Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 24

Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 24
Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir dó ekki ráðalaus þegar hún missti vinna árið 2011. Hana grunaði að eftirspurn væri eftir veitingastað eða veitingaþjónustu á svæðinu svo hún tók til við að út- búa holla rétti í eldhúsinu heima, og eins og allir góðir frumkvöðlar byrjaði hún á að gera tilraunir á smáum skala til að meta rekstrar- forsendurnar. Hún þurfti að vísu að finna leið til að gera það með löglegum hætti, því það að selja mat heim að dyrum kallaði á dýra fjárfestingu í stóreld- húsi með öllum tilheyrandi úttekt- um og leyfum. „Við komumst að því að þó við mættum ekki selja tilbú- inn mat, þá máttum við selja fólki námskeið og tilheyrandi poka með námsgögnum. Fyrstu sendingarnar okkar voru því seldar sem nám- skeið ætluð til að hjálpa fólki að þjálfa sig í að borða hollan og góð- an mat,“ upplýsir Halla glettin. Viðskiptavinunum fjölgaði jafnt og þétt og fljótlega var orðið ljóst að óhætt væri fyrir Höllu og Sig- urpál Jóhansson, eiginmann henn- ar, að taka stökkið svo þau opn- uðu veitingastaðinn Hjá Höllu í húsi gömlu hafnarvigtarinnar við Grindavíkurhöfn. Þar er í dag heimilisvörubúðin Vigt því rekst- ur Höllu og Sigurpáls sprengdi húsnæðið utan af sér og fluttu þau á Víkurbrautina þar sem Sparisjóðurinn var áður til húsa. Að lokum bættist við annar veit- ingastaður í flugstöðinni en sá staður er lokaður í augnablikinu og bíður þess að flugumferð um Keflavík komist aftur í eðlilegt horf. Snýst um heimamenn Hjá Höllu er einn af fjölmörg- um framúrskarandi veitingastöð- um sem hafa verið opnaðir á Reykjanesi á undanförnum árum, við mikla hrifningu matgæðinga. Er nánast með ólíkindum hve marga góða veitingastaði má t.d. finna bara í litlu Grindavík. Vafa- lítið hefur það hjálpað þessum geira hvað komum erlendra ferðamanna til landsins hefur fjölgað en Halla segir reksturinn hjá sér þó einkum byggjast á við- skiptum heimamanna. „Við höfum gætt þess að hafa alltaf pláss fyr- ir fólkið úr okkar nærsamfélagi enda eru þau okkar mikilvægustu viðskiptavinir. Rúturnar fá því ekki að fylla staðinn af ferða- mönnum í hádeginu, og ekki er tekið við hópum með fleiri en 20 manns á þeim tímum dags þegar mest er að gera. Okkar stærsti tekjustofn er síðan sala á til- búnum mat til fyrirtækja og skipt- ir okkur miklu máli að allmörg stór fyrirtæki í Reykjavík hafa valið að bjóða starfsfólki sínu upp á holla og góða rétti frá okkur.“ Hvað skyldi svo gera matinn á Reykjanesi svona bragðgóðan? Í tilviki Höllu er það ekki síst ferskleikinn sem gerir gæfumun- inn. „Við notum hágæða hráefni og eldum það með heilnæmum hætti. Ekkert er djúpsteikt í eld- húsinu og er fiskurinn t.d. gufu- soðinn og allar sósur og sultur gerðar frá grunni svo við getum tryggt að engin aukaefni eru í matnum. Við notum ferskt græn- meti en ekki frosið, notum ís- lenska framleiðslu hvenær sem því verður við komið og veljum lífrænt hráefni ef það er í boði. Fiskinn fáum við svo nánast beint upp úr bátunum í Grindavíkur- höfn og eru gestir sem koma til okkar í hádegisverð yfirleitt að fá fisk sem var veiddur þá um morg- uninn.“ ai@mbl.is Gera allt frá grunni ● Veitingastaðurinn Hjá Höllu er í uppáhaldi hjá mörgum og þekktur fyrir mat sem er bæði hollur og ljúffengur Ljósmynd / Víkurfréttir Gæði „Fiskinn fáum við nánast beint upp úr bátunum í Grindavíkurhöfn,“ segir Halla María Svansdóttir. Nóg er að gera á veitingastaðnum í sumar. MVið elskum Ísland »38 REYKJANES24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Reykjanesbær er sennilega það bæjarfélag sem orðið hefur fyrir mestum efnahagslegum áhrifum vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti bæjarbúa vinnur á Keflavíkurflugvelli en fyrirtækin sem þar starfa hafa flest þurft að grípa til uppsagna enda flug- umferð til og frá landinu lítil sem engin. „Um 40% af öllu efnahags- lífi Reykjanesbæjar tengist flug- vellinum með beinum hætti enda hefur þurft mikinn mannafla til að þjónusta þann mikla fjölda far- þega sem fer þar í gegn,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæj- arstjóri. Bæjarbúar virðast samt nokkuð brattir og minnir Kjartan á að niðursveifla í flugi og ferðaþjón- ustu hafi oft áður valdið sam- drætti í Reykjanesbæ til lengri eða skemmri tíma. „Það virðist vera þannig að þegar verður sam- dráttur í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar, eða minnkun í flugi og ferðaþjónustu, þá koma áhrifin mjög hratt og greinilega fram á Suðurnesjum. Bara agnarlítill samdráttur í umferð um flugvöll- inn hefur áhrif á svæðið, en minnkað flug hefur verið fylgi- fiskur ýmissa stóráfalla undan- farna áratugi. Þannig fundum við mikið fyrir því þegar flug dróst saman á heimsvísu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkj- unum 2001. Næsti skellur eftir það var ótengdur flugi, þegar varnarliðið fór árið 2006. Þá kom fjármálahrunið sem hafði demp- andi áhrif á flug og ferðalög, og loks gosið í Eyjafjallajökli sem hafði skamvinn en mjög afgerandi áhrif á allt flug yfir Atlantshaf.