Morgunblaðið - 28.05.2020, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.05.2020, Qupperneq 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 ✝ Bryndís Tóm-asdóttir fædd- ist í Reykjavík 19. maí 1929. Hún lést á Droplaugarstöð- um 11. maí 2020. Foreldrar hennar voru Tómas Al- bertsson prentari og Ása Sigríður Stefánsdóttir hús- freyja. Þau bjuggu í Tómasarhaga við Laugarásveg í Reykjavík og ólu þar upp stóran barnahóp. Bryndís átti átta systkini og var hún þriðja í röðinni. Eftirlif- andi systkini eru Stefán, Tómas og Messíana en látin eru Ólína Þórey, Albert Eyþór, Arndís Lára, Ómar og Þorbjörg. Bryndís giftist hinn 26. sept- ember 1959 Eyjólfi Hermanns- syni, framkvæmdastjóra Vinnu- fatagerðar Íslands, f. 14. mars 1927, d. 24. febrúar 2002. Þau hjónin bjuggu fyrst saman í Bogahlíð 17 og áttu síðar heima Aþena Ýr, Kormákur Breki og Sverrir Þór. Bryndís stundaði dansnám og tónlistarnám á yngri árum og starfaði sem verslunarstjóri í bókabúð Ísafoldar. Hún fór síð- ar til Svíþjóðar þar sem hún festi kaup á flygli. Hún vann á Sankt Göran-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og lagði samhliða því stund á píanónám. Heim- komin vann hún sem verslunar- stjóri í barnafataversluninni Valborgu í Austurstræti. Eftir að hún gekk í hjónaband var hún heimavinnandi allt þar til Eyjólfur veiktist af parkin- sonsjúkdómnum en þá hóf hún störf sem ritari Jóns Óttars Ragnarssonar, fyrsta sjónvarps- stjóra Stöðvar tvö. Síðar vann hún á skrifstofu Fjölbrautaskól- ans við Ármúla og lauk starfs- ferlinum hjá skólasafnamiðstöð Reykjavíkurborgar. Bryndís var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004 fyrir störf í þágu Parkinsonsamtakanna en hún var einn af stofnendum þeirra og vann um árabil í þágu þeirra hérlendis sem erlendis. Útför hennar verður í Dóm- kirkjunni í dag, 28. maí 2020, klukkan 13. í Hjálmholti 1. Eftir fráfall Eyjólfs bjó Bryndís í Sóltúni 11. Bryndís og Eyj- ólfur eignuðust fimm börn en áður eignaðist Bryndís dótturina Ásu Þór- dísi Skjönberg sem fæddist andvana árið 1957. Börn Eyjólfs og Bryndís- ar eru: 1) Hermann, maki Sig- rún Siggeirsdóttir, börn Hreið- ar Már og Andri Dagur. 2) Tómas, maki Hrefna Ein- arsdóttir, börn Tómas Árni (barnsmóðir Kristín Helga Gísladóttir), Hekla og Tumi. 3) Ása Sigríður, maki Einar Júl- íusson, börn Viktor Hrafn og Þór. 4) Eydís, maki Davíð Sveinsson, börn Tanja Líf og Ív- an Sær. 5) Anna Katrína. Barnabarnabarn Bryndísar er Aría Marey Leifsdóttir og fósturbarnabarnabörn eru Er við kveðjum móður okkar Bryndísi Tómasdóttur er okkur efst í huga þakklæti fyrir allt það góða sem hún gerði í sínu lífi. Hún ólst upp ein af níu systkinum og lengst af í húsi við Laugarásveg sem í upphafi hafði verið sumarbústaður. Hún hneigðist ung til lista, dans og tónlist voru henni hug- stæð. Hún veitti okkur tónlist- arlegt og listrænt uppeldi sem við öll búum að. Hún var um margt einstök og óhefðbundin og gerði margt gott sem fólk minnist nú þegar hún hefur lokið sínu hlutverki hér meðal okkar. Hún hafði unun af því að halda veislur og fara meðal fólks og lagði sig í líma við að sjá sinfóníutónleika, óperur og leiksýningar. Hún kenndi á pí- anó heima hjá sér og fékk börnin í götunni til að syngja í