Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jan 2021, Qupperneq 31

Læknablaðið - jan 2021, Qupperneq 31
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 31 Læknadagar 2021 ­ gleðidagar Læknadagar 2021 verða með nýju sniði þetta árið í samræmi við breyttar aðstæð- ur og samkomutakmarkanir. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi símenntunar lækna, sem hefur legið í láginni allt árið sem var að líða. Vegleg fræðsludagskrá verður í boði eins og sjá má annars staðar í blaðinu. Læknadagar eru ekki hagnaðar- drifinn viðburður og til að hægt sé að bjóða upp á jafn metnaðarfullan viðburð þarf að kosta ýmsu til. Aðeins er hægt að halda slíkri fræðsludagskrá uppi með sameiginlegu átaki allra félagsmanna. Þátttökugjöldum nú eins og áður er stillt í hóf til að standa undir kostnaði við upp- setningu og útsendingu dagskrárinnar. Allir sem vilja fylgjast með Læknadögum verða að vera með skráningu í sínu nafni. Nú geta læknar nálgast fyrirlestrana og annað efni í mánuð, sem skapar sveigjan- leika fyrir þá og vinnustaðina. Úrvalið er fjölbreytt og með þessu fyrirkomulagi þarf enginn að missa af áhugaverðum málþingum. Auk fjölbreyttrar fræðslu- og símenntunardagskrár verða félagslega hlutanum einnig gerð skil á innri síðu ráð- stefnunnar með sýningum á ýmsu gleði- efni úr fórum lækna. Kjaramál – skref í áttina Þann 7. desember síðastliðinn var skrifað undir nýtt samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi LÍ og ríkisins eftir 22 mánaða samningaþóf. Samkomulagið felur fyrst og fremst í sér breytingar á grunnlaunum og að stigið var skref til samræmingar við kjarasamning Skurðlæknafélags Íslands ásamt breyting- um á orlofskaflanum sem fela meðal annars í sér lengingu orlofs hjá yngri læknum í 30 daga. Á móti koma ákvæði um breytingar á frestun og fyrningu or- lofs. Helsti ávinningur samkomulagsins var að sérstaklega var stigið skref hvað varðar launasetningu sérnámslækna og er vonast til að það styrki uppbyggingu og áhuga á framhaldsnámi á Íslandi og bæti hag þeirra lækna. Er það líka í samræmi við stefnu „lífskjarasamkomulagsins“ um áherslu á lægri launaflokkana. Ekki náðist samkomulag um styttingu vinnuvikunn- ar né ýmis ákvæði sem þarf að laga fyrir ákveðna hópa fremur en heildina. Það skal ekkert dregið úr því að margt þarf að leiðrétta sem ekki hefur náðst fram í fyrri samningum. Grunnlaunahækkun skilar sér til allra og hefur áhrif til hækkunar annarra launaliða samningsins. Áhersla á grunnlaunahækkun var í samræmi við niðurstöður skoðanakönnunar LÍ á meðal félagsmanna en 80% settu það í fyrsta sæti sem forgangsatriði í kjaramálum. Næst komu aðgerðir til þess að draga úr álagi, 47%, stytting vinnuvikunnar, 37%, hærra vaktakaup, 30%, og endurskoðun frítöku- réttar, 23%. Bókanir sem fylgja samn- ingnum eru 14 og taka til ýmissa mála. Sumar sem varða alla lækna, svo sem um veikinda- og slysarétt, og aðrar sem lúta að hagsmunum ákveðinna hópa. Má þar nefna læknisþjónustu og mönnun lækna í dreifbýli, skoðun á framkvæmd ákvæðis 3.2.4 um helgunarálag, sem fjallað er um í lögfræðipistli blaðsins, og um fræðslumál lækna og skráningu símenntunar, sem