Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
Aðalstræti 2 | www.matarkjallarinn.is
Miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 16.30
Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík
1. Fundur settur
2. Skýrsla stjórnar
3. Gerð grein fyrir ársreikningi
4. Tryggingafræðileg úttekt
5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt
6. Önnur mál
Ársfundur SL lífeyrissjóðs
2020
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.
DAGSKRÁ
Reykjavík 20.05.2020
Stjórn SL lífeyrissjóðs
Við mannfólkið skynjum lík-ama okkar og heilsu semsjálfsagðan hlut. Við veltum
sjaldnast fyrir okkur hve stórkost-
legur og hæfileikaríkur líkami okk-
ar er fyrr en við glímum við van-
heilsu af einhverju tagi og förum
að leita svara og reyna að skilja
veikindin sem við er að fást. Ný-
lega sögðu ungir karlmenn, sem
höfðu verið í neyslu á lyfseðils-
skyldum lyfjum, frá upplifun sinni
að það væru skilaboð samfélagsins
að lyf myndu bjarga ef eitthvað
væri að heilsu. Fyrir stuttu sat ég
með manni sem sagðist ekki skilja í
að það væri ekki búið að finna upp
pillu sem gæti tekið burt kvíða.
Þegar við tölum um grunnþætti
heilbrigðis erum við að tala um allt
sem við getum gert sjálf til að auka
heilbrigði, bæta líðan og fyrir-
byggja sjúkdóma.
Svefn endurnærir
Góður svefn er eitt það mikil-
vægasta fyrir heilsuna. Í svefn-
inum fær heilinn tækifæri til að
endurnæra sig, vinna úr áreiti
dagsins og hreinsa sig. Rannsóknir
hafa sýnt að ónógur svefn eykur
streitu, kvíða og hættu á þung-
lyndi, minnkar einbeitingu og hefur
neikvæð áhrif á ónæmiskerfið.
Rannsóknir hafa tengt ónógan
svefn við sykursýki og of háan
blóðþrýsting. Svefninn bætir einnig
sköpunargleði og alla heila-
starfsemi.
Stundum er erfitt að ná góðum
svefni en með því að kortleggja
hann, stilla sig inn á réttan svefn-
tíma og finna ráð sem hjálpa t.d. á
heilsuvera.is eða leita aðstoðar hjá
heilsugæslunni er hægt að bæta
svefn.
Mataræði skiptir máli
Heilsusamleg fæða saman-
stendur af mat sem er ríkur af
næringarefnum frá náttúrunnar
hendi og er mikilvægt að borða
fjölbreyttan mat í hæfilegu magni.
Það tekur tíma að breyta um
mataræði og mörgum reynist oft
betra að breyta smám saman yfir í
hollari kost. Hollur matur og venj-
ur stuðla að andlegri og líkamlegri
vellíðan sem gefur orku til að tak-
ast á við dagleg verkefni.
Meltingin er stundum nefnd heili
númer tvö, enda stöðugt samspil
milli meltingar og heila. Rann-
sóknir sýna að heilbrigð þarma-
flóra skiptir miklu máli fyrir heils-
una.
Hreyfing hefur jákvæð áhrif
Regluleg, dagleg hreyfing og
minni kyrrseta er mikilvægur hluti
af heilbrigðum lífsstíl. Hreyfing
hefur jákvæð áhrif á vöðvastyrk,
beinþéttni og blóðflæði. Hún eykur
vellíðan m.a. með því að minnka
streitu og kvíða, bæta svefn og
draga úr einkennum þunglyndis.
Hreyfing minnkar hættu á ýmsum
sjúkdómum og eykur jákvæð boð-
efni. Tilfinningastjórn, einbeiting
og minnið verður betra.
Félagsleg virkni
Maðurinn hefur þörf fyrir félags-
lega þátttöku og virkni. Það er
mikilvægt að vera í heilbrigðu sam-
neyti við aðra sem gefur góðar já-
kvæðar tilfinningar og vera sjálfur
gefandi í samfélaginu. Verum þátt-
takendur með vinum, fjölskyldu,
vinnufélögum, félagasamtökum og í
tómstundaiðkun.