kór. Heimilið var alltaf opið öll- um og hún hafði fyrir sið að bjóða þeim sem sáu um sorp- hirðu í pönnukökur árlega, það var alltaf mannmörg vaktin hjá þeim þann daginn. Hún tók að sér skiptinema og eitt sinn pólskan flóttamann og leigði út herbergi á sumrin fyrir túrista. Það var sem sagt alltaf einhver gestagangur á heimilinu og stundum þegar fylltist þá var tjaldað úti í garði. Orðið kvenskörungur kemur upp í hugann ef lýsa ætti Bryn- dísi með einu orði. Minning okkar af henni er ljóslifandi þar sem hún sat við flygilinn reykj- andi vindil með viskí í glasi spilandi Bach, Beethoven eða Chopin. Bryndís var iðin við alls kyns félagslíf og í upphafi veikinda föður okkar Eyjólfs var hún meðal stofnenda Parkinsonsam- takanna á Íslandi. Hún starfaði fyrir samtökin hérlendis sem og erlendis. Hún var sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 2004 fyrir starf sitt í þágu þeirra. Bryndís var stórbrotinn per- sónuleiki, glaðleg, hlý, skemmtileg og uppátækjasöm, lifði lífinu lifandi og var skýr allt fram í lokin. Við kveðjum móður okkar með þessum lín- um. Hver á sér betri móður, ó Guð minn góður. Hvað ég sakna þín, elsku mamma mín. Hermann, Tómas, Ása Sigríður, Eydís og Anna Katrína. Á fögrum vordegi þegar náttúran er að vakna af vetr- ardvala kvaddi elskuleg tengdamóðir mín þetta jarð- neska líf. Hún var léttlynd og alltaf svo hress, sama hvernig maður hitti á hana. Hún var stálminnug og góðum gáfum gædd. Þó hvíldin hafi verið kær- komin þá er missirinn og sökn- uðurinn alltaf til staðar. Aldrei bar skugga á okkar samband sem hófst fyrir rúm- um 40 árum þegar við Her- mann eldri sonur hennar hófum samband. Hún tók mér opnum örmum, hlý og góð, en hún var ekki allra. Tónlistin átti stóran sess í lífi Bryndísar, hvort sem það var óperan eða klassíkin, hún elsk- aði þetta allt og fór hún á alla þá tónleika sem hún komst á. Þessi áhugi hennar fór ekki framhjá mér og kenndi hún mér að meta klassíska tónlist. Ég er henni ævinlega þakklát fyrir það. Eftir annasaman dag fannst henni svo gott að setjast við flygilinn og spila, bæði sér og okkur öllum til ánægju. Dásam- legt var að hlusta á hana spila eitt uppáhaldslag okkar beggja eftir Chopin, Nocturnes op. 9 no. 2 E flat major. Það var mikið áfall fyrir Bryndísi og alla fjölskylduna þegar Eyjólfur tengdapabbi greindist með parkinsonssjúk- dóminn. Bryndís hlúði að Eyva sínum af alúð á meðan hún hafði krafta til. Bryndís var ein af stofnendum Parkinsonsamtak- anna, dugnaðurinn og kraftur- inn í henni voru með slíkum eindæmum að eftir því var tek- ið. Góð kona er gengin og komið að kveðjustund. Mér er efst í huga þakklæti til hennar, góðar minningar og hlýhugur. Hvíl í friði, elsku Bryndís mín. Þín Sigrún. Í dag kveðjum við Biddý frænku. Hún var litríkasta per- sónan í Tómasarhagafjölskyld- unni, glaðlynd, hávær, stundum hvatvís og ófeimin við hvaðeina, en hún var fyrst og fremst kona með risastórt hjarta þar sem pláss var fyrir alla, alltaf, óháð tíma og aðstæðum. Biddý reyndist Ómari föður mínum, bróður sínum, traust systir. Þegar ég var lítil og pabbi þurfti á hjálp að halda var ég í fóstri hjá Biddý um lengri eða skemmri tíma og var eins og eitt barna hennar. Hún saumaði föt á mig og Hermann strákinn sinn