Morgunblaðið - 28.05.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 28.05.2020, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 TORMEK Brýnsluvélar ▲ Tormek T-4 Verð 57.900 ▲ DF-250 Demantshjól fyrir T-8 Verð 39.980 ▲ Tormek T-2 Atvinnu eldhúsbrýnni Verð 108.730 ▲ HTK 806 Aukahlutasett fyrir hnífa skæri o.fl. Verð 34.120 ▲ Tormek T-8 Verð 96.700 Allar stýringar fyrirliggjandi Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 SVX-150: Skærastýring Verð 8.930 TNT-708: Aukahlutasett fyrir rennismiðinn Verð 46.690 SVD-186: Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn Verð 14.890 SVM-140: Hnífastýring Verð 9.230 SVA-170: Axarstýring Verð 2.750 SVM-00: Stýring fyrir tálguhnífa Verð 5.770 SE-77: Stýring fyrir hefiltennur og sporjárn Verð 9.530 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Frí heimsending út maí Fjöldi kvensund- gesta hefur tjáð óánægju sína með fyrirkomulag bún- ingsklefa í Sundhöll Reykjavíkur eftir endurgerð hennar. Við endurgerðina var nýr kvennaklefi byggður vegna þess að sá eldri þótti ekki viðunandi. Mörgum kvengestum Sundhallarinnar finnst staðsetning nýrra búningsklefa baga- leg þar sem ganga þarf frá klefum þó nokkurn spöl utandyra til að komast inn í sjálfa Sundhöllina. Karlar hafa nú fengið gömlu klefana sína aftur endurgerða. Endurgerð gömlu kvennaklefanna hefur tafist en þeim átti að ljúka á síðasta ári. Þegar end- urgerð lýkur verða þeir aðeins notaðir til vara t.d. þegar aðsókn er mikil. Það eru ekki allir sáttir við þessa ákvörðun borgaryfirvalda. Kvenfólki er ætlað að ganga drjúgan spöl á blautum sundfötum til að komast frá klefa í innilaug. Hér er um lýðheilsumál að ræða enda oft slæmt veður. Kvartanir eru einnig vegna þrengsla á nýju sturtusvæði kvenna og að sturtur séu allt of fáar miðað við skápafjölda. Sjá má tugi ábendinga og kvartana í þjónustukönnun Maskínu á tíma- bilinu nóvember 2018 til janúar 2019. Hér er brot af þeim, sem er m.a. ástæða þess að fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir að mannréttinda-, lýðræð- is- og nýsköpunarráð skoðaði málið út frá jafnréttis- og aðgengisreglum borgarinnar:  Er óánægð með aðstöð- una í kvennaklefanum, allt of fáar sturtur og vantar meira eftirlit og aðhald við erlenda ferðamenn sem nota sundlaugarnar þ.e. að sjá til þess að þeir fari í sturtu fyrir sundferð- ina.  Aðgengi að innilaug sundhallarinnar fyrir kvenfólk er fáránlegt og búningsklefar/skápar mættu vera fleiri. Vona að þetta verði lagað.  Fjölga sturtum í nýrri aðstöðu kvenna í Sundhöllinni. Sjö sturtur fyrir 100 skápa er mjög lítið.  Nú þarf að fara frá innilaug, yfir útisvæði og inn í kvennaklefann, þetta er allt of löng leið fyrir litlar stelpur og margar fullorðnar konur.  Fleiri sturtur í kvennaklefann í Sundhöllinni.  Kvennabúningsklefinn í Sundhöll- inni er of lítill.  Glötuð tenging með ömurlegum stiga milli gömlu og nýju.  Opna gömlu búningsklefana fyrir konur.  Of fáir klefar.  Búningsaðstaða kvenna mjög léleg. Allt of fáar sturtur.  Opna gamla kvennaklefann í Sund- höllinni aftur. Það er allt of þröngt niðri og veitir ekki af meira rými, eins er allt of langt að fara með lítil börn úr nýja klefanum og inn í litlu innilaugina. Hálföfugsnúið að mað- ur þurfi að ganga langa leið úti til að komast í innilaug.  Sakna gömlu kvennaklefanna, lendi mjög iðulega í biðröð í sturt- unni … og svo er bara sjarminn við gömlu klefana svo mikill og gerir upplifunina skemmtilegri fyrir vik- ið. Líka slæmt að geta ekki farið með börn beint í innilaugina úr kvk-klefanum (þ.e. þurfa alltaf að labba út fyrst). Glímt við meirihlutann Á fundi mannréttinda-, nýsköp- unar- og lýðræðisráðs 12. mars 2020 var tillaga Flokks fólksins lögð fram um að láta fara fram skoðun á því hvort endurgerð á Sundhöll Reykja- víkur sé í samræmi við stefnu borg- arinnar í jafnréttis- og aðgeng- ismálum. Á fundi 14. maí var tillagan lögð fram að nýju og var samþykkt sam- hljóma að láta fara fram slíka skoðun. Á sama fundi var umsögn mannrétt- indastjóra lögð fram eins og þá þegar væri búið að gera þá skoðun sem ver- ið var, á þessum fundi, að ákveða að gera. Í umsögn mannréttindastjóra er birt eftirfarandi niðurstaða: „Fyrir breytingarnar nutu konur ekki sömu þjónustu og karlar í Sund- höll Reykjavíkur og fatlaðir ekki sömu þjónustu og ófatlaðir. Aðstaða fyrir konur var lélegri en fyrir karla og líkamlega fatlað fólk átti þess ekki kost að fara í laugina. Til að færa þetta til betra horfs þurfti endurbæt- ur og í þær var ráðist samhliða bygg- ingu útisundlaugar. Það er ekki hægt að sjá annað en að Sundhöll Reykja- víkur uppfylli, eftir breytingar, mannréttindastefnu borgarinnar bæði með tilliti til kynjajafnréttis og réttar fatlaðs fólks til þjónustu.“ Lausnin liggur á borðinu Það er miður að við endurgerð þessa fallega friðlýsta húss hafi ekki verið skoðuð nægjanlega vel mögu- leikar og þarfir allra sundlaugar- gesta. Innilaug Sundhallarinnar er aðalsmerki Sundhallar Reykjavíkur fyrir sérkenni sín og einstaka kosti og margir sækja Sundhöllina vegna hennar. Vonbrigði eru með staðsetn- ingu nýrra búningsklefa, þrengsl í sturtum kvenna og að sturtur eru of fáar. Svo virðist sem mörgum þyki hin nýja aðstaða hálfu verri en sú eldri, sem vissulega var komin til ára sinna. Konur vilja fá að koma aftur í sína gömlu búningsklefa þegar þeir verða opnaðir að nýju eftir endur- gerð. Það er afar mikilvægt að fyrir kon- ur eins og karla sé innangengt úr klefum í innilaug til að þær, ungar, aldnar, fatlaðar og ófatlaðar, þurfi ekki að ganga utandyra á sundföt- unum til að komast í innilaugina. Lausnin er einföld: Bjóða á kvenfólki að nota búningsklefa Sundhallar- innar í stað þess að þeir verði ein- ungis notaðir sem varaklefar þegar aðsókn er mikil. Það er ekkert sem hindrar það að konur fái aftur aðgang að klefunum. Þessi lausn hefur verið nefnd af sundgestum og einnig heyrst meðal starfsmanna Sundhall- arinnar. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Kvenfólki er ætlað að ganga drjúgan spöl á blautum sundföt- um til að komast frá klefa í innilaug. Hér er um lýðheilsumál að ræða enda oft slæmt veður. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Kvenbúningsklefar Sund- hallarinnar hönnunarmistök? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.