Skessuhorn - 15.04.2020, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 202010
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, hef-
ur undirritað breytingu á reglugerð
um vigtun og skráningu sjávarafla.
Með breytingunni verður heim-
ilt að draga 0,6% frá óunnum of-
urkældum (íslausum) afla sem veg-
inn er á hafnarvog. Ofurkæling á
fiski er tækninýjung sem Skaginn
3X þróaði fyrir nokkrum árum til
vinnslu og kælingar á afla. Þessi
nýjung færði afköst og gæði fisks og
annarra matvæla upp á annað stig
en áður hafði þekkst og hlaut fyrir-
tækið fjölmörg verðlaun fyrir nýj-
ungina.
„Fiskur sem kældur er ofurkæl-
ingu fer íslaus í kar en hins veg-
ar safnast saman vökvi úr fiskin-
um í karið. Fyrir liggur ítarleg út-
tekt Fiskistofu á svokölluðu dripi
í ofurkældum afla, en drip mætti
skilgreina sem þann aukaþunga
sem fiskurinn tekur til sín í formi
vökva við þessa kæliaðferð. Niður-
staða úttektarinnar er að þetta drip
sé á bilinu 0,4-1,1%. Með vísan til
þessa er með þessari breytingu á
reglugerð verið að heimila 0,6%
frádrátt á hafnarvog frá bróttóvigt-
un á oflurkældum afla vegna þessa
drips þannig að aflskráning sé rétt,“
segir í tilkynningu frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Kristján Þór Júlíusson sjávarút-
vegsráðherra segir að skipum sem
búa yfir búnaði til að ofurkæla afla
hafi fjölgað hratt undanfarið. „Það
hefur verið sérstaklega áhugavert
að fylgjast með þeirri þróun enda
um að ræða íslenskt hugvit og því
enn ein staðfesting þess að íslensk
þjónustu- og hátæknifyrirtæki eru
í fararbroddi við að hámarka gæði
aflans með nýjustu tækni. Það er
mikilvægt að stjórnvöld fylgist með
þessari þróun og liðki fyrir henni,
m.a. með því að sjá til þess að reglu-
verkið hvetji til slíkrar framþróun-
ar. Það er meginmarkmið þeirra
breytinga sem við erum hér að
gera,“ sagði Kristján Þór. mm
Nú er gert ráð fyrir að fjöldatak-
markanir verði áfram á samkomur,
jafnvel út þetta sumar, vegna Co-
vid-19 faraldursins. Áfram mun fólk
þurfa að halda tveggja metra fjar-
lægð og gæta ítrustu varkárni og
tillitssemi í samskiptum, jafnvel út
þetta ár. Talið er að faraldurinn sé í
rénun hér á landi og hefur sóttvarna-
læknir lagt á það áherslu að slakað
verði á samkomubanni hægt og ró-
lega til að koma í veg fyrir að far-
aldurinn blossi upp að nýju. Þá hef-
ur hann lagt til að tilslakanir verði
endurskoðaðar með þriggja til fjög-
urra vikna millibili. Þetta var meðal
skilaboða sem sóttvarnalæknir boð-
aði nú um helgina. Hann lagði fram
tillögur um afléttingu samkomub-
anns í skrefum í hendur heilbrigð-
isráðherra sem kynnti næstu skref á
fundi með öðrum fulltrúum úr ríkis-
stjórn í gær.
Forsætisráðherra, heilbrigðisráð-
herra og dómsmálaráðherra kynntu
á blaðamannafundi í gær næstu
skref stjórnvalda vegna Covid-19.
Heilbrigðisráðherra gerði þar grein
fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir
á takmörkunum á samkomum og
skólahaldi. Breytingarnar taka gildi
4. maí. Í þeim felst m.a. að opnað
verður fyrir hefðbundið skólahald
í leik- og grunnskólum, unnt verð-
ur að opna framhalds- og háskóla á
ný með takmörkunun, fjöldamörk
samkomubanns verða hækkuð úr 20
í 50 manns, heimilt verður að hefja
á ný ýmsa þjónustu, svo sem á hár-
greiðslu,-, nudd- og snyrtistofum,
tannlæknar geta tekið til starfa og
söfn geta opnað á ný fyrir viðskipta-
vinum sínum. Ítreka skal að samko-
mubann verður óbreytt til 4. maí
næstkomandi. Þá mun hefjast af-
létting þess í fáum en ákveðnum
skrefum, meðal annars færu fjölda-
takmarkanir úr tuttugu í fimmtíu
manns 4. maí.