í stíl og vorum við eins og tvíburar enda jafngöm- ul. Biddý gerði alltaf meir en hún var beðin um. Minnisstætt er þegar ég fór fyrsta sumarið í sveit. Þá fór ég til Biddýjar í Hjálmholtið að kveðja hana fyrir sumarið. Þá gaf hún mér 25 króna peninga- seðil. Enginn hafði áður gefið mér pening og leið mér eins og milljónamæringi. Minning lifir með mér alltaf. Ég mátti kaupa mér appelsín og brjóstsykur í Borgarnesi þar sem rútan stoppaði á leiðinni í sveitina. Við systkinin, Ólína, Krist- ján og ég, vorum mikið í Hjálmholtinu og urðum hluti af barnaskara Biddýjar og Eyva. Við systurnar lærðum á píanó hjá Biddý sem var mjög mús- íkölsk og hafði metnað til að innræta öllum börnum tónlist- aráhuga. Ég hjálpaði líka til á heim- ilinu þegar þannig stóð á og lærði heilmikið á því t.d. þegar Biddý var að elda sína frægu purusteik og gera sósuna sína góðu og pönnukökurnar sem voru bestu pönnsur á Íslandi. Árin sem ég og fjölskylda mín bjuggum á Akureyri urðu börnunum mínum ógleymanleg, þegar við fórum til Reykjavík- ur einu sinni á ári um versl- unarmannahelgina. Þá voru fá- ir í borginni og gistum við öll hjá Biddý og Eyva, sváfum í stofunni í græna plusssvefnsóf- anum og strákarnir mínir sváfu undir flotta flyglinum hennar Biddýjar. Í Hjálmholtinu var tekið á móti okkur hvenær sólar- hringsins sem var og var Biddý alltaf búin að útbúa ógrynni matar þegar við mættum í bæ- inn. Alltaf nóg af öllu og þá sér- staklega væntumþykju þeirra fyrir mér og mínum. Börnin mín eiga góðar minningar úr Hjálmholtinu þar sem allir úr þeirri fjölskyldu tóku okkur alltaf opnum örmum. Biddý var fyrst og fremst góð kona, hjartahlý og alltaf til í að aðstoða alla með hvaðeina og fór hún stundum bara sínar leiðir til þess ef henni þótti þess þurfa. Hún var skarpgreind, stál- minnug alla tíð og vel að sér á ýmsum sviðum. Hún vildi öllum vel, það var rauður þráður í hennar fari. Við munum ylja okkur við minningarnar af hlýjunni og væntumþykjunni sem við urð- um aðnjótandi og að hafa verið hluti af fjölskyldu hennar. Í huga mínum ímynda ég mér nú pabba knúsa Biddý systur sína þétt og innilega og þakka henni fyrir allt það sem hún gerði fyrir hann. Svo setjast þau niður saman, fá sér sinn vindilinn hvort, hann London Docks og hún Fauna, drykkir í glasi. Þau rifja upp gamla daga og gleðiár æsk- unnar í Haganum þar sem 9 systkini ólust upp saman. Þakklæti í garð Biddýjar er okkur ofarlega í huga, til henn- ar sem alltaf reyndi að gera sitt besta. Einstök föðursystir og svo miklu meir en það. Júlía Linda Ómars- dóttir og fjölskylda. Biddý og Eyfi. Hún stór- huga, hann traustur. Nú eru þau bæði farin. Mamma og amma áttu marga síðkjóla, en fjöldi þeirra komst samanlagt ekki í hálf- kvisti við þann fjölda sem Biddý átti. Og það sem meira var, Biddý notaði þá hversdags! Kjólar í öllum regnbogans litum. Það var ævintýri fyrir litla stelpu að gægjast inn í fataherbergið í Hjálmholtinu og berja augum alla litadýrðina. Akkúrat svona ætlaði hún að verða þegar hún yrði stór, ganga í síðkjólum, hversdags, eins og Biddý. Seinna kenndi Biddý mér að ganga á háum hælum í hálku. Bara stíga fast í hælinn svo hann færi niður í ísinn eins og broddstafur. Restin var leikur einn. Hún átti líka alltaf ís. Ef mig