Skessuhorn - 22.04.2020, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 27
Pennagrein
Vísnahorn
Ætli það sé ekki marga
farið að lengja eftir vor-
inu eftir þennan held-
ur leiðinlega vetur. Þeg-
ar þetta er skrifað virðist aðeins glytta í það
handan við hornið. Hvort sem það verður nú
veruleikinn verður að koma í ljós en nú á dög-
unum orti Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð:
Bíður dagsins basl og önn,
en bráðum léttist sporið,
ég dunda við að draga úr fönn,
draumana um vorið.
Annar Húnvetningur, Bjarni Jónsson frá
Gröf í Víðidal úrsmiður á Akureyri, hefur
greinilega verið farinn að hlakka til vorsins
þegar þessi fæðist:
Lengjast dagar, lækkar fönn
ljómar sól á glugga
guð er farinn að glotta við tönn
gegnum vetrarskugga.
Og þá er þessi ekki síðri:
Er vorið kemur verður gaman,
það veitir lífi nýjan þrótt
og dagar halda höndum saman
í hringdansi um miðja nótt.
Freistast til að taka hér eina enn eftir
Bjarna:
Fuglar syngja friðarbæn
fræin vakna úr dái
fagnar vori grundin græn.
Guð er á hverju strái.
Og einn Húnvetningurinn enn, Gísli G.
Magnússon, er nokkuð ákveðinn í að vorið
muni sigra:
Vorið kemur víst á ný,
vetur burtu fýkur.
Í það minnsta eru á því
afar miklar líkur.
Séra Einar Friðgeirsson á Borg var uppalinn
í Fnjóskadal norður og að sjálfsögðu sá hann
vorkomuna með augum Norðlendingsins:
Nætursól við norður strönd
nálgast rjóð það gaman,
er himininn og hafsins rönd
halla vöngum saman.
Ingveldur Einarsdóttir sem lengi var vinnu-
kona á Reykjum hjá Bjarna Ásgeirsyni orti
líka um vorið:
Vorið er í vexti
svo vonhýrt og hlýtt.
Græðir upp hið gamla
og gjörir það nýtt.
Og Kristján Sigurðsson á Brúsastöðum:
Fuglar hagleg hefja ljóð,
hljómar lag við kvæði.
Vefur dagur gulls úr glóð
geislafagurt klæði.
Ég held að þessi vorstemning sé eftir pál
Ásgeir Ásgeirsson. Vona þá að ég verði leið-
réttur ef svo er ekki. Svosem ekki óvanalegt
að ég blaðri einhverja vitleysu:
Sólin eins og lúxorlampi
ljómar yfir skít og slor.
Nú fer ég að ná upp dampi,
nú er loks að koma vor.
Hreingerningar eru eitt af því sem fylgir
vorinu. Nauðsynlegt að fara í vorbaðið og
svo jólabaðið. Það sem umfram er eru meiri
vafaatriði. Hálfdan Bjarnason frá Bjarghúsum
velti þessu fyrir sér:
Að baða skrokkinn þykir þægilegt,
og það er sjálfsagt hollt og nauðsynlegt.
Samt hugsa eg meira um minn innri mann,
hve oft sé nauðsynlegt að skola hann.
Stefán heitinn Jónsson faðir Kára Stefáns
orti ýmislegt í orðastað Jóns á Akri og þar á
meðal þessa vorstemningu:
Það kliðar lækur hjá klettinum.
Það kúrir lóa rétt hjá honum.
Það er töluverð tónlist í kettinum
þegar troðið er á rófunni á honum.
Og um lúðvík Jósepsson sem var um tíma
sjávarútvegsráðherra ef ég man rétt og for-
maður Alþýðubandalagsins:
Póli jafnan töff í tík
og telst það höfuðprýðin,
Lúð- er maður vaskur vík
verka styður lýðinn.
Skagfirskur góðbóndi prýðilega hagmælt-
ur var einn gullfagran sumardag kominn út
á hlað og dáðist að sínu heimahéraði eins og
Skagfirðingar gera gjarnan. Já og reyndar
ekki bara Skagfirðingar ef út í það er farið. En
semsagt honum varð litið á giftingarhringinn
sinn sem glampaði fagurlega í sólinni og þar
með kom fyrsta hendingin:
Hýrnar gull í hreinviðri.
Næst verður honum litið á fjóshauginn en
á hann var komin skán af blessaðri sólinni og
þar með næsta hending:
Harðnar drulla í sólskini.
í því heyrir hann að konur eru að sinna bú-
verkum innanhúss og þar með var seinnipart-
urinn fullskapaður:
Starfar bulla í strokkloki,
stelpur sulla í mjólkinni.
Það er að vísu dálítið misjafnt hvaða viðmið
fólk hefur í sambandi við vorið. Hjá sumum er
sauðburðurinn viðmiðið. Hjá öðrum eru það
farfuglarnir nú eða grásleppuveiðin en Ólafur
B. Guðmundsson hafði þessi viðmið:
Þegar blóm fara að gróa á grundunum
og grásleppa að veiðast á sundunum
Þá er týnd vetrar sút.
Þá fer tíkin mín út
að trimma með nágrannahundunum.
