Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Síða 42

Læknablaðið - jan. 2021, Síða 42
42 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Erfðafræði mun gjörbylta læknisfræðinni, segir Hans Tómas Björnsson læknir og horfir til greininga, meðferða og gagnaöflunar. Meta eigi á Læknadögum hvar íslenskt vísindastarf standi ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ísland getur verið í fararbroddi við að tryggja betri heilsu fólks „Ég tel að erfðafræði eigi eftir að gjörbylta læknisfræðinni og við höfum ákveðið tækifæri á Íslandi til að vera í fararbroddi á þessu sviði. Við Íslendingar erum mest raðgreinda þýði í heiminum og þurfum að finna leið til að færa þessar upplýsingar inn í heilbrigðiskerfið eins og við getum,“ segir Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítala, prófess- or í barnalækningum og fræðsluvísindum við Háskóla Íslands og dósent í erfðafræði við Johns Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore í Bandaríkjunum. Hans Tómas segir tækifæri felast í því að vera í fararbroddi við að nýta erfðaupp- lýsingar til þess að hámarka heilsu fólks. „En á sama tíma þarf að fjárfesta í þessu markmiði því erfitt er að feta þessa braut í fjársveltri stofnun. Ég tel að krónískt fjársvelti eins og tíðkast hefur hér á landi sé afar skaðlegt til lengri tíma.“ Upp- bygging sé þá í lágmarki. Fólk vinni að því að viðhalda þekkingunni en framfarirnar verði litlar. „Það er ekki hægt að byggja upp nýja hluti meðan það er skýr krafa um niður- skurð en uppbygging er nauðsynleg til að við getum fullnýtt okkur erfðaupp- lýsingar,“ segir hann. Hér ríki nokkur skamm sýni. „Auðvitað hugsa allir um ein fjárlög í einu en til lengri tíma er gott heilbrigðiskerfi mjög góð langtímafjár- festing.“ Hann nefnir að nýr spítali sé gott skref en mannaflinn sé á endanum dýr- mætasta auðlindin. Vísindastarf til framfara „Áhrifarík leið til framfara er í gegn- um vísindastarf. Minna hefur verið af því en ætti og mætti vera,“ segir Hans Tómas sem stýrir ásamt tveimur öðrum málþinginu Styrkir og vísindaárangur á Landspítala, á Læknadögum þann 22. janúar. „Við ætlum að skoða hvar við stönd- um. Hvort íslenskir heilbrigðisstarfsmenn standi sig vel, hvort þeir birti jafnmargar greinar og áður og hvort þessar greinar séu eins áhrifamiklar og áður. Það eru ákveðnar vísbendingar um að svo sé ekki.“ Eyrnamerkja þurfi ákveðna upphæð vísindastarfi. „Það má ekki taka fjármagnið burt þegar kemur hagræðingarkrafa. Vísinda- starf þarf að vera fast hlutfall af rekstrar- kostnaði.“ Það sé besta leiðin til að tryggja að nýjasta þekkingin nýtist hverju sinni. „Landspítali er almennt ekki með mikla innviði, eins og eigið rannsóknarrými eða gagnageymslur, en hann ætti kannski að vera í meira samfloti með öðrum, til dæm- is með háskólunum.“ Hans Tómas segir að kófið hafi verið prófraun sem sýndi að íslenska heilbrigð- iskerfið hefur ekki nauðsynlega innviði til að takast á við mikilvæg verkefni. „Ef við hefðum ekki haft Íslenska erfða- greiningu hefðum við ekki getað gert allt það sem við gerðum,“ segir hann. „Ekki að sýkla- og veirufræðideildin hafi ekki staðið sig frábærlega heldur var hér ekki tækjakostur til að takast á við faraldurinn. Ef Landspítali hefði sinnt nauðsynlegri innviðabyggingu fyrir vísindastarf hefði þetta ekki verið vandamál.“ Öll verði raðgreind Framtíðin er erfðatækni og bendir Hans Tómas á að Íslensk erfðagreining hafi rað- greint meira en helming landsmanna. Þá sé með réttri tækni (imputation) hægt að giska á hvaða erfðabreytileika aðrir beri. „Ég tel að í framtíðinni verði allir landsmenn raðgreindir. Það er ekki aðeins gagnlegt fyrir sjaldgæfa sjúkdóma heldur er þá einnig hægt að meta hvernig lyf eru brotin niður í líkamanum,“ segir Hans Tómas sem kynntist erfðafræði fyrir um tveimur áratugum. „Mér fannst svo mikið vera að gerast þá en framþróunin verður hraðari og hraðari.“ Það hafi þó tekið læknisfræðina langan tíma að meðtaka þessa byltingu. „Hún er enn að síast inn.“ Oft sé mótstaða við nýja hluti. Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.