aðalfundur LÍ hefur lagt áherslu á í álykt- un sinni. Lengi vel var tekist á um þessi atriði í samningaviðræðunum en að lokum fallist á að setja bókanir sem kveða á um sameiginlega vinnuhópa sem skoða málin. Til að styðja lækna sem taka þátt í þessum vinnuhópum til undirbúnings hefur verið ráðinn verkefnastjóri og er það nýjung í starfsemi og eftirfylgni kjarasamninga LÍ. Kandídatsárið – tími á endurskoðun Hafin er endurskoðun á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Mikilvægt er að skilyrð- um um veitingu almenns lækningaleyfis sé komið í sama farveg og á Norðurlönd- um. Þar hefur verið afnumin krafa um viðbótarstarfsnám að afloknu háskólaprófi í læknisfræði til að hljóta almennt lækn- ingaleyfi. Þetta misræmi er nú þegar farið að valda þeim sem fara í framhaldsnám vandræðum. Félag læknanema hefur vakið athygli heilbrigðis- og háskólayfir- valda á þessu misræmi og kallað eftir við- brögðum. Eyða verður þeirri óvissu sem mismunandi reglur milli landanna geta valdið. Taka ber undir áhyggjur Félags læknanema um ójafnræði sem þetta getur skapað fyrir þá sem útskrifast hérlendis og hyggja á framhaldsnám erlendis en líka fyrir þá sem ljúka grunnnámi erlendis með almennu lækningaleyfi og flytjast heim. Hyggilegast sýnist að með embætt- isprófi frá læknadeild HÍ hljóti nemendur jafnframt almennt lækningaleyfi í stað tímabundins lækningaleyfis að fyrirmynd til dæmis Noregs og Svíþjóðar. Fyrsta ár eftir útskrift sé hluti af framhaldsnámi eða undirbúningi framhaldsnáms læknis með almennt lækningaleyfi. Því fyrr sem óviss- unni er eytt, því betra. Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A FAL Berglind Bergmann Indriði Einar Reynisson FÍH Salóme Ásta Arnardóttir Jörundur Kristinsson FSL María I. Gunnbjörnsdóttir Guðrún Dóra Bjarnadóttir LR Þórarinn Guðnason Alma Gunnarsdóttir Stjórn Læknafélags Íslands LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO Læknafélagið um áramót Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir eigin skoðanir en ekki félagsins. Reynir Arngrímsson formaður semaglútíð töflur NÝR MÖGULEIKI RYBELSUS®: FYRSTA OG EINA GLP-1-HLIÐSTÆÐAN Í TÖFLUFORMI Á MARKAÐNUM1 GLP-1: Glúkagón-líkt peptíð-1. IS 20 RY B0 00 32 · D es em be r 2 02 0 Marktækt meiri lækkun HbA1c með Rybelsus 14 mg samanborið við Jardiance®, Januvia® og Victoza®2-5* Meðal þyngdartap allt að 4,3 kg3# Allt að 7 af 10 náðu HbA1c-markmiði <53 mmól/mól 6¤ Fyrir fullorðna með sykursýki af tegund 2 * Í PIONEER 2–4 rannsóknunum leiddi Rybelsus® 14 mg til marktækt meiri lækkunar HbA1c en Jardiance ® (empagliflozin), Januvia® (sitagliptín) og Victoza® (liraglútið) við rannsóknarlok burtséð frá því hvort meðferð var hætt eða meðferð með neyðarlyfi gefin.2 Í PIONEER 2 rannsókninni leiddi meðferð með Rybelsus® 14 mg til yfirburðalækkunar HbA1c samanborið við Jardiance® 25 mg, bæði eftir 26 vikur (aðalendapunktur) (áætlaður meðferðarmunur: –4 mmól/mól§; 95% öryggisbil: –7 til –3, p<0,001) og við rannsóknarlok (52 vikur) (áætlaður meðferðarmunur: –4 mmól/mól§; 95% öryggisbil: –6 til –3, p<0,001), burtséð frá því hvort meðferð var hætt eða neyðarlyf gefið.2 Í PIONEER 3 