Skessuhorn - 15.04.2020, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 2020 15
Lífið í Covid 19
stundum sé bara málið að horfa í kringum sig og nýta það sem
maður hefur áður en maður þeytist um landið þvert og endi-
langt til að sjá sólina, sem er bara hér handan við hornið. Við
lærum kannski bara þakklæti,“ segir Katrín.
Birna Rún hefur ekkert verið í skólanum síðan samkomub-
ann var sett á og segir Katrín það hafa gengið mjög vel hjá
henni að læra í fjarnámi. „Hún er að standa sig rosalega vel
en maður hefur áhyggjur af félagslega hlutanum. Hún er ekki
mikil símatýpa og vill mikið frekar vera að gera eitthvað en
hún fær að hitta tvær til þrjár vinkonur og það bjargar miklu.
Svo eru krakkarnir duglegir að nota þessa miðla alla til að
tala saman, sem er alveg nauðsynlegt. Jákvæði punkturinn við
þetta er samt að þegar þetta allt verður gengið yfir hafa krakk-
arnir fengið reynslu í fjarnámi og ég er viss um að það sé rosa-
lega góður undirbúningur fyrir þau út í lífið, fyrir áframhald-
andi nám. Það er vissulega hellings lærdómur í því að vera í
fjarnámi en þau eru algjörir snillingar í þessu,“ segir Katrín
Laufey Helga Árnadóttir í Snæfellsbæ
Reynir að hugsa sem minnst um
það sem ekki er hægt að gera
„Við höfum sloppið mjög vel,“ svarar Laufey spurð hvort kór-
ónufaraldurinn hafi haft mikil áhrif á líf hennar. Laufey starf-
ar á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar og segir að þar sé búið að
takmarka allar heimsóknir þeirra sem ekki þurfa að koma og
að gætt sé vel að öllum smitvörnum. Laufey var einnig að
taka við sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Snæfellsbæ og segir
þetta frekar undarlegan tíma til að taka við því starfi. „Það er
vissulega engin starfsemi í íþróttahúsinu, sundlauginni og öllu
því. Það er sérstakt að koma inn í þetta starf á þessum tíma en
ég hlakka til þegar þetta verður yfirstaðið,“ segir hún jákvæð.
Laufey segir ástandið hafa mest áhrif á börnin hennar og að
sjálf taki hún þessu ástandi bara með ró. „Skólastarfið er skert
hjá börnunum mínum og það eru engar æfingar eða neitt slíkt
eftir skóla. Ég sé alveg hvað þetta getur verið erfitt fyrir þau
og vissulega er þetta ekkert auðvelt fyrir mig heldur, ég get
ekki farið í Sólarsport og æft, hitti ekki foreldra mína sem ég
hitti alla jafna á hverjum degi. pabbi er með undirliggjandi
sjúkdóm svo maður er ekki að taka neina áhættu þar og svo er
mamma að vinna á dvalarheimilinu og þarf því sömuleiðis að
passa sig vel.“
Laufey segist bara reyna að hlýða þeim fyrirmælum sem
hafa verið gefin og ekki hugsa of mikið um allt það sem hún
og fjölskyldan getur ekki gert. „Þetta hefur engin afgerandi
áhrif en ég viðurkenni alveg að þetta verður erfiðara sem á
líður. Við hefðum átt að vera að ferma í maí en það hefur
verið blásið af og svo vorum við búin að kaupa fermingar-
gjöfina sem var ferð til London á fótboltaleik 1. maí, sem aug-
ljóslega verður ekkert af. Þetta er alveg fúlt en á meðan þetta
eru einu áhrifin sem þessi faraldur hefur á okkur getur maður
ekki kvartað,“ segir Laufey og bætir við að henni þykir mikil-
vægt að hugsa jákvætt í þessu ástandi. „Ellefu ára dóttir mín
sagði við mig um daginn í einni fjöruferð að henni þætti þetta
ástand leiðinlegt en að hún væri samt ánægð hvað fjölskyldan
eyðir miklum tíma saman. Það er alveg rétt og svona á maður
að hugsa þetta. Ég held líka að þessi faraldur hægi aðeins á
fólki og að við áttum okkur á að við þurfum kannski ekki alltaf
að vera að gera svona mikið, alltaf með dagskrá og brjálað að
gera. Varðandi vinnuna mína sé ég líka fyrir mér að eftir þetta
verði meira um fjarfundi,“ segir Laufey. „Ég geri mér samt
grein fyrir því að hér í Snæfellsbæ er bara eitt greint smit svo
við erum heppin hér. Kannski væri hljóðið annað ef við vær-
um að glíma við hópsmit hér eða eitthvað slíkt. En á meðan
þetta er svona reyni ég að halda í jákvæðnina,“ segir Laufey
að endingu.
