Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - jan. 2021, Side 25

Læknablaðið - jan. 2021, Side 25
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 25 (thoracic endometriosis syndrome, TES).2 Greiningin getur verið erfið, bæði klínískt og með myndgreiningu.2,3 Legslíman berst líklega oftast í lungnavefinn og inn undir fleiðru út frá endómetríósu í grindarholi kvenna. Um helmingur kvenna með lungnaendómetríósu hefur líka fengið sjúkdóminn í kviðarholið, þegar loftbrjóstið greinist,2 en oft vantar að leitað sé að sjúkdómnum með nákvæmum hætti í kviðarholinu um leið og orsaka loftbrjóstsins er leitað. Legslímu-líku frumurnar eru taldar berast með kviðarholsvökva upp hægri hlið kviðarholsins og það- an á þindina. Þar myndast vefjaskemmdir sem ná gegnum þindina og upp í fleiðru og lunga. Aðrir möguleikar eru að frumurnar séu blóðbornar, fluttar með sogæðakerfinu eða tilkomnar út frá um- breytingu (metaplasia) á stofnfrumum í lungnavefnum.2,3,7 Hér er lýst nýlegu tilfelli á Landspítala og rætt hvernig standa mætti betur að greiningu. Tilfelli Á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi leitaði 39 ára gömul kona með fyrri sögu um endómetríósu í grindarholi. Hún kom vegna verkja við hægra herðablað, andþyngsla og hjartsláttarónota. Hún hafði verið með svipuð einkenni síðastliðnar þrjár vikur og leitaði tvisvar á heilsugæsluna á þeim tíma. Fékk þar greininguna bráð skúta- og berkjubólga og hafði sýklalyfjameðferð verið gefin við því í bæði skiptin. Röntgenmynd af lungum sýndi 2 cm loftbrjóst efst í hægra fleiðruholið. Hún var í eftirliti með síritun yfir nótt og útskrifaðist heim með endurkomutíma á göngudeild brjóstholsskurðlækninga. Röntgenmynd í endurkomu sýndi að loftbrjóstið var nær horfið og var henni sagt að hún gæti farið í fyrirhugaða flugferð erlendis eftir tvær vikur vegna starfa sinna við innkaup sem fólu í sér flug annan hvern mánuð. Konan flaug til Danmerkur og daginn eftir komu fékk hún þar aftur álíka einkenni. Hún greindist þá með 5,5 cm loftbrjóst við hægra lunga. Brjóstholskeri (dren) var settur og hún var í tvo daga á spítala. Í viðtali á göngudeild lungnalækninga fáum dögum eftir heimkomu lýsti hún ennþá óþægindum í brjóstkassa, svitaköstum og þrengslatilfinningu við öndun. Hún hafði lést vegna lystarleys- is sem hún tengdi við hamlandi kvíða í kjölfar veikinda sinna og hafði áhyggjur af framhaldinu. Tölvusneiðmynd sýndi eðlilega lungnamynd fyrir utan litla hástæðu á hægri hluta þindar. Rúmum mánuði seinna leitaði hún aftur á bráðamóttöku vegna skyndilegs takverks, andþyngsla og mæði. Röntgenmynd sýndi nú 17 mm loftbrjóst við hægra lunga. Við þetta þriðja loftbrjóst með stuttu millibili nefndi hún sjálf við bráðalækni að loftbrjóstið hafi í hvert skipti myndast þegar hún var á öðrum degi tíðablæð- inga. Konan hafði sjálf leitað á netinu og grunaði að hún væri með endómetríósutengt lungnavandamál. Henni var þá vísað á göngu- deild brjóstholsskurðlækna og þar var ákveðið að spegla brjóst- holið daginn eftir. Í aðgerðinni sáust dreifðar hvítar skellur í lungnatoppi, í efra blaði hægra lunga (lobus superior) og á þind. Ekki sást neinn blæð- ingarstaður, en brúnar litabreytingar voru á aftari kanti neðra lungnablaðs sem líktust endómetríósublettum sem eru einkenni sjúkdómsins í grindarholi (mynd 1). Tekin voru tvö sýni í að- gerðinni úr hvítu og brúnu blettunum og send til vefjagreiningar. Gerð var fleiðruerting í lok aðgerðar en þá er sprautað efnum í Mynd 1. A. Örvar benda á brúnleita endómetríósubletti á yfirborði hægra lunga. B. Örvar benda á bláleita endómetríósu undir fleiðru með nýæðamyndun. C. Örvar benda á hvítt örvefssvæði eftir endómetríósu á hægri þind. Myndir/Gunnar Mýrdal A. B. C. S J Ú K R A T I L F E L L I

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.