Læknablaðið - jan. 2021, Side 20
20 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
svara spurningum um það hvort að ákæra ætti heilbrigðisstarfs-
mann sem veldur skaða eða andláti vegna mannlegra mistaka eða
af slysni kemur í ljós að þeir sem voru með háskólapróf voru lík-
legri til að vera mjög eða frekar ósammála ákæru en þeir sem
voru með lægra menntunarstig, framhaldsskólapróf eða grunn-
skólapróf (tafla II) (vegna mistaka: p<0,01; af slysni: p<0,00001).
Viðhorf almennings með háskólapróf virðist þar með nálgast
viðhorf hjúkrunarfræðinganna meira en viðhorf þeirra sem eru
með lægra menntunarstig (grunnskóla- eða framhaldsskóla-
próf). Ekki var marktækur munur milli kynja, aldursflokka eða
búsetu.
Þegar spurt var um hvort ákæra ætti heilbrigðisstarfmann sem
veldur alvarlegum skaða eða andláti vegna vanrækslu voru um
77% úr hópi Þjóðgáttar mjög eða frekar sammála því á móti um
70% úr hópi hjúkrunarfræðinga (mynd 3). Þótt munurinn sé held-
ur minni á hópunum, eða um 7%, er hann enn marktækur (p<0,05).
Aftur á móti var nær enginn munur á svörum Þjóðgáttarhópsins
og hjúkrunarfræðinga við spurningunni um hvort ákæra ætti
heilbrigðisstarfsmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti af
ásetningi (mynd 4). Alls um 95% Þjóðgáttarhóps voru mjög eða
frekar sammála því að ákæra vegna ásetnings og rúm 96% hjúkr-
unarfræðinga.
Umræða
Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga hafa
verið viðfangs- og umfjöllunarefni í skrifum íslenskra hjúkr-
unarfræðinga um árabil.,9,10,11 Eftirminnileg umræða um öryggi
sjúklinga var á fjölmennu málþingi á vegum Hjúkrunarráðs
Landspítala í apríl 2006 og vakti málið allnokkra athygli í fjölmiðl-
um.12 Svo fór á þeim tíma að umræðu um öryggi sjúklinga var
snarlega hætt innan spítalans.2 Nokkur umræða átti sér síðan stað
í kjölfar atviksins í október 2012.13-17
Sjúkrahúsþjónustan í Reykjavík og síðar sameinað sjúkrahús,
Landspítali, höfðu átt stormasama áratugi í aðdraganda atviksins
í október 2012. Niðurskurður og sársaukafullt sameiningarferli
á tíunda áratugnum, ítrekaðar hagræðingarkröfur í kjölfar sam-
einingarinnar á fyrsta áratug þessarar aldar og síðan afleiðingar
hrunsins 2008 höfðu sett mark sitt á þróun sjúkrahússins. Starf-
semi og stjórnun sjúkrahússins hafði átt á brattann að sækja og
þurft að verja bæði orðstír sinn og almennt traust við erfið skil-
yrði. Það er í þessu samhengi sem rétt er að skoða og skilja örlög
þeirra tilrauna sem gerðar höfðu verið til að opna upp umræðu
um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á Íslandi í þeim tilgangi að
draga af þeim lærdóm í þágu öryggis sjúklinga.
Umræða um öryggis- og gæðamál í heilbrigðisþjónustu er alltaf
Tafla II. Svör Þjóðgáttarhóps við spurningum um
hvort ákæra beri vegna alvarlegs skaða
eða andláts af völdum mistaka eða slysni,
eftir menntunarstigi hópsins. Hlutfall.
Mjög/frekar
sammála
Hvorki sammála
né ósammála
Mjög/frekar
ósammála
mistök slysni mistök slysni mistök slysni
Grunnskólamenntun 30,2 19,5 34,2 40,6 35,6 39,9
Framhaldsskólamenntun 33,5 19,4 31,7% 32,4 34,8 48,3
Háskólapróf 20,4 11,0 28,0 25,7 51,7 63,3
Mynd 3. Það á að ákæra heilbrigðisstarfsmann
sem veldur alvarlegum skaða eða andláti vegna
vanrækslu. (Almenningur: meðaltal: 4,06; 95%
vikmörk: +/-0,07; staðalfrávik: 1,01. Hjúkr-
unarfræðingar: meðaltal: 3,82;95% vikmörk:
+/-0,05; staðalfrávik: 1,01)
Mynd 4. Það á að ákæra heilbrigðisstarfs-
mann sem veldur alvarlegum skaða eða
andláti af ásetningi. (Almenningur: meðal-
tal:4,83; 95% vikmörk +/-:0,04; staðalfrá-
vik:0,60. Hjúkrunarfræðingar: meðaltal: 4,84;
95% vikmörk +/-:0,03; staðalfrávik:0,58)