Ólafur Fannar Guðbjörnsson í Snæfellsbæ
Breytti stofunni í leikvöll
Hjá Ólafi hefur dag-
legt líf lítið breyst í
kórónufaraldrinum.
„Ég mæti enn í vinn-
una en ég er að vinna
í Smiðjunni, vinnustað
fyrir fólk með skerta
starfsgetu, og þar er í
raun eina breytingin sú
að engin utanaðkom-
andi fær að koma inn
en alla jafna erum við
með opið,“ segir Ólaf-
ur. Sjálfur er hann með
þrjú börn, eitt í leik-
skóla, annað í grunn-
skóla og það þriðja átta
mánaða. „Þessi á leik-
skólanum fer bara ann-
an hvern dag og strákurinn minn er kominn heim úr skólan-
um fyrir hádegi svo það er töluverð breyting fyrir þau núna.
En við gerum bara það besta úr þessu. Frúnni datt í hug og
breytti stofunni, tók allt út og keypti rennibraut þangað inn
og setti upp tjald og leikmottu og gerði bara leikvöll inni svo
þau hafa það alveg fínt,“ segir Ólafur. Aðspurður segist hann
vona að eitthvað jákvætt komi út úr þessu þegar upp verður
staðið. „Ég ef lítið pælt í því hvaða áhrif þetta muni hafa en
ég vona að það verði líka jákvæð áhrif. Ég sé til dæmis fyrir
mér að þetta fái fólk til að hugsa betur um heilsuna, að mæta
til dæmis ekki í vinnu þegar það er veikt, sem ég hef sjálfur oft
gerst sekur um,“ segir hann.
Erla Gísladóttir í Stykkishólmi
Reynir að halda í bjartsýnina
Erla er í sjálfskipaðri
sóttkví þar sem hún
vinnur á hjúkrunar-
heimilinu í Stykkis-
hólmi. „Ég þarf að
passa mig vel því ég vil
ekki bera smit í vinn-
una mína. Ég geri því
lítið annað en að fara
í vinnu, út að ganga
og heim,“ segir hún
og bætir við að álag-
ið í vinnunni hafi líka
aukist í þessum far-
aldri. „Ég vinn meira
en venjulega og svo
er alltaf yfirvofandi
aukið álag ef svo má
segja. Maður er búinn
undir það að álagið
gæti aukist allt í einu,
en það eru allir hér að
passa sig eins og hægt er. Ég sakna vissulega barnanna minna
og barnabarna en ég er dugleg að heyra í þeim í síma og
maður verður bara að reyna að gera það besta úr þessu,“ seg-
ir Erla. Hún og fjölskyldan ætlaði öll að hittast um páskana
en ekkert varð úr því. „Svo ætlaði ég í fermingarveislur og
svoleiðis en það bíður bara.“ Erla segist ekki sjálf óttast að
veikjast en að hún sé hrædd við hvað gæti gerst ef heim-
ilisfólkið á hjúkrunarheimilinu fær veiruna. „Ég reyni bara
að halda í bjartsýnina og jákvæðnina, það er það eina sem
maður getur gert. Svo fer vorið að koma og þá getur maður
meira verið úti og það heldur mér jákvæðri,“ segir hún. Að-
spurð segist Erla viss um að hægt og rólega komi eitthvað já-
kvætt úr þessu öllu. „Það var orðin ansi mikill hraði í samfé-
laginu, eiginlega bara geggjun eins og fyrir hrunið og manni
var eiginlega farið að blöskra. Ég held að þetta fái okkur til
að hægja aðeins á aftur. Ég vona bara að þegar upp er staðið
hafi þetta jákvæð áhrif á líf sem flestra og að fólk átti sig á að
það er ekki allt fengið með hraða og látum,“ segir Erla.