langaði í ís, þegar farið var í sunnudagsbíltúr, þá stakk ég iðulega upp á að heimsækja Biddý og Eyfa. Það er ljúft að rifja upp góð- ar minningar úr æskunni tengdar vinafólki pabba og mömmu, sem voru á vissan hátt líka vinir og velunnarar lítillar stelpu. Margs er að minnast og margt er að þakka. Ég votta eftirlifendum Bid- dýjar og Eyfa samúð mína. Ingunn Guðrún Árnadóttir. Látin er góð vinkona okkar beggja, Bryndís Tómasdóttir, í hárri elli. Bryndís var mikill persónuleiki sem sópaði að hvar sem hún fór. Framtakssemi og dugnaður voru aðalsmerki hennar. Hún var höfðingi heim að sækja þar sem sterk félagslund hennar, ásamt hlýrri og hláturmildri nærveru, smitaði umhverfið. Hún sinnti óteljandi verkefn- um stórum og smáum um æv- ina fyrir utan að sjá um sjö manna fjölskyldu. Auk þess vann hún sem píanókennari fyrri hluta ævinnar og annaðist langveikan eiginmann sinn á síðari hlutanum. Bryndís var einn af stofn- endum Parkinsonsamtakanna og sat í stjórn þeirra um langt árabil og sinnti, þá og síðar, ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samtökin. Veitti forseti Íslands henni fálkaorðuna fyrir óeigin- gjarnt framlag hennar í þágu samtakanna. Við kveðjum Bryndísi með söknuði, þökkum henni sam- fylgdina og sendum börnum hennar, tengdafólki og afkom- endum samúðarkveðjur. Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir læknir, Guðmundur Guðmundsson kennari. Bryndís Tómasdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.isSálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRANK NORMAN BENEDIKTSSON lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 22. maí. Vegna aðstæðna fer útför hans fram síðar. Marie Hovdenak Siv H. Franksdóttir Þór Daníelsson Freyr Franksson Eyþór Á. Franksson Katrin Sande barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUNNHILDUR VÉSTEINSDÓTTIR Álfheimum 52, lést á Kvennadeild Landspítalans 16. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Hafsteinn Andrésson Íris Auður Arnardóttir Katrín Ósk Hafsteinsdóttir Guðmundur Kristján Bjarnas. Pétur, Elín, Logi, Breki og Sævar Elskulegur bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR JENS JAKOBSSON, Þverbrekku 2, lést á Landspítalanum laugardaginn 9. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Einar Gunnar Jakobsson Bára Hannesdóttir Sigríður S. Jakobsdóttir Örlygur Kristmundsson Jóna K. Jakobsdóttir Jón Gíslason Guðmundur Jakobsson Erla Friðgeirsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SKÚLI KRISTJÁNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Hringbraut 42, Hafnarfirði, lést að morgni fimmtudagsins 21. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Víðistaðakirkju. Hólmfríður Jóhannesdóttir Stefán Eggertsson Magnús Heimir Jóhanness. Margrét Baldursdóttir Jóhanna Auður Vilhjálmsd. Ragnar Snæbjörnsson Birna Guðmundsdóttir Guðmundur Alfreðsson Sigríður Diljá Guðmundsd. Kjartan Jósefsson Kristján Eyfjörð Guðmundss. Lilja Aðalbjörg Þórðardóttir Margrét Guðmundsd. Hales Jeffrey Keith Hales Hanna Íris Guðmundsdóttir Guðmundur Hjörtur Einarsson Ásmundur Orri Guðmundss. Fjóla Haraldsdóttir Áslaug Eyfjörð Guðbjörn Ólafsson afabörn, langafabörn og langalangafabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.