Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 49

Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Nú er komið að kveðjustund, elsku amma. Um leið og ég þakka þér alla ástúðina og þolin- mæðina í minn garð langar mig að rifja upp góðar minningar. Af nægu er að taka en mig langar að byrja á Kapló þar sem ég var oft í pössun fyrstu æviárin.Þar lærði ég að tefla auk þess sem ég gat lengi dundað mér með stórt segulbandstæki við að hlusta á tónlist með heyrnartólum og syngja með. Einnig var mjög gaman að fara inn í herbergi til Guðlaugar langömmu og spjalla og stundum fékk ég að gista þar í skúffu. Eftir að ég stofnaði sjálf fjölskyldu fylgdist þú alltaf vel með og prjónaðir fallegar peysur á öll börnin mín þegar þau fædd- ust. Við ferðuðumst töluvert saman en minnisstæðust er mér ein ferð á ættarmót sem haldið var að Núpi í Dýrafirði. Ég var svo lánsöm að fá að vera með ykkur afa í bíl og þótti mér það frábær ferð. Á síðustu árum hitt- umst við stundum til að spjalla um lífið og tilveruna og fékk ég þá ófá heilræði sem hafa nýst mér mjög vel. Ég veit að þú varst hvíldinni fegin og verður tilbúin að taka á móti mér þegar minn tími kemur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ólöf Bolladóttir. Þegar við hugsum til ömmu Lilju er okkur þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt yndislega ömmu sem þótti vænt um okkur og var alltaf til staðar. Hún fagnaði okkur í hvert skipti sem við komum og tók óskaplega vel á móti okkur, knúsaði okkur og kyssti. Davíð er langelstur okkar systkina og fékk því að eiga ömmu Lilju og afa Inga nánast einn í mörg ár. Í huga hans standa upp úr skemmtilegar minningar af ótal bústaðaferðum víða um land, sundferðum í gömlu laugina í Þjórsárdal, refa- byrginu á Snæfellsnesi og strandferðum á svörtu sandana við Vík í Mýrdal. Þar að auki voru ófáar gistinætur í Barmó og á Hjarðarhaganum þar sem amma sagði sögur af nautum og ljónum á Ísafirði, sem var uppá- haldsstaðurinn hennar. Þegar við komum saman til Ísafjarðar í fyrsta sinn hér um árið kom í ljós að allt það sem amma hafði sagt um fegurð Vestfjarða var hverju orði sannara og ekki hægt að hugsa um Vestfirði án þess að hugsa um ömmu. Amma Lilja var alltaf til stað- ar fyrir okkur systkinin og við gátum alltaf leitað til hennar. Í mörg ár skutlaði hún okkur í tónlistartíma eða íþróttir og kom jafnan hlaðin kræsingum sem hún keypti hjá Jóa Fel. Þangað Lilja Helga Gunnarsdóttir ✝ Lilja HelgaGunnarsdóttir fæddist 3. febrúar 1932. Hún lést 9. maí 2020. Útför Lilju fór fram 27. maí 2020. fór hún svo oft að hún var hætt að þurfa að panta þeg- ar inn var komið – góðgætið var ein- faldlega sett í poka fyrir hana. Ömmu fannst afskaplega mikilvægt að við kæmumst leiðar okkar og gætum sinnt hugðarefnum okkar, hvort sem var að koma Jakobi í píanótíma, Soffíu á skauta eða Magnúsi í hokkí. Við áttum margar góðar samverustundir með ömmu í bílnum og hún saknaði þess þeg- ar því lauk. Við söknuðum þess líka eins og við söknum hennar núna. Ömmu var vel tekið hvar sem hún kom. Hún náði til fólks með góðum húmor og kom einstak- lega vel fyrir. Amma sagði oft óborganlega hluti og fjölmargar fleygar setningar koma upp í hugann sem fá mann til þess að brosa. Þegar við heimsóttum ömmu á Grund hin síðari ár var hún ævinlega hress, vel til höfð eins og alltaf og elskuð af öllum, vistmönnum og starfsfólki. Þá var gott að setjast og spjalla, þiggja jafnvel kaffi og með því og oftar en ekki skoða myndir sem afi eða strákarnir hennar höfðu tekið saman. Þá ljómaði amma og þekkti alla á myndum frá ýmsum tímum. Við vissum alltaf og vitum enn hvað ömmu þótti vænt um okk- ur. