Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 68
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
Mánudaga - Sunnudaga 12-18 - 31. maí - LOKAÐ
frí heimsending
á höfuðborgarsvæðinu
í maí ef verslað er fyrir
5.000 eða meira
Petri
PETRI 3ja sæta sófi. Gult eða grátt velúr áklæði. L242 cm. 269.900 kr.
MaíTILBOÐ
WWW.ILVA.IS/TILBOD
25%
CADIZ borðstofustóll. Gult, svart eða grátt flauel. 27.900 kr. Nú 20.900 kr.
HENDERSON 3ja sæta sumarsófi. L218 cm. 99.900 kr.
Henderson3JA SÆTA
KOMINN AFTUR
Fræðslustutt-
myndin Fáðu já –
stuttmynd um
kynlíf og ofbeldi,
sem sýnd var í
öllum grunn-
skólum landsins
og mörgum
framhalds-
skólum árið 2013
og vakti umræður um mikilvægi samþykkis í sam-
skiptum og þá ekki síst kynferðislegum, hefur verið
sýnd víða um heim, meðal annars í Slóveníu. Myndin
var þar notuð til að mennta unglingsdrengi um kynlíf,
samþykki og klám og sáu hana 806 drengir í sjö skól-
um. Í upphafi voru þeir spurðir um viðhorf sín og sögðu
49% að það væri skylda stúlkna og kvenna að standa
undir væntingum karla, óháð því hvað þær vildu sjálfar.
Eftir að hafa horft á myndina og tekið þátt í umræðum
um efni hennar urðu umskipti á viðhorfi drengjanna og
sögðust 96% ósammála því að konur og stúlkur þyrftu
að standa undir væntingum karla.
Gjörbreytti viðhorfi drengja
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknatt-
leik, hefur að undanförnu fundað með fimm NBA-liðum
sem hafa sýnt honum áhuga og mun ræða við fulltrúa
frá fleiri liðum á næstunni. Rætt er við Jón Axel í
blaðinu í dag en hann gefur kost á sér í nýliðavali NBA
eins og fram kom í vetur.
Óljóst er hins vegar hvenær NBA-liðin velja sér leik-
menn þar sem hlé var gert á tímabilinu 2019-2020.
Ekki liggur enn fyrir hvort reynt verði að hefja leik á ný
eða tímabilinu aflýst. »58
Grindvíkingurinn virðist vera á rad-
arnum hjá mörgum NBA-liðum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Frá því að Snorri Már Snorrason
greindist með Parkinsonsjúkdóminn
2004 hefur hann verið óþreytandi við
að vekja athygli á mikilvægi hreyf-
ingar, ekki síst fyrir fólk með
Parkinson. Nú undirbýr hann sig af
kappi fyrir að
róa með Hall-
dóri Svein-
björnssyni á
tveggja manna
kajak frá Ísa-
firði inn í
Reykjanes eða
öfugt, rúmlega
42 km leið, um
miðjan júlí og æfðu Ísfirðingarnir
sig daglega á Pollinum í liðinni viku.
Þar sem Snorri, sem er nær 56
ára, getur ekki setið í bátnum nema
30 til 45 mínútur í einu gerir Halldór
ráð fyrir að róðurinn með stoppi taki
tíu til tólf klukkutíma. „Við ætlum að
hafa vindinn í bakið og förum reglu-
lega í land svo hann geti hreyft sig,
teygt og togað. Maraþonróðurinn
verður mikil áskorun fyrir mig og
ekki síður fyrir Snorra. Áhorfendur
geta líka skemmt sér við að fylgjast
með okkur úr landi og tekið á móti
okkur með kakói og kökum í hverju
stoppi ef þeir vilja.“
Frá 2012 hefur Snorri farið í
langar hjólaferðir á sumrin, hjólað
hringveginn og um afmörkuð svæði
landsins. „Ég vil sýna fólki að þetta
er hægt, ef ég get það getur þú
það,“ segir hann um átaksverk-
efnin. „Ég safna áheitum í formi
hreyfingar og þinn styrkur er þín
hreyfing.“ Snorri bendir á að hann
og fólk í svipaðri stöðu sé eins og
vatnið, reyni að fara auðveldustu
leiðina, en þau megi og geti gert
ýmislegt. „Við erum engar postu-
línsdúkkur.“
Hreyfing í stað verkjalyfja
Áður en Snorri greindist með
sjúkdóminn stundaði hann kajak-
róður en segir að hann hafi orðið að
hætta vegna þess að hann hafi ekki
komist í og úr bátnum hjálparlaust.
„Með Dóra með mér er ég með góða
aðalvél. Hann er skipperinn og því
er þetta ekkert brjálæði heldur er
hann með skynsemina að leiðar-
ljósi. En þetta verður erfitt.“ Hann
leggur áherslu á að hann treysti
Halldóri alfarið. „Ef mér líður illa
bið ég um hjálp og fæ hana.“
Félagarnir ætla að haga sigling-
unni eftir vindi og fara í ferðina 11.,
12. eða 13. júlí. Snorri, sem er fyrr-
verandi formaður Parkinsonsamtak-
anna, var hönnuður í Odda en hætti
að vinna fyrir þremur árum og ákvað
þá líka að hætta að keyra bíl.
„Dagurinn var orðinn of þungur og
með þennan sjúkdóm er full vinna að
hreyfa sig og halda sér í formi.“
Hann fer allra sinna ferða á hjóli og
segist jafnvel hjóla 30-40 km daglega
auk þess sem hann fari í ræktina
nokkrum sinnum í viku. „Ég sæki í
hreyfinguna vegna vellíðunarinnar,
hreyfi mig og teygi til að taka úr mér
verkina frekar en að taka verkjalyf.
Þetta eiga allir að gera, ekki bara
Parkinsonsjúklingar, því enginn veit
hvað morgundagurinn ber í skauti
sér. Allir geta veikst og þá er eins
gott að vera í góðu formi. Líka þeir
sem eru orðnir 70 ára.“ Hann bendir
á að fyrir greiningu hafi hann verið
mjög virkur, meðal annars gengið á
fjöll, stundað klifur, verið á skíðum
og starfað í björgunarsveitum. „Svo
hef ég alltaf hjólað mikið og er í góðu
formi, held í við eiginkonuna.“
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Á Ísafirði Halldór Sveinbjörnsson og Snorri Már Snorrason á æfingu fyrir maraþonróðurinn, sem verður í sumar.
Hreyfing er styrkur þinn
Snorri Már er með Parkinson og ætlar í maraþonróður