegra mistaka. (Almenningur: meðaltal: 2,73; 95% vikmörk: +/-0,09; staðalfrávik: 1,21. Hjúkrunarfræðingar: meðaltal: 2,12; 95% vik- mörk: +/-0,05; staðalfrávik:1,04). Mynd 2. Það á að ákæra heilbrigðisstarfsmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti af slysni. (Almenningur: meðaltal: 2,42; 95% vikmörk: +/-0,08; staðalfrávik:1,10. Hjúkrunarfræðingar: meðaltal: 1,95; 95% vikmörk: +/-0,04, staðalfrá- vik: 0,95). Tafla I. Það á að ákæra heilbrigðisstarfsmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti: vegna mannlegra mistaka í starfi af slysni vegna vanrækslu af ásetningi fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi % Hjúkrunarfræðingar Mjög sammála 36 2,0 22 1,3 459 26,2 1597 90,2 Frekar sammála 123 6,9 73 4,2 762 43,5 112 6,3 Hvorki sammála né ósammála 485 27,3 397 22,7 357 20,4 33 1,9 Frekar ósammála 505 28,5 553 31,7 106 6,1 11 0,6 Mjög ósammála 625 35,2 702 40,2 68 3,9 18 1 Almenningur Mjög sammála 70 9,2 37 4,9 298 39,4 675 89,7 Frekar sammála 129 16,8 78 10,4 281 37,2 42 5,6 Hvorki sammála né ósammála 235 30,8 234 31 123 16,3 27 3,6 Frekar ósammála 183 23,9 222 29,5 35 4,7 3 0,4 Mjög ósammála 147 19,3 184 24,3 19 2,5 5 0,7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.