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hana svona lengi og við söknum hennar mikið. Minning- arnar um ömmu Lilju munu lifa með okkur alla tíð. Davíð, Jakob, Soffía og Magnús Gunnarsbörn. Elsku amma Lilja mín. Þú ert örugglega fyrsta amma mín sem ég man eftir. Og ein af þeim manneskjum sem hafa haft mest áhrif á líf mitt. Ég þarf ekki að telja upp allt sem þið afi Ingi hafið gert fyrir mig – ég þarf ekki einu sinn að kalla hann afa Inga, því hann er eini afinn sem ég hef nokkurn tímann átt og er því bara afi minn. Allt frá því ég gisti sem ungbarn í kommóðuskúffu hjá ykkur afa og þar til þið leidduð mig út í lífið, með öllu því sem gekk á þess á milli. Ég átti minn griðastað hjá ykkur afa, ásamt Inga Fjalari frænda mínum, og voru þær ófá- ar helgarnar sem við tvö gistum hjá ykkur; fórum í bað um kvöld- ið, sváfum í herberginu hennar ömmu Guðlaugar, hvísluðum draugasögur og vöknuðum í faðmlögum til þess að fá súr- mjólk og cocoa puffs hjá afa, heyra standklukkuna slá og hlusta á fréttirnar í útvarpinu. Afi kenndi okkur Inga báðum að tefla og ég játa mig algjörlega sigraða gagnvart þeim tveimur, Ingi Fjalar endaði í landsliðinu í skák en í staðinn fékk ég að spóka mig í bænum með ömmu Lilju – og hún þekkti sko alla! Það tók heila eilífð að labba nið- ur Laugaveginn því hún þurfti alltaf að stoppa og tala við ein- hvern. Við komum við í apótek- inu hjá Kjartani bróður hennar og sóttum vítamínpillurnar sem voru grænar öðrum megin og gular hinum megin, við fórum í ljós (já!) og amma keypti á mig bikiní og við vorum alltaf í Vest- urbæjarlauginni… og fengum okkur svo pulsu á eftir. The good times. Amma og afi létu mig borða hrossakjöt og sögðu mér að þetta væri nautakjöt og svo þeg- ar ég sagði að mér fyndist „hest- húsalykt“ af matnum, þá fóru þau að hlæja! Og afi minn, þessi annálaði hestamaður… ég spurði hann: „Borðar þú vini þína?“ Og þá hlógu þau ennþá meira. Svona var okkar sam- band. Meira eins og foreldrar og barn heldur en amma, afi og barn. Enda hef ég alltaf sagt að amma Lilja og afi hafi verið eins og hinir foreldrar mínir. Þau gripu inn í allskonar hluti sem þau hefðu ekkert þurft að gera. Amma kenndi mér svo margt, hún hló með mér og hún grét með mér og svo gat hún líka sagt að ég væri „silly og vitleysing- ur“. Hún gat líka skammað rass- gatið út úr buxunum hjá mér… og ég var stundum mest hrædd við hennar viðbrögð af öllu. En að eiga svona dýrmætar minningar með ömmu sinni og afa, það er í alvöru gulls ígildi. Ég hef nýlega skoðað myndir af okkur þegar ég var bara á öðru árinu og gerði mér þá grein fyrir að amma Lilja var í raun 5 árum yngri þá en ég er núna! Það er svolítið skrýtið. Elsku amma og afi, ég gæti haldið endalaust áfram en við vitum hvað geymist í minning- unum og ég er svo þakklát fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig og hvað þið hafið passað vel upp á mig. Ég er svo leið yfir að komast ekki til landsins í jarð- arförina en ég veit að amma og afi vita að ég er þarna. Lilja Guðlaug Bolladóttir. Amma mín og afi, þau Guð- laug Kvaran og Gunnar Andrew, eignuðust fjóra syni og var faðir minn Kjartan þeirra yngstur. Ekkert bólaði á fleiri börnum um langa hríð, eða ekki fyrr en Lilja frænka mín kom í heiminn, átta árum