Börn mega mæta á
íþróttaæfingar
Hvað íþróttastarf barna varðar þá
verður það heimilt utandyra ef ekki
eru fleiri en 50 saman í hóp. Þá skal
vera að minnsta kosti tveggja metra
fjarlægð á milli þeirra, eftir því sem
unnt er, sérstaklega hjá eldri börn-
um. Annað skipulagt íþróttastarf
verður heimilt utandyra með þeim
takmörkunum að ekki mega fleiri en
fjórir æfa eða leika saman, snerting-
ar eru óheimilar og halda skal tveim-
ur metrum á milli einstaklinga. Þá
skal notkun á sameiginlegum bún-
aði haldið í lágmarki en annars skal
sótthreinsa hann á milli notkunar.
Eins og fyrr segir verða sund-
laugar og líkamsræktarstöðvar
áfram lokaðar eftir 4. maí. Líkt
og hingað til verður heimilt að
taka á móti 100 viðskiptavinum í
matvöruverslunum og lyfjaversl-
unum hverju sinni að uppfylltum
tilteknum skilyrðum. Reglur um
skemmtistaði, krár, spilasali og
svipaða starfsemi verða óbreyttar
og slíkir staðir því áfram lokaðir.
Fjölmenn hátíðarhöld
í óvissu
Aflétting samkomubanns mun sam-
kvæmt framansögðu eiga sér stað
yfir tiltölulega langt tímabil og því
má eiga von á að stærri viðburðir og
samkomur verði ekki leyfðar í sum-
ar. Það þýðir t.d. að bæjar- og hér-
aðshátíðir eru í óvissu, sem og fjöl-
menn hátíðarhöld á sjómannadag,
svo dæmi sé tekið. Þá er sömuleið-
is óvíst um hvort leyfilegt verður
að halda fjölmenn íþróttamót, svo
sem pollamót í knattspyrnu. Þessi
skilaboð fela auk þess í sér óvissu
um ýmsar samkomur sem áður hef-
ur verið frestað til haustmánaðanna
vegna faraldursins, svo sem ferm-
ingar. Hins vegar mun tíminn einn
leiða það í ljós.
Óvissa um ferðalög
milli landa
Á blaðamannafundi ríkisstjórnar-
innar í gær þakkaði Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra þríeyk-
inu; Þórólfi, Ölmu og Víði, fyrir
þeirra þátt í að halda þjóðinni upp-
lýstri með jákvæðum en þó ákveðn-
um hætti alla daga. Slíkt hafi reynst
ráðamönnum og þjóðinni ómet-
anlegt. Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir dómsmálaráðherra sagði all-
ar takmarkanir sem nú eru í gildi
og verða á næstu vikum byggist á
að við erum að fást við heilbrigð-
isvá. Ræddi hún einnig takmarkan-
ir á ferðalögum milli landa og sagði
að engar tillögur þar að lútandi væru
komnar fram. Þær byggðust á sam-
starfi við önnur ríki. Ferðatakmark-
anir verða óbreyttar til og með 15.
maí næstkomandi. „Ákvarðanir um
ferðatakmarkanir verða aldrei tekn-
ar einhliða varðandi okkar landa-
mæri, heldur byggir á samkomu-
lagi milli þjóða,“ sagði Áslaug Arna.
Hún sagði þorra fólks hafa brugðist
við af yfirvegun og skynsemi meðan
faraldurinn hefur ríkt. „Hvernig við
bregðumst við mótlæti er styrkleiki
okkar þjóðar,“ sagði Áslaug Arna.
mm
Heimilt að draga 0,6% frá ofurkældum fiskafla
Fiskur sem kældur er ofurkælingu fer íslaus í kassa eða kör. Ljósm. Skaginn 3X
Samkomuhald verður áfram í lágmarki
en hömlum að hluta aflétt 4. maí
Svipmynd frá Lopapeysuballi á Akranesi. Fjölmennar sumarhátíðir er ólíklegt að verði leyfðar í sumar. Ljósm. úr safni.
Skólahald í framhalds- og háskólum fer í gang að nýju eftir 4. maí næstkomandi.
Svipmynd úr safni frá Háskólanum á Bifröst.