Bjarni Ásgeirsson var eitt sinn staddur á
ráðstefnu í prag og sá þar kríuhóp á grasflöt
framan við hótelið. Mun það hafa orðið til-
efni eftirfarandi:
Ó hve gaman er að sjá
okkar gömlu kríu,
úti á túni að tína strá
í Tékkóslóvakíu.
Góðvinur minn sem nú er látinn sagði ein-
hvern tímann að vísur geymdust þeim mun
betur sem þær vikju lengra frá miðjumoðinu
í aðra hvora áttina. Allavega er oft gott að ná
öðru sjónarhorni en því sem algengast er. Eft-
irfarandi vísa mun vera eftir Ragnar Böðvars-
son:
Það er keppikefli mitt
að kveða stökur vitlausar.
Engu betra er samt hitt:
að þær séu litlausar.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Þegar blóm fara að gróa á grundunum - og grásleppa að veiðast á sundunum...
Færeyski málvísindamaðurinn,
kennarinn og útgefandinn Jonhard
Mikkelsen hlýtur alþjóðleg menn-
ingarverðlaun sem kennd eru við
Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver-
andi forseta íslands. Verðlaunin
voru veitt í fyrsta skipti á 90 ára af-
mælisdegi Vigdísar, 15. apríl síðast-
liðinn. Það voru íslensk stjórnvöld,
Háskóli íslands og Stofnun Vig-
dísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum sem ákváðu í samein-
ingu að setja verðlaunin á fót. Var
það gert í tilefni stórafmælis Vig-
dísar og þess að í vor verða liðin 40
ár frá sögulegu forsetakjöri henn-
ar. Verðlaunin verða veitt árlega
einstaklingi sem brotið hefur blað
með störfum sínum í þágu menn-
ingar og þá einkum tungumála.
Jonhard er sem fyrr segir fyrstur til
að hljóta verðlaunin og er það fyr-
ir einstakt framlag sitt til að efla og
þróa færeyska tungu bæði inn á við
og út á við.
Það var Benedikt Jónsson, sendi-
herra og aðalræðismaður íslend-
inga í Færeyjum, sem afhenti Jon-
hard Mikkelsen fyrstu Vigdísar-
verðlaunin með þökkum fyrir ein-
stakt framlag hans í þágu tungu-
málanna.
mm
Þegar vorar og sól hækkar á lofti
verður mörgum tamt að grípa
til orðtaksins, að nú sé tími til að
rækta garðinn sinn, og öll þekkj-
um við óeiginlega merkingu orð-
taksins sem bregður fyrir allan árs-
ins hring.
Þegar við göngum í gegnum um-
rótartíma eins og nú, þá er okk-
ur ofarlega í huga að samfélagið
komist um síðir öflugt frá þessum
hremmingum, bæði hvað varðar
mannlífið og ekki síður hvað inn-
viði samfélagsins snertir, atvinnu-
og viðskiptalíf.
Matvælaörygg i
Þegar ræktunarmál ber á góma
kemur ylrækt og matvælafram-
leiðsla fljótt upp í hugann, iðulega
er bent á matvælaöryggi á íslandi
um þessar mundir. í því sambandi
er tími til kominn að við náum átt-
um og hættum að einblína á löngu
úrelt framleiðslukerfi landbúnaðar-
ins. Á þetta höfum við í Samfylk-
ingunni lengi bent með hagsmuni
bændastéttarinnar í huga og raun-
verulegar þarfir samfélagsins, að
við horfum fram á veginn en ekki
stöðugt um öxl.
Mannrækt
Mannrækt er einnig mikilvægt
ræktunarstarf og fátt tekur fram
einstöku starfi íþróttahreyfinga um
allt land. Þetta er lýðheilsustarf,
forvarnir og heilsueflandi verkefni,
allt í senn.
íþróttastarf á landsbyggðinni og
áhugafólk sem stendur vörð um
það berst í bökkum, fjárhagsleg-
um bakhjörlum fækkar, sveitarfélög
eru víða fjárvana. Alltaf er þó fyrir
hendi ýmislegur fastur kostnaður,
svo sem vegna þjálfunar, æfingaað-
stöðu og ferðalaga sem er iðkend-
um á landsbyggðinni afar þungur í
skauti. Þarna þurfum við að vera á
verði og tryggja öllum börnum og
ungmennum aðstæður til að efla
hreyfiþroska sinn og um leið að
styrkja hvern og einn til vaxtar sem
heilbrigður einstaklingur.
Börnin
Rannsóknir sýna svo ekki verður
um villst að börn á íslandi eru að
þyngjast að líkamsvigt og það eru
hættuleg teikn. Ekkert betra mót-
vægi er til en skipuleg hreyfing og
íþróttir við hæfi.
Opinberar aðgerðir stjórn-
valda þurfa að taka mið af þessu og
tryggja verður að þessi mikilvægi
samfélagsþáttur fái ríkulegan skerf
af stuðningi í því bakslagi sem börn
og ungmenni upplifa nú, ekki síður
en aðrir.
Guðjón S. Brjánsson.
Höf. er þingmaður Samfylkingar í
NV kjördæmi
Börn, íþróttir
og ylrækt
Mikkelsen fyrsti handhafi
verðlauna Vigdísar