á eftir pabba. Á milli þeirra systkinanna ríkti ávallt einstaklega náið samband sem einkenndist af væntumþykju og kærleika. Lilja frænka var eftirminni- legur og stórbrotinn karakter, sem vakti athygli fyrir skemmti- lega og lifandi frásögn, hnyttin tilsvör og orðheppni. Hún kom ávallt auga á spaugilegu hliðarn- ar í lífinu og var einnig ófeimin við að gera grín að sjálfri sér. Líf okkar Lilju tvinnaðist á svo margan hátt, eins og vonlegt er með náskyldar frænkur. Ég minnist með mikilli hlýju góð- viðrisdaga æsku minnar þegar Lilja, amma, Ingi og strákarnir lögðu land undir fót og heim- sóttu okkur inn í Smáíbúða- hverfi. Þá var nú gaman að vera til! Strákarnir voru miklir vinir mínir og leikfélagar þá og fram eftir öllum aldri raunar. Síðan tóku við skemmtilegar heim- sóknir í Borgarnes, þar sem allt- af var sól í minningunni líka. All- ar samverustundirnar eru ekki síst eftirminnilegar fyrir þær sakir að Ingi tók iðulega myndir af okkur öllum en á þessum ár- um áttu fæstir myndavélar og því lítið um ljósmyndir á flestum heimilum. Samband Lilju og ömmu minnar, Guðlaugar, var innilegt og náið og mér skilst að Lilja hafi heimsótt ömmu nær alla daga þegar amma dvaldi á Grund. Margar skemmtilegar heimsóknir á Kaplaskjólsveginn leita á hugann, fyrst var setið í góða stund inni hjá ömmu þar sem hún gæddi mér á ýmsum tegundum brjóstsykurs úr kommóðuskúffunni og sagði mér sögur frá því í gamla daga. Frammi voru svo Lilja, Ingi og frændur mínir allir og þá var nú oft glatt á hjalla. Mörgum árum síðar urðum við Lilja svo nágrannar í Barma- hlíð og hittumst fyrir vikið nokk- uð oft. Lilja var afskaplega frændrækin og hlýtt til allra frænkna og frænda, auk þess sem hún hafði áhuga á að fylgj- ast með þeim. Ég man eftir einkar skemmtilegu frænkuboði í Barmahlíð þar sem hún bauð okkur öllum frænkunum að koma með börn okkar. Fyrir örfáum árum hagaði því svo þannig til að Lilja og mamma mín voru samtímis á Grund og þá hitti ég Lilju oft daglega. Það duldist engum að heilsu hennar fór mjög að hraka á allra síðustu árum en alltaf var hún samt á harðahlaupum með göngugrindina. Einhvern veginn afrekaði hún það meira að segja að komast á henni alla leið til mín inn í Barmahlíð í hitteð- fyrra, en sennilega verður það áfram ein af ráðgátum lífsins hvernig henni tókst það. Þessi skemmtilega frænka mín gaf lífinu svo sannarlega lit og mér þótti innilega vænt um hana. Inga, Magnúsi, Gunnari og Bolla og þeirra fjölskyldum sendi ég mínar hjartanlegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Lilju frænku. Guðlaug Kjartansdóttir. Okkur langar til að minnast elsku Lilju í nokkrum orðum, en henni kynntumst við árið 1976 þegar leiðir Hrundar systur og Gunna, sonar Lilju og Inga, lágu saman. Stuttu síðar fluttum við af hreinni tilviljun í sama stiga- gang í blokkinni sem Lilja og Ingi bjuggu þá í á Kaplaskjóls- veginum. Við vorum nýgift og kornung og þvílík gæfa það var að hafa þau hjónin rétt við hönd- ina. Það voru ófáar ferðirnar sem við fórum upp til þeirra að fá eitthvað lánað eða fá góð ráð um allt mögulegt. Alltaf mættu þau okkur með brosi á vör, elskulegheitum og rausnarskap. Þau hjónin reyndust okkur sem bestu fósturforeldrar. Á þessum árum var Ingi Fjalar sonarsonur Lilju og Inga oft hjá þeim og það eru ljúfar minningar tengdar því þegar varfærnislega var bankað á dyrnar hjá okkur og þar var hann mættur. Með okkur mynd- aðist góð vinátta, enda dreng- urinn bráðskemmtilegur