Jákvæð viðhorf, að vera í núinu
og gera ráðstafanir til að minnka
streitu skipta máli. Það er ómetan-
legt að finna þá tilfinningu að hafa
stjórn á lífinu, við höfum öll frelsi
til að nálgast verkefnin á okkar
eigin forsendum.
Á heilsuvera.is eru upplýsingar
um hvað þú getur gert til að bæta
líðan og fyrirbyggja sjúkdóma og
alltaf er hægt að leita til heilsu-
gæslunnar til að fá ráðgjöf og að-
stoð.
Grunnþættir
heilbrigðis
Morgunblaðið/Eggert
Blóm Mikilvægt er að vera í heilbrigðu samneyti við aðra sem gefur góðar
jákvæðar tilfinningar og vera sjálfur gefandi í samfélagi með öðru fólki.
Heilsuráð
Guðrún Gyða Ölvisdóttir,
geðhjúkrunar- og lýðheilsufræð-
ingur, geðheilsuteymi HH.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæsðins
Á föstudagskvöld er á dagskrá sjón-
varpsstöðvarinnar N4 þátturinn Tón-
leikar á Græna. Þar flytja söngv-
ararnir Óskar Pétursson og Ívar
Helgason óskalög sem áhorfendur
hafa valið. Þetta er 10. þátturinn í
seríu þátta sem teknir eru upp á tón-
leikastaðnum Græna hattinum á Ak-
ureyri og hafa verið sýndir að und-
anförnu, á tímum veiru og
samkomubanns. Hafa þættirnir
mælst vel fyrir meðal fólks og mæl-
ingar sýna að margir horfa á.
„Þetta hefur reynst alveg skothelt
sjónvarpsefni og við erum ánægð
með viðtökurnar. Þetta er síðasti
þátturinn í bili en mér finnst ekki
ósennilegt að við tökum aftur upp
þráðinn síðar,“ segir María Björk
Ingvadóttir sjónvarpsstjóri.
Mörg ágæt lög hafa samkvæmt
óskum áhofenda verið flutt í þátt-
unum að undanförnu. Vinsælust þar
eru Ég er kominn heim og Rósin, lag
Friðriks Jónssonar við texta Guð-
mundar Halldórssonar.
Óskalögin eru flutt á N4
Lögin góðu sungin í sjónvarpinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Söngvarar Óskar Pétursson til vinstri og Ívar Helgason á Græna hattinum.
Þórdís Linda Þórðardóttir úr félags-
miðstöðinni Garðalundi í Garðabæ
sigraði í Söngkeppni Samfés sem fór
fram á vef UngRÚV með innsendum
atriðum ungmenna af öllu landinu.
Úrslit voru kynnt nú fyrr í vikunni.
Samtals 30 keppendur sem tóku þátt í
úrslitakeppninni komust áfram í gegn-
um undan- og landshlutakeppnir.
Í 2. sæti lenti Alexandra Magnús-
dóttir úr félagsmiðstöðinni Tíunni í
Reykjavík með lagið Thunderclouds. Í
þriðja sæti var Emilía Hugrún Lárus-
dóttir frá félagsmiðstöðinni Svítunni í
Þorlákshöfn með lagið At Last.
Í ár tóku allir keppendur upp atriðin
sín í heimabyggð og sendu inn í
keppnina. Dómnefnd valdi 1.-3. sæti
og var Rödd fólksins 2020 valin í net-
kosningu þar sem 6.000 atkvæði bár-
ust.
Ninja Sigmundsdóttir úr félags-
miðstöðinni Arnardal á Akranesi sigr-
aði í netkosningunni og hlaut titilinn
Rödd fólksins 2020. Hægt er jafn-
framt að sjá öll atriði keppenda og úr-
slit á www.ungruv.is
Söngkeppni Samfés
Ljósmynd/Aðsend
Söngstjarna Þórdís Linda Þórðar-
dóttir er komin á beina braut.
Þórdís sigraði