Helga Kristín Bjarnadóttir á Akranesi
„Þetta gæti orðið til þess að fjöl-
skyldur verji meiri tíma saman“
„Þetta hefur í raun ekki haft mikil áhrif á mig og mína fjöl-
skyldu,“ svarar Helga spurð um áhrif kórónuveirunnar á hennar
daglega líf. „Ég er sjálf ekki að vinna og tók því bara litla barn-
ið mitt úr leikskólanum og er með hann heima,“ segir Helga
en hún er með
tvö börn, einn
þriggja ára og
annan sjö ára.
„Auð vitað get-
ur þetta samt
alveg tekið á
og ég finn það
líka á drengj-
unum að þetta
er erfitt fyr-
ir þá. En við
erum bara
dugleg að fara
út í göngutúra
og að gera
eitthvað sam-
an hér heima.“ Eldri sonur Helgu er hjá henni og pabba sín-
um til skiptis í viku og viku og segir hún þær vikur sem hann
sé hjá henni reyni hún að halda reglu á heimalærdómi en ann-
ars taki þau bara einn dag í einu. „Þessi yngri er mjög þægi-
legur og það þarf í raun ekkert svo mikla dagskrá fyrir hann,
bara fara með hann út á hverjum degi og þá er þetta ekkert
mál,“ segir Helga jákvæð. „Auðvitað er maður alveg stress-
aður líka, að fá þessa veiru eða einhver nákominn manni. En
við pössum okkur eins og hægt er, förum eins lítið í búð og
við getum, hlýðum Víði og gerum eins og okkur er sagt. Þeg-
ar upp er staðið held ég að þetta geti orðið til þess að fjöl-
skyldur eyði meiri tíma saman og rækti betur tengslin,“ segir
Helga að lokum.
Hilmar Sigvaldason á Akranesi
Kenndi foreldrum
sínum á fjarfundabúnað
Hilmar er vitavörður í Akranesvita og hefur vinnustað hans
verið lokað á meðan samkomubanni stendur. „Ég reyni að
vinna heima svona það sem ég get en annars reyni ég að
láta þetta ástand hafa sem minnst áhrif á mig. Vissulega er
þetta erfitt samt, svona andlega, að geta bara heimsótt fólk
úr tveggja metra fjarlægð. Þetta er sérstaklega erfitt með for-
eldra mína sem ég er vanur að heimsækja alla daga en ég kíki
bara á pallinn til þeirra núna. Maður gerir bara það sem mað-
ur getur,“ segir Hilmar og bætir við að hann hafi náð að kenna
foreldrum sínum á fjarfundabúnað svo þau geti verið í betra
sambandi við fólkið sitt. „Ég er ótrúlega stoltur af því að hafa
náð að kenna þeim á þetta, fólki á níræðisaldri,“ segir Hilm-
ar og hlær. Þegar kórónufaraldurinn hefur gengið yfir von-
ar Hilmar að græðgi í samfélaginu, og heiminum öllum, hafi
minnkað og fólk áttað sig á því sem raunverulega skipti máli.
„Ég vona líka að við hugsum meira um að versla innlenda
framleiðslu og lífrænt,“ segir Hilmar. „Við þurfum að styrkja
stöðu bænda á Íslandi. Það þykir voða flott að flytja inn útlent
kjöt og svona, en til hvers? Við þurfum að hætta þessu rugli
og gæta að innlendri framleiðslu, við erum líka með mikið
hreinni framleiðslu hér á Íslandi en víðast erlendis. Hér er
minnst gefið af sýklalyfjum, hér er hreinasta orkan og hrein-
asta vatnið og það gefur okkur besta matinn, við þurfum bara
að átta okkur á því. Hingað koma ferðamenn til að sjá og upp-
lifa þessa hluti sem okkur sjálfum þykir svo sjálfsagðir og bara
ekkert varið í. Ég vona líka að við förum að ferðast meira um
landið okkar frekar en að þvælast alltaf til útlanda. Það þyk-
ir voða flott að hafa komið hingað og þangað um heiminn en
hafa svo kannski ekki farið út í Grímsey eða bara varla út fyrir
heimabæinn,“ segir Hilmar og bætir við að þegar kórónufar-
aldurinn hafi liðið hjá voni hann að fólk hugsi betur um jörð-
ina og alla þá hluti sem raunverulega skipti máli og hætti að
keppast við einhver lífsgæði sem skipti ekki máli. „Vonandi
gerum við okkur betur grein fyrir því hvað við erum öll mik-
ilvæg hvert öðru. Við erum öll mikilvæg í lífskeðjunni sama
hver menntun okkar er.“