“ Fljót að vinna sig upp úr lægðum Þar með eru ekki öll áföllin tal- in, og er skemmst að minnast vandræða kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík, auk þess að áform um opnun álvers og ann- arrar kísilverksmiðju á sama stað runnu út í sandinn, og þar með öll von um að þar yrðu til ný störf. Á móti kemur að bærinn hefur notið góðs af uppgangi í ferðaþjónustu, og þá hefur orðið til líflegt sam- félag á Ásbrú, þar sem varnarliðið var áður, en ýmsir frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki hafa komið sér þar fyrir í dag. Sem fyrr segir eru íbúar Reykjaness alls ekki á þeim bux- unum að gefast upp þó á móti blási. „Rétt eins og við finnum fljótt fyrir hvers kyns samdrætti, þá höfum við líka verið fljót að vinna okkur upp úr lægðinni þeg- ar hjólin byrja að snúast á ný. Þrátt fyrir mikinn skell vegna veirufaraldursins þá benda allar spár til áframhaldandi vaxtar í flugi um allan heim svo við getum leyft okkur að vera bjartsýn á framtíðina.“ Ferðamenn missa af miklu Er ekki úr vegi, á leið út úr kóf- inu, að skoða hvernig marka mætti stefnu í átt að enn blóm- legra atvinnulífi á svæðinu. Kjart- an bendir m.a. á þau sóknarfæri sem felast í því að fá fleiri ferða- menn – bæði innlenda og erlenda – til að skoða sig um á Reykjanes- inu. „Reykjanesskaginn er mjög áhugaverður áfangastaður og svæðið okkar hefur upp á allt það að bjóða sem íslensk náttúra skartar, að fossum og jöklum und- anskildum. Mikill meirihluti ferða- manna sem lenda í Keflavík held- ur rakleiðis til Reykjavíkur, ekki ósvipað og flestir Íslendingar sem fara til London eru ekki mikið að pæla í nágrenni Heathrow- flugvallar heldur vilja komast sem fyrst á hótelherbergið sitt í borg- inni, koma farangrinum sínum fyr- ir og byrja þá fyrst að skoða sig um þar í kring.“ Til lengri tíma litið þyrfti að renna fleiri stoðum undir atvinnu- lífið svo að samfélagið á svæðinu verði ekki eins viðkvæmt fyrir sveiflum í umferð um flugvöllinn. Þar bendir Kjartan á að lykilatriði sé að hækka menntastigið í bæj- arfélaginu og greiða leið nýsköp- unar. „Í gegnum tíðina hefur menntunarstigið á þessu svæði verið lægra en landsmeðaltalið og á það sér m.a. þá skýringu að á meðan varnarliðið var hér lang- stærsti vinnuveitandinn þurfti ekki að hafa mikla menntun til að komast í vel launað starf hjá þeim. Kaninn einfaldlega kenndi fólki það sem það þurfti að kunna til að geta unnið fyrir hann,“ útskýrir bæjarstjórinn og bætir við að í dag þyki grunnskólar Reykjanes- bæjar veita mjög góðan undirbún- ing og öflugir fjölbrautaskólar í boði. „Þá hefur Keilir reynst mjög þörf viðbót og Ásbrú orðið að mið- stöð vísinda, nýsköpunar og fræðslu, en nú bætum við um bet- ur og vinnum að því í samvinnu við fleiri aðila að setja þar á lagg- irnar nýtt nýsköpunarsetur. Standa vonir til að það efli frum- kvöðlastarf í Reykjanesbæ og ná- grenni en hingað til hafa hlutfalls- lega fáar umsóknir í hina ýmsu nýsköpunarsjóði komið frá Suð- urnesjunum.“ Næsti bær við New York Reiknar Kjartan ekki með öðru en að Reykjanesbær muni rétta fljótt úr kútnum og að uppbygging svæðisins haldi áfram með til- lheyrandi fólksfjölgun. Undanfarin ár hefur straumurinn legið til þessa svæðis og samhliða örri fjölgun hefur samsetning bæj- arbúa oðið fjölbreyttari og al- þjóðlegri. Segir Kjartan að þar hjálpi góð atvinnutækifæri, fjöl- skylduvænt umhverfi og hagstætt húsnæðisverð auk þess að stutt er að fara til höfuðborgarsvæðisins ef sækja þarf einhverja þjónustu þangað. „Getum leyft okkur að vera bjartsýn“ ● Á Reykjanesi vill það oft gerast að áhrif af samdrætti í atvinnulífinu koma hratt og greinilega fram ● Fólkið sem þar býr er úrræðagott og réttir samfélagið fljótt úr kútnum þegar horfurnar skána Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Perla „Reykjanesskaginn er mjög áhugaverður áfangastaður og svæðið okkar hefur upp á allt það að bjóða sem ís- lensk náttúra skartar, að fossum og jöklum undanskildum,“ segir Kjartan. Undanfarin ár hefur íbúum fjölgað hratt. Fegurð Enginn skortur er á útivistarmöguleikum á Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.