Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Síða 32

Læknablaðið - jan. 2021, Síða 32
32 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 „Sjúkrahús er öryggiskrafa fólks sem ætlar að búa á Vestfjörðum,“ segir Sús- anna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlækn- ir heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hún hefur verið búsett á Ísa- firði í 7 ár nú í janúar. Hvert áfallið af öðru hefur dunið yfir á Vestfjörðum á þessu ári. Snjóflóð féll á Flateyri í janúar. Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í byrjun apríl og liðsauki sendur vestur. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hlíf á Ísafirði í ágúst og hópsmit um borð í skuttogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem meginþorri 25 skipverja var smitaður. Súsanna er umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Við fengum ekki lækna senda til að hjálpa heldur lagðist álagið ofan á alla aðra vinnu sem við sinnum. Við höfum keyrt á yfirsnúningi frá því í febrúar,“ segir Sús- anna. „Við unnum hér mjög langa vinnu- daga margar vikur í röð. Við röktum smit með hausinn á kafi í annarri vinnu.“ Súsanna segir læknana þrjá sem sinni fastri vinnu á stofnuninni alltaf við- búna. „Hér getur blossað upp allt annar veruleiki en á höfuðborgarsvæðinu og við staðið frammi fyrir sambærilegum vanda og á Ítalíu. Það er okkar sóttvarna- og um- dæmislæknanna að passa samfélagið okk- ar, passa að smit dreifist ekki.“ Það hafa þau gert með Súsönnu í fararbroddi. Afdráttarlaus í svörum Mál togarans Júlíusar Geirmundssonar var á allra vörum og í tengslum við það var því fleygt fram að Súsanna hefði ekki kall- að togarann afdráttarlaust í land. „Ég hef alltaf verið skýr í tilmælum mínum,“ segir hún. „Þeir sem þekkja mig vita að það hefði verið ómögulegt fyrir mig að segja annað en það sem ég hef sagt í marga, marga mánuði: Komið í sýnatöku,“ leggur hún áherslu á. „En útgerðin Gunnvör er stórt fyrirtæki á litlum stað. Rígur skapaðist í samfé- laginu um hvað væri rétt og rangt. Þess vegna er gott að málið sé afgreitt í sjópróf- um og að lögreglan skoði málið,“ segir hún um þá ákvörðun að túrinn skyldi kláraður þrátt fyrir smitin. Hún segir Læknablaðinu frá því að tveimur dögum fyrir viðtalið nú hafi hún svo fengið símtal þar sem óskað var eftir að 35 sjómenn færu í sýnatöku. Hún hafi ekki getað tekið á móti því skipi vegna veðurs. Sýnin hefðu setið föst fyrir vestan. „Ég vísaði skipinu til Reykjavíkur,“ segir hún ákveðin. Ekki sé hægt að stóla á flugsamgöngur. „Við getum aðeins skipulagt sýnatökur hér fyrir vestan í takti við samgöngurnar,“ segir hún og gagn- rýnir að flugið hafi oft legið niðri í heims- faraldrinum. „Þess vegna beittum við þeim ráðum að setja fólk í sóttkví og einangrun áður en ljóst var um niðurstöður úr sýnatöku hér í vor. Við vissum að það tæki á annan sólarhring að fá niðurstöðuna og gátum með þessum aðgerðum verið skrefi á und- an COVID í samfélaginu,“ segir hún. Röktu smitin flest til tveggja Súsanna segir að um 100 manns hafi smit- ast í heildina í fyrstu bylgjunni en rekja hafi mátt 80 smitanna til tveggja. „Þau fengu að malla í samfélaginu í um þrjár vikur þar sem leiðbeiningarnar voru að ekki mætti fara í sýnatöku nema fólk hefði yfir 38 gráðu hita, kvef og beinverki.“ Þau hafi fljótt séð hve vandinn var útbreiddur. Rekja hafi mátt veikindi eins fjölskyldumeðlims af öðrum til ferðar til Reykjavíkur þremur vikum áður. „Þessi rakning varð til þess að við fórum í 5 manna samkomubann.“ Það hafi hjálpað þeim mikið. „Hér á Ísafirði þekkja allir alla og fólk kemst ekkert upp með að segja að það hafi ekki verið einhvers staðar, því maður veit betur.“ Það sýni mikilvægi þess að virkja umdæmi sóttvarna á hverjum stað. „Rakn- ingin verður svo miklu öflugri og við höf- um átt gott samstarf við rakningarteymi og þríeykið. Allt gekk eins og smurð vél.“ En myndi hún vilja sjá frekari sérsniðn- ar lausnir fyrir hvert landsvæði? „Nei. Vestfirðingar fara mikið suður. Þetta er V I Ð T A L Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir krefjandi að flug vestur hafið legið mikið niðri nú í COVID-19. Hún segist alltaf hafa verið skýr við útgerð Júlíusar Geirmundssonar og skipuleggur starfið út frá samgöngum ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ver Vestfirði fyrir smitum Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.