Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 20

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 20
20 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N svara spurningum um það hvort að ákæra ætti heilbrigðisstarfs- mann sem veldur skaða eða andláti vegna mannlegra mistaka eða af slysni kemur í ljós að þeir sem voru með háskólapróf voru lík- legri til að vera mjög eða frekar ósammála ákæru en þeir sem voru með lægra menntunarstig, framhaldsskólapróf eða grunn- skólapróf (tafla II) (vegna mistaka: p<0,01; af slysni: p<0,00001). Viðhorf almennings með háskólapróf virðist þar með nálgast viðhorf hjúkrunarfræðinganna meira en viðhorf þeirra sem eru með lægra menntunarstig (grunnskóla- eða framhaldsskóla- próf). Ekki var marktækur munur milli kynja, aldursflokka eða búsetu. Þegar spurt var um hvort ákæra ætti heilbrigðisstarfmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti vegna vanrækslu voru um 77% úr hópi Þjóðgáttar mjög eða frekar sammála því á móti um 70% úr hópi hjúkrunarfræðinga (mynd 3). Þótt munurinn sé held- ur minni á hópunum, eða um 7%, er hann enn marktækur (p<0,05). Aftur á móti var nær enginn munur á svörum Þjóðgáttarhópsins og hjúkrunarfræðinga við spurningunni um hvort ákæra ætti heilbrigðisstarfsmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti af ásetningi (mynd 4). Alls um 95% Þjóðgáttarhóps voru mjög eða frekar sammála því að ákæra vegna ásetnings og rúm 96% hjúkr- unarfræðinga. Umræða Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga hafa verið viðfangs- og umfjöllunarefni í skrifum íslenskra hjúkr- unarfræðinga um árabil.,9,10,11 Eftirminnileg umræða um öryggi sjúklinga var á fjölmennu málþingi á vegum Hjúkrunarráðs Landspítala í apríl 2006 og vakti málið allnokkra athygli í fjölmiðl- um.12 Svo fór á þeim tíma að umræðu um öryggi sjúklinga var snarlega hætt innan spítalans.2 Nokkur umræða átti sér síðan stað í kjölfar atviksins í október 2012.13-17 Sjúkrahúsþjónustan í Reykjavík og síðar sameinað sjúkrahús, Landspítali, höfðu átt stormasama áratugi í aðdraganda atviksins í október 2012. Niðurskurður og sársaukafullt sameiningarferli á tíunda áratugnum, ítrekaðar hagræðingarkröfur í kjölfar sam- einingarinnar á fyrsta áratug þessarar aldar og síðan afleiðingar hrunsins 2008 höfðu sett mark sitt á þróun sjúkrahússins. Starf- semi og stjórnun sjúkrahússins hafði átt á brattann að sækja og þurft að verja bæði orðstír sinn og almennt traust við erfið skil- yrði. Það er í þessu samhengi sem rétt er að skoða og skilja örlög þeirra tilrauna sem gerðar höfðu verið til að opna upp umræðu um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á Íslandi í þeim tilgangi að draga af þeim lærdóm í þágu öryggis sjúklinga. Umræða um öryggis- og gæðamál í heilbrigðisþjónustu er alltaf Tafla II. Svör Þjóðgáttarhóps við spurningum um hvort ákæra beri vegna alvarlegs skaða eða andláts af völdum mistaka eða slysni, eftir menntunarstigi hópsins. Hlutfall. Mjög/frekar sammála Hvorki sammála né ósammála Mjög/frekar ósammála mistök slysni mistök slysni mistök slysni Grunnskólamenntun 30,2 19,5 34,2 40,6 35,6 39,9 Framhaldsskólamenntun 33,5 19,4 31,7% 32,4 34,8 48,3 Háskólapróf 20,4 11,0 28,0 25,7 51,7 63,3 Mynd 3. Það á að ákæra heilbrigðisstarfsmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti vegna vanrækslu. (Almenningur: meðaltal: 4,06; 95% vikmörk: +/-0,07; staðalfrávik: 1,01. Hjúkr- unarfræðingar: meðaltal: 3,82;95% vikmörk: +/-0,05; staðalfrávik: 1,01) Mynd 4. Það á að ákæra heilbrigðisstarfs- mann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti af ásetningi. (Almenningur: meðal- tal:4,83; 95% vikmörk +/-:0,04; staðalfrá- vik:0,60. Hjúkrunarfræðingar: meðaltal: 4,84; 95% vikmörk +/-:0,03; staðalfrávik:0,58)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.