og skýr. Lilja var glæsileg kona, vel að sér og hafði mikinn áhuga á fólki og velferð þess, ekki síst ef ættir þess mátti rekja vestur til Ísa- fjarðar. Góðsemi hennar og gamansemi smitaði frá sér og ekki fór framhjá neinum hve vænt henni þótti um sitt fólk, ekki síst móður sína sem bjó hjá þeim. Lilja var annálaður dugn- aðarforkur með einstaka sam- skiptahæfileika og bjó yfir létt- leika sem laðaði fólk að henni, ekki síst ungt fólk. Lilja og Ingi hafa verið hluti af okkar sam- ferðafólki öll þessi ár síðan við kynntumst þeim fyrst og erum við þakklát fyrir einstaka vin- áttu þeirra og velvild. Við minn- umst Lilju með gleði, virðingu og þakklæti. Guð blessi minn- ingu hennar. Laura, Magnús og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRGNÝR ÞÓRHALLSSON frá Stóra-Hamri, Suðurbyggð 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. maí klukkan 13.30. Hekla Ragnarsdóttir Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir Dagný Björk Þórgnýsdóttir Sverrir Konráðsson Inga Þöll Þórgnýsdóttir Hekla Björt Helgadóttir Þórgnýr Inguson Edda Rún Sverrisdóttir Guðrún Lóa Sverrisdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRETHE G. INGIMARSSON, Fróðengi 7, lést á deild 12E Landspítalanum 21. maí. Útför auglýst síðar. Christian Þorkelsson Guðrún Axelsdottir Anna María Þorkelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, SNJÓLAUG F. ÞORSTEINSDÓTTIR Austurbyggð 17, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 24. maí. Jarðaförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. júní klukkan 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Víðihlíðar fyrir yndislega umönnun. Ólína E. Jónsdóttir Halldór M. Rafnsson Þorsteinn St. Jónsson Hildur Edda Ingvarsdóttir Helgi Rúnar Jónsson Olga Hanna Möller Margrét Elfa Jónsdóttir Arnór Bjarnason Þorsteinn G. Þorsteinsson Sesselja Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, HJÖRDÍS BALDURSDÓTTIR, Norðurtúni 17, Álftanesi, lést á Hrafnistu, Hraunvangi, 19. maí. Útförin fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, föstudaginn 29. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna mun útförin fara fram með nánustu ættingjum og vinum. Sendum starfsfólki Bylgjuhrauns sérstakar þakkir fyrir góða umönnun á erfiðum tímum. Halldór Kristinsson Guðrún Hanna Ragnarsdóttir Hartley barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri, KRISTMUNDUR INGIMARSSON bifreiðastjóri, lést á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð 7. maí. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju 2. júní klukkan 14. Einnig verður streymt frá útförinni á facebooksíðu Sauðárkrókskirkju. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju - félag langveikra barna. Ásta Valsdóttir Helga Jóna Kristmundsd. Bjarni H. Halldórsson Valur Freyr Ástuson Karl Ingimar Vilhjálmsson Guðrún Kristmundsdóttir Elísabet Ingimarsdóttir Björgólfur Hávarðsson Vilhjálmur Ingimarsson Erla Ösp Ingvarsdóttir Kamilla Ásta Valsdóttir og fjölskyldur Sendum ættingjum og vinum innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, DÍÖNU ÞÓRUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, sem andaðist 14. apríl. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Lundar í Sunnuhlíð. Ari G. Þórðarson Þórður Arason Elínborg G. Sigurjónsdóttir Kristján M. Arason Andrea J. Mohr-Arason Ari, Sigurjón, Bjarmi, Benjamín, Elías og Helgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.