Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Nú er fullskipaður starfshópur sem Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra hefur falið að endur- meta og skoða tvo fýsilega kosti um legu Sundabrautar og gera tillögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipu- lagi. Í hópnum eru: Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinn- ar, Þorsteinn R. Hermannsson, sam- göngustjóri Reykjavíkurborgar, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipu- lagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna. Vegagerðin leiðir vinnu starfshópsins. Verkefnið felst í að endurmeta þá tvo kosti sem starfshópur um Sunda- braut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) taldi fýsilegasta í skýrslu sinni sem kynnt var í júlí í fyrra. Það eru jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Fyrri kosturinn er fram- kvæmanlegur án þess að hafa áhrif á starfsemi Sundahafnar. Fram kom í skýrslunni að reyndist mögulegt að færa starfsemi Sundahafnar væri lágbrú ódýrasti kosturinn og sá sem hentaði flestum ferðamátum. Í báð- um tilvikum lagði starfshópurinn til að þessir valkostir yrðu endurmetnir og útfærðir til hlítar með tilliti til breyttra forsendna um legu þessara samgöngutenginga. Starfshópurinn á að skila niður- stöðum sínum fyrir lok ágústmánað- ar næstkomandi. sisi@mbl.is Nefnd um Sundabraut fullskipuð Ljósmynd/Faxaflóahafnir Sundahöfn Hin nýja þjóðbraut mun taka land nálægt Kleppsspítalanum. Þétting byggðar er sjálfsögð, enauðvitað aðeins upp að vissu marki. Ef engin þétting byggðar hefði átt sér stað væri lítið um borgir eða bæi og þess vegna er óhætt að segja að þétting byggðar sé almennt ágæt. En svo taka öfg- arnar við og þá kárnar gamanið. Dæmi um þetta má sjá í Reykjavík þar sem þéttingar- stefnan er orðin að ofsafengnum trúarbrögðum sem engu eira.    Nú hafa öfgarnar gengið svolangt að íbúasamtök Mið- borgar Reykjavíkur, Íbúasamtök Vesturbæjar og Íbúasamtök Hlíða, Holta og Norðurmýrar hafa gagn- rýnt borgaryfirvöld fyrir að hafa gengið of langt í þéttingu í þessum hverfum, eins og Morgunblaðið hef- ur greint frá. „Nú er svo komið að á vissum svæðum er hreinlega um of- þéttingu að ræða,“ segir í ályktun þessara samtaka.    Þá benda samtökin á að gengiðhafi verið á græn svæði í borg- inni þrátt fyrir að erlend úttekt frá árinu 2018 hafi „leitt í ljós að Reykjavík hafi verið í 37. sæti af 50 borgum heims þegar hlutfall grænna svæða innan raunveru- legra borgarmarka var skoðað þar sem aðeins 18% borgarlandsins hafi talist grænt svæði, samanborið við tæp 57% í Prag sem hafi verið efst á listanum“.    Ályktun þessara íbúasamtaka ervísbending um að almenn- ingur í borginni sé að átta sig á að í ógöngur stefni.    Borgaryfirvöld eru lítið fyrirsamráð við íbúa, en þau ættu að fara að hlusta í stað þess að láta öfgarnar einar ráða för. Öllu má ofgera STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ríkissjóður Íslands gaf í gær út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði 76 milljarða króna. Útgáfan var í höndum fjármála- fyrirtækjanna Citi, J.P. Morgan og Morgan Stanley. Mikill áhugi reyndist fyrir útgáf- unni og nam eftirspurnin um 3,4 milljörðum evra eða nærri sjöfaldri útgáfunni. Segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að fjárfestahópurinn sem keypt hafi samanstandi af seðlabönkum og öðrum fagfjár- festum, einkum frá Evrópu. Margir sýndu áhuga „Það voru um 200 fagfjárfestar hvaðanæva sem sýndu útgáfunni áhuga. Lántakan er staðfesting á því að við höfum greiðan aðgang að fjármagni erlendis og kjörin eru ágæt miðað við það ástand sem nú er uppi,“ sagði Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahags- ráðherra, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Skuldabréfin bera 0,625% fasta vexti og voru gefin út til sex ára á ávöxtunarkröfunni 0,667%. Spurður út í ástæðu þess að ríkis- sjóður ráðist nú í að afla evra með lántöku af þessu tagi segir Bjarni að ríkissjóður þurfi reglulega að gera upp eldri skuldbindingar í evr- um. Hins vegar hafi útgáfa af þessu tagi fram til þessa fyrst og fremst verið sett af stað til þess að byggja upp gjaldeyrisforða. „Við nýtum þetta fjármagn til að tryggja endurfjármögnun eldri skuldbindingar en það er ekki úti- lokað að við nýtum þessa fjármuni að hluta í þau verkefni sem við höf- um nú ákveðið að ráðast í vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar,“ segir Bjarni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjármögnun Bjarni Benediktsson segir lántökuna nú undirstrika sterka stöðu ríkissjóðs Íslands. Margföld eftirspurn í skuldabréfaútboði  Ríkissjóður tekur 500 milljóna evra lán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.