Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 62

Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 „Ég er mjög þakklátur fyrir það að þessi verðlaun séu til. Þau skipta miklu máli fyrir ljóðlistina og bók- menntirnar á Íslandi,“ segir Jónas Reynir Gunnarsson, sem í gær hlaut Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns, fyrir bók sína Þvottadag- ur, sem Páskaeyjan gefur út. Hlaut hann að launum 350 þúsund krónur. Við sama tækifæri var í safninu opn- uð sýning á verðlaunabókinni og fyrri verkum höfundar. Þar eru einnig til sýnis þær aðrar bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna í ár, þ.e. bækurnar Kærastinn er rjóður eftir Kristínu Eiríksdóttur, Undrarýmið eftir Sigurlín Bjarn- eyju Gísladóttur, Vellankatla eftir Þórð Sævar Jónsson og Uppreisnir eftir Þór Stefánsson. „Maístjarnan var fyrst veitt 2017 og féll þá í skaut Sigurði Pálssyni, fyrrverandi kennara mínum sem opnaði dyrnar fyrir mér inn í ljóð- listina. Ég er mjög glaður að fylgja í fótspor hans og verð honum ávallt fullur þakklætis,“ segir Jónas Reynir, sem nam ritlist við Háskóla Íslands. Gjaldgengar til verð- launanna í ár voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2019 sem skilað var til Landsbóka- safnsins. Í dómnefnd sátu Guðrún Steinþórsdóttir fyrir hönd Rithöf- undasambandsins og Arnaldur Sigurðsson fyrir hönd Lands- bókasafnsins. Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir: „Þvotta- dagur er afar innihaldsrík og marg- ræð ljóðabók. Einkennandi fyrir ljóðin er kraftmikið og hrífandi myndmál og þótt viðfangsefni þeirra séu gjarnan alvarleg er ísmeygilegi húmorinn sjaldnast langt undan. Þetta er sterkt og vandað verk sem vekur lesanda til umhugsunar og hreyfir við honum.“ Jónas Reynir hefur áður sent frá sér skáldsögurnar Millilendingu og Krossfiska, verðlaunaleikritið Við deyjum á Mars og ljóðabækurnar Leiðarvísi um þorp og Stór olíuskip, en fyrir þá síðarnefndu var hann til- nefndur til Maístjörnunnar og hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar 2017. Að sögn höfundar er Þvottadagur þriðja og síðasta bókin í þríleik sem hófst með Leiðar- vísi um þorp og hélt áfram í Stórum olíuskipum. Upptekinn af skynjuninni „Ég lít á þessar þrjár bækur sem þríleik þó að ég hafi ekki lagt upp með það þegar ég skrifaði fyrstu bókina. Það er ákveðinn þráður sem tengir allar þrjár bækurnar og ljóð- mælandinn er sá sami. Þetta er ein- hvers konar tilfinningalegt ferðalag um innri og ytri veruleika,“ segir Jónas Reynir og bendir á að ljóða- lestur sé í sínum huga marglaga. „Gott er að lesa ljóðin hægt og með- taka þau eins og tónlist sem hefur áhrif á skynjunina. Á þeim tíma- punkti þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því hvort maður skilur allt heldur einbeita sér fremur að skynjuninni. Eftir lestur getur ljóð hins vegar setið í manni og þá kvikna alls kyns hugleiðingar.“ Aðspurður segist Jónas Reynir af- ar sáttur við Þvottadag. „Ég held ég sé ánægðastur með hana af ljóða- bókum mínum. Það er auðvitað alltaf skrýtið að horfa til baka á fyrri út- gefin verk, því með hverju verki býr maður til nýja vörðu í persónuleika manns í því ferðalagi sem við erum á. Af þeim sökum tengir maður eðli- lega best við nýjasta verkið því það er næst því hvernig maður er í dag.