rannsókninni leiddi meðferð með Rybelsus® 14 mg til yfirburðalækkunar HbA1c samanborið við Januvia® 100 mg, bæði eftir 26 vikur (aðalendapunktur) (áætlaður meðferðarmunur: –6 mmól/mól§; 95% öryggisbil: –7 til –4, p<0,001) og við rannsóknarlok (78 vikur) (áætlaður meðferðarmunur: –4 mmól/mól§; 95% öryggisbil: –7 til –3, p<0,001) burtséð frá því hvort meðferð var hætt eða neyðarlyf gefið.2 Í beinum samanburði milli Rybelsus® 14 mg og Victoza® 1,8 mg var munurinn á HbA1c-lækkun ekki mismunandi í 26 viku (aðalendapunktur) (áætlaður meðferðarmunur: –1 mmól/mól§; 95% öryggisbil: –3 til 0, p=0,0645). Við rannsóknarlok (52 vikur) var HbA1c-lækkun með Rybelsus ® 14 mg marktækt meiri en með Victoza® 1,8 mg (áætlaður meðferðarmunur: –3 mmól/mól§; 95% öryggisbil: –5 til –1, p=0,00023).3 # Í PIONEER 4 rannsókninni leiddi meðferð með Rybelsus® 14 mg til þyngdartaps að meðaltali 4,4 kg eftir 26 vikur (aukaendapunktur til staðfestingar) og 4,3 kg eftir 52 vikur, samanborið við grunnlínu, burtséð frá því hvort meðferð var hætt eða neyðarlyf gefið. Heilt yfir PIONEER 1–5 og 7–8 rannsóknirnar náðist áætlað meðalþyngdartap við meðferð með Rybelsus® 14 mg, þ.e. 3,1 til 4,4 kg eftir 26 vikur og 3,2 til 4,3 kg við lok rannsóknanna, samanborið við grunnlínu (allar p<0,05).2 ¤ Í PIONEER 1 náðu 76,9% sjúklinganna HbA1c <53 mmól/mól § með Rybelsus® 14 mg (líkindahlutfall samanborið við lyfleysu: 8,36; öryggisbil: 4,86 til 14,41), p<0,001).6 Heilt yfir PIONEER 1–5 og 7–8 rannsóknirnar náðist áætlað meðferðarmarkmið með Rybelsus® 14 mg, þ.e. 55 til 77% eftir 26 vikur og 45 til 77% í rannsóknarlok.2 § Gildin eru umreiknuð frá % yfir í mmól/mól. Vistor/Novo Nordisk Hörgatún 2, · 210 Garðabæ vistor@vistor.is · sími: 535 7000 Rybelsus 3 mg, 7 mg og 14 mg töflur Heiti virkra efna Semaglútíð Ábendingar Rybelsus er ætlað til meðferðar á fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 til að bæta blóðsykursstjórnun sem viðbót við mataræði og hreyfingu sem meðferð með einu lyfi þegar ekki er hægt að nota metformín vegna óþols eða frábendinga, eða samhliða notkun með öðrum sykursýkislyfjum. Rannsóknaniðurstöður er varða samsetningar, áhrif á stjórn á blóðsykri og hjarta og æðakvilla og upplýsingar um þau þýði sem voru rannsökuð, má sjá í samantekt á eiginleikum lyfsins. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum Rybelsus, Jardiance®, Januvia® og Victoza® á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. Heimildir 1. Bucheit J et al. Diabetes Technol Ther 2020 Jan;22(1). 2. Samantekt á eiginleikum Rybelsus, www.serlyfjaskra.is. 3. Pratley R et al. Lancet 2019;394(10192):39-50. 4. Rosenstock J et al. JAMA 2019;321(15):1466-1480. 5. Rodbard HW et al. Diabetes Care 2019;42(12):2272-2281. 6. Aroda VR et al. Diabetes Care 2019;42:1724–1732. Hádegisfyrirlestur á Læknadögum fimmtudaginn 21 janúar 2020 á vegum Novo Nordisk DIABETES, A MULTIFACTORIAL DISEASE DEMANDING EARLY INTENSIVE TREATMENT Prof. Tina Vilsbøll, innkirtlasérfræðingur, prófessor við Stenos Diabetes Center Copenhagen (SDCC) formaður LÍ reynir@lis.is Reynir Arngrímsson

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.