Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jan 2021, Qupperneq 29

Læknablaðið - jan 2021, Qupperneq 29
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 29 F R É T T I R „Rannsóknir benda til þess að ef einstak- lingur er lágur í D-vítamíni aukist líkur á öndunarfærasýkingum, sem er hægt að fækka með því að gefa reglulega D-vítamín,“ segir Hannes Hrafnkelsson, heimilislæknir á Seltjarnarnesi. „Nýleg rannsókn í Nature sýnir að fólk sem lagðist inn á sjúkrahús vegna COVID-19 og hafði lágt D-vítamín-gildi fór verr út úr veikindum sínum en það sem mældist með eðlilegt D-vítamín,“ segir hann og hvetur til árvekni og inn- töku vítamínsins, sérstaklega nú í faraldr- inum þegar margir séu enn meira inni við en áður. Sólarljós er helsta uppspretta D-vítamíns að sumri til. Rætt verður um mikilvægi D-vítamíns á Læknadögum 21. janúar. Hannes opnar málþingið. „Það er löngu komið í ljós að vítamínið er mjög mikilvægt en það þarf að minna á það,“ segir hann og nefnir þekktar afleiðingar D-vítamínskorts eins og beinkröm og beinmeyru. Nú sé vitað að D-vítamín hefur áhrif á margvíslega starfsemi líkamans. Meiri líkur á öndunarfærasýkingum ef D-vítamín skortir ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson heimilislæknir bendir á að fólk með nægt D-vítamín standi betur í COVID Hann vísar í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í maí á þessu ári og Berg- lind Gunnarsdóttir heimilislæknir leiddi, sem sýnir að þéttni D-vítamíns í blóði hjá meirihluta barna og ungmenna hér á landi, eða um 60% þeirra, sé undir ráð- lögðum gildum Embættis landlæknis. „Í endurteknum mælingum voru 40% krakka undir því sem landlæknir ráðlegg- ur. Bara 13% voru með endurtekið gildi sem landlæknir metur nægjanlegt,“ segir hann. Rannsóknin var gerð á sömu krökkum aftur með nokkurra ára millibili og segir Hannes ljóst að þegar ungbarnaeftirliti sleppir hætti margir foreldrar að gefa krökkunum D-vítamín. „Við sáum að mjög lítill hluti 7 ára krakka var að taka lýsi eða D-vítamín.“ Hann hvetur til átaks í öllum aldurs- hópum og þá sérstaklega hjá þeim í áhættuhópi eins og gert er í fræðigrein- inni í Nature. Ekki hafi skort á umræðu um mikilvægi þess, sem þó virðist litlu skila. „Við foreldrarnir berum þessa ábyrgð,“ segir hann. Embætti landlæknis mælir með að hver taki um 800 einingar daglega og tekur Hannes undir þær ábendingar. Ekki hafi þó verið hægt að sýna fram á skaðleg áhrif D-vítamíns þótt fólk taki allt að 4000 einingum á dag. Nefnir hann að einstaklingar með skert frásog, eins og til dæmis þeir sem hafi undirgengist aðgerðir vegna offitu, gætu þurft stærri skammta en þá sem Embætti landlæknis ráðleggur. „Hópurinn fer stækkandi,“ segir hann. „Þeir sem hafa látið taka hluta þarmanna eru sumir með þann fylgikvilla að frásoga ekki vítamínin eins vel og áður. Þeir geta því þurft meira.“ Hannes Hrafnkelsson heimilislæknir hvetur til inntöku D-vítamíns og bendir á að það hjálpi þeim sem veikist af COVID-19. Mynd/gag „Sveigjanleikinn verður í fyrirrúmi. Langar vaktir eða búseta utan höfuð- borgarsvæðisins þurfa ekki að hindra þátttöku á Læknadögum, allir geta notið dagskrárinnar,“ segir Margrét Aðalsteins- dóttir, starfsmaður Fræðslustofnunar lækna og Læknafélagsins. Hún heldur utan um Læknadaga í ár sem fyrri ár. „Já, það er eins með Læknadaga og aðrar ráðstefnur um þessar mundir. Rafrænir,“ segir hún. Ráðstefnunni verður streymt frá Hörpu dagana 18. til 22. janúar. Gæðin verða því mikil. Sérstök heimasíða heldur Læknar geta notið Læknadaga í heilan mánuð utan um dagskrána og sér Advania um hana en tæknimenn Hörpu sjá um út- sendinguna. „Ekkert Teams, engir tækniörðugleik- ar,“ lofar Margrét. „Hægt verður að horfa á málþingin í beinni en einnig nálgast þau í mánuð eftir útsendinguna. Enginn þarf því að missa af málþingunum þótt fleiri en eitt séu í gangi á hverjum tíma.“ Málþingin eru mæld í tugum, eða yfir 30 auk hádegisfyrirlestra. Vel yfir 130 manns taka þátt í umræðum og halda fyr- irlestra. Aðgangseyrir er 30.000 krónur. Fyrsta læknaþingið sem Margrét Aðalsteinsdóttir hafði yfirumsjón með var þriggja daga endurmenntunarþing lækna haldið á Hótel Loftleiðum árið 1994. Á Læknadög- um 2021 er Margrét enn skipperinn í brúnni og með alla (rafmagns-)þræði í hendi sér. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.