“ Spurður hvort hann sé með verk í vinnslu sem stendur svarar Jónas Reynir því játandi. „Ég er alltaf með nokkur ritvinnsluskjöl í gangi í einu. Það er hins vegar ekkert til að tala um ennþá,“ segir Jónas Reynir og tekur fram að hann nýti sér ljóða- skrifin þegar hann skrifar skáld- sögur. „Að því leyti að ég er upptek- inn af skynjuninni og skrifa texta sem er uppskrift að ákveðinni upp- lifun.“ Inntur eftir því hvort hann upplifi meiri pressu nú þegar síðustu tvær ljóðabækur hans hafi verið verð- launaðar neitar Jónas Reynir því hlæjandi. „Ég held að maður eigi ekki að taka hlutina of alvarlega. Þegar maður vinnur eitthvað skýrist það að stærstum hluta af heppni. Þannig má maður ekki taka það of alvarlega ef maður vinnur ekki, enda er sagan full af verkum sem ekki voru verðlaunuð.“ silja@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Gleði Jónas Reynir Gunnarsson tók við Maístjörnunni við hátíðlega athöfn. Tilfinningalegt ferðalag  Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Maístjörnuna 2020  Segir ánægjulegt að fylgja í fótspor kennara síns Starfsstyrkjum Hagþenkis 2020 til ritstarfa hefur verið úthlutað. Hag- þenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsti í apríl eftir umsóknum um starfsstyrki til rit- starfa og handritsstyrki vegna fræðslu- og heimildamynda. Til út- hlutunar starfsstyrkja voru 16 millj- ónir og þrjár milljónir til handrits- styrkja. Alls barst 71 umsókn um starfs- styrk til ritstarfa og þar af hljóta 27 verkefni styrk. Í úthlutunarráðinu fyrir starfsstyrki voru eftirfarandi félagsmenn; Auður Pálsdóttir, Ingólfur V. Gíslason og Kristín Jóns- dóttir. Átta hlutu hæsta styrk til ritstarfa sem er 900 þúsund krónur. Þetta eru Arndís Þórarinsdóttir fyrir Á flæk- ingi um fortíðina: Fjölskyldubók um handritaarfinn; Elín Bára Magnús- dóttir fyrir Spurningin um höfund Grettis sögu; Gunnar Þorri Péturs- son fyrir Bakhtínskí búmm: Um ris og fall Míkhaíls Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Íslandi; Halldóra Arnar- dóttir fyrir Skarphéðinn Jóhanns- son, þroskasaga arkitekts og þjóðar 1934-1970; Haraldur Sigurðsson fyr- ir Gerð bæjarskipulags á Íslandi á 20. öldinni og fræðin um hið byggða umhverfi; Karítas Hrundar Páls- dóttir fyrir Verkefnabók með ör- sagnasafninu Árstíðir; Skafti Ingi- marsson fyrir Saga íslenskra kommúnista og sósíalista 1918-1968 og Þorsteinn Vilhjálmsson fyrir Betra fólk: Takmörkun barneigna á Íslandi 1900-1968. Einn hlaut styrk að upphæð 750 þúsund krónur, en það er Sölvi Björn Sigurðsson fyrir MÁ – Brot úr ævi Magnúsar Ásgeirssonar. Tvö hlutu styrk að upphæð 700 þúsund krónur. Það eru Gísli Sverrir Árnason fyrir Eymundur og Hall- dóra í Dilksnesi og Sigríður Matt- híasdóttir fyrir „Og hefur Guð bless- að okkur ríkulega“. Pálína Waage, athafna- og verslunarkona. Tveir hlutu styrk að upphæð 600 þúsund krónur. Það eru Árni Heimir Ingólfsson fyrir Jórunn