Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Jan 2021, Page 28

Læknablaðið - Jan 2021, Page 28
28 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Yfir 600 íslenskir læknar í útlöndum 60% íslenskra lækna erlendis eru í Svíþjóð. Talið er að 190 af um 600 læknum erlendis séu í sérnámi ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir tölum ráðuneytisins að læknanemum í Ungverjalandi fækkar á meðan þeim fjölgar í Slóvakíu. Þrír útskrifast á ári frá Danmörku fram til ársins 2025. Ásta sagði frá því að 222 stundi sérnám í læknisfræði hérlendis í ár, þar af séu 68 í heimilislækningum. Hún nefndi einnig að 95 séu í meistaranámi í hjúkrunarfræði og 38 í ljósmóðurfræði. Þá séu 125 í diplóma- námi. Hún segir mjög jákvæða þróun í heimilislækningum. „Það hefur verið lögð áhersla á það hjá ráðherra að auka sérfræðinám í heimilislækningum,“ sagði hún. Þá væri verulega ánægjulegt að sjá fjölgunina í doktorsnámi við Háskóla Ís- lands, úr 11 árið 2015 í 34 árið 2019. Ásta fór einnig yfir samanburð við önnur ríki. Þar kom fram að færri læknar væru að meðaltali á hverja 1000 íbúa hér (3,9) en í Svíþjóð (4,1), Danmörku (4,0) og Noregi (4,8). Miðað var við nýjustu gögn OECD (2016-2018). Þar kom einnig fram að laun lækna sem hlutfall af meðallaunum landsmanna væru 2,1 hér á landi, 2,3 í Sví- þjóð, 2,6 í Danmörku en 1,8 í Noregi. „Hér erum við þó með mun fleiri sér- fræðilækna en almenna lækna,“ sagði Ásta. Hún fór einnig yfir mat á mann- aflaþörf miðað við spá forsvarsmanna 33 heilbrigðisstofnana. Fram kom í svörum Alls eru 602 íslenskir læknar erlendis. 60% þeirra eru í Svíþjóð, 19% í Noregi, 10% í Bandaríkjunum, 7% í Danmörku og 4% í Bretlandi. „Líklega eru 190 af þeim í sérnámi, ef maður skoðar aldurssam- setninguna,“ sagði Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins, á Heilbrigðisþingi 2020. Hún sagði að búast mætti við að 60 útskrifist úr grunnlæknanámi erlendis árið 2025. Þar af útskrifist 53 frá Slóvakíu, eða 20 fleiri en verði árið 2024. Sjá má á 10 stærstu starfsstéttir heilbrigðis­ kerfisins í lok árs 2019 Hjúkrunarfræðingar 4281 Sjúkraliðar 3900 Læknar 1508 Þroskaþjálfar 1063 Sjúkraflutningamenn 1055 Sjúkraþjálfar 779 Sálfræðingar 707 Félagsráðgjafar 658 Heilbrigðisgagnafræðingar 561 Lyfjafræðingar 534 Heimild: Tölur heilbrigðisráðuneytisins frá Heilbrigðisþingi 2020Offita mest hér í Evrópu „Ísland er núna með hæsta hlutfall fólks í ofþyngd í Evrópu,“ sagði Ásta Valdi- marsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðis- ráðuneytisins þegar hún fór yfir tæki- færin í áskorunum sem heilbrigðiskerfið horfir fram á. „Við erum að nálgast Bandaríkin. Þetta eru hræðilegar tölur,“ sagði hún. „Við sjáum að sjálfsögðu aukinn stoðkerfisvanda á Íslandi. Við sjáum 50% aukningu milli ára á blóðsykurs- lækkandi lyfjum – þá er ég ekki að tala um insúlín.“ Ásta Valdimarsdóttir fór yfir fjölda leyfa og áætlanir um mannafla í heilbrigðiskerfinu á Heilbrigðisþingi í lok nóvember. Mynd/Skjáskot þeirra að mikill skortur væri á hjúkrunar- fræðingum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þörfin væri minni hjá sjálfstætt starfandi stofnunum en rík- isreknum. Fram kom að ekki væri metinn mikill skortur á læknum á höfuðborgar- svæðinu en meiri skortur væri á lands- byggðinni. Ráðuneytið leggur mat á þörf eftir mannfjöldaspá til ársins 2030. Það telur að fjölga þurfi starfsfólki innan heilbrigðis- kerfisins almennt um 12% samkvæmt „háspá“ eða þeirri sem metur þörfina mesta. „Léttir og ánægja,“ segir Karl G. Kristins- son, prófessor og yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, en nýtt veirugreiningartæki sem beðið hafði verið eftir kom til landsins 13. desember. Von var á tækinu í nóvember en það get- ur greint allt að 4000 sýni daglega. „Við höfum ekki fengið einhlítar skýringar á seinkuninni aðrar en ástandið vegna COVID.” Karl segir að vegna samstarfs við Íslenska erfðagreiningu þar sem 18 Karli G. Kristinssyni yfir- lækni á Landspítala er létt því að tækið sem beðið hefur verið eftir er komið í hús. Það verður sett upp í janúar. Mynd/Læknablaðið F R É T T I R Veirugreiningartækið komið starfsmenn deildarinnar hafi haft að- stöðu, hafi seinkunin ekki komið að sök. „Við höfum því verið með fullnægjandi afkastagetu, en með tækinu getum við flutt til baka.“ Þrír tæknimenn frá Bretlandi eru væntanlegir í janúar til að setja tækið upp og reiknað er með að taka það í notkun um 20. janúar. „Fyrst um sinn verður það aðallega nýtt fyrir COVID. Við vitum ekki hvernig faraldrinum vindur fram og hvenær verður komið hjarðónæmi en þá notum við það fyrir aðrar rannsóknir. Þetta tæki getur greint miklu fleira en COVID. Bæði veirur og bakteríur,“ segir hann. „Við getum því boðið mun betri þjón- ustu, styttri svartíma og fleiri rannsóknir.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.