Viðar – Brautryðjandi í íslenskri tónlistar- sögu (ævisaga) og Bjarni Björnsson fyrir KLAKI – gagnagrunnur um grunnorðaforða íslensku og handbók um beygingakerfi. Fjögur hlutu styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Það eru Ágústa H. Lyons Flosadóttir fyrir Ensk- íslensk lögfræðiorðabók; Erla Dóris Halldórsdóttir fyrir Saga holdsveiki í Noregi og á Íslandi; Guðný Hall- grímsdóttir fyrir Independent Women in 18th-Century Iceland og Hjörleifur Hjartarson fyrir Hross – Bók fyrir almenning um íslenska hestinn. Tvö hlutu styrk að upphæð 450 þúsund krónur. Það eru Kristján Guðmundsson fyrir Siðferði og Sið- blinda og Una Margrét Jónsdóttir fyrir Silfuröld revíunnar. Þrjú hlutu styrk að upphæð 400 þúsund krónur. Það eru Gylfi Gunn- laugsson fyrir Glímt við arfinn; Inga Sigríður Ragnarsdóttir fyrir Saga leirlistar á Íslandi 1930-1970, Íslenski leirinn og Paolo Turchi fyrir Grísk-íslensk orðabók. Þrjú hlutu styrk að upphæð 300 þúsund krónur. Það eru Auður Aðal- steinsdóttir fyrir Náttúra, hamfarir og tráma í íslenskum samtímabók- menntum, Halldór Guðmundsson fyrir Sagnalandið (vinnutitill) og Sóley Dröfn Davíðsdóttir fyrir Handbók um hugræna atferlis- meðferð við ofþyngd. Ein hlaut styrk að upphæð 250 þúsund krónur, en það er Elín Ósk Hreiðarsdóttir fyrir Hernámið með augum fornleifafræðinnar. Einn hlaut styrk að upphæð 200 þúsund krónur, en það er Árni Daní- el Júlíusson fyrir Agricultural growth in a cold climate. The Case of Iceland. 11 handritsstyrkir veittir Fimmtán umsóknir bárust um handritsstyrk og hlutu ellefu þeirra styrk. Í úthlutunarráði fyrir hand- ritsstyrki voru þrír félagmenn; Árni Hjartarson, Margét Elísabet Ólafs- dóttir og Kristinn Schram. Þrjú hlutu hæsta styrk til handritsskrifa sem er 400 þúsund krónur. Þetta eru: Andri Snær Magnason fyrir Heimildarmyndina Um tímann og vatnið; Ágúst Guðmundsson fyrir Hinsta förin og Hrafnhildur Gunn- arsdóttir fyrir Uppreist manneskja. Þrjú hlutu styrk að upphæð 300 þúsund krónur. Þetta eru: Ásdís Thoroddsen fyrir Vættir; Heimir Freyr Hlöðversson fyrir Fuglalíf og Kári G. Schram fyrir Dauðasýn í andláti. Fjögur hlutu styrk að upp- hæð 200 þúsund krónur. Þetta eru: Anna María Björnsdóttir fyrir Líf- rænt líf; Hjálmtýr Heiðdal fyrir Leitin að réttlætinu (vinnuheiti); Kristín Amalía Atladóttir fyrir Ljúf og óneydd og Ragnhildur Ásvalds- dóttir fyrir Í skjóli fyrir vindum – Heimildamynd. Auk þess hlaut Hall- dóra Arnardóttir styrk að upphæð 100 þúsund krónur fyrir Rætur Þor- valdar Þorsteinssonar rithöfundar. Starfsstyrkir Hagþenkis 2020  Alls barst 71 umsókn um starfsstyrki til ritstarfa  16 milljónum króna var nú úthlutað til 27 ólíkra verkefna Arndís Þórarinsdóttir Karítas Hrundar Pálsdóttir Una Margrét Jónsdóttir Gunnar Pétursson Sölvi Björn Sigurðsson Þorsteinn Vilhjálmsson Inga Sigríður Ragnarsdóttir Ásdís Thoroddsen Árni Heimir Ingólfsson Andri Snær Magnason Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Veitingamenn athugið! Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir veitingahús

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.