Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 B irt m eð fyrirvara um verð- og m yndabrengl. Verð á sjálfskiptum Korando DLX: 4.990.000 kr. Fimm ára ábyrgð + 178 hestöfl, 400 Nm + 2ja tonna dráttargeta + Fjórhjóladrif með læsingu + Ótrúlega rúmgóður + Gott aðgengi + Fimm ára ábyrgð Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636benni.is ÖRFÁ SÝNINGAREINTÖK Á LAGER! 1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020 Sex ráðherrar og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifuðu í gær undir sameiginlega yfirlýsingu um hvata til að draga úr kolefnisspori íslensks sjávarútvegs. Þar er stefnt að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum ís- lenskum fiski með samstarfi stjórn- valda og atvinnugreinarinnar. Með yfirlýsingunni er lagður grundvöllur að formlegu samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsins til að tryggja að markmiðum Íslands í lofts- lagsmálum verði náð, eins og það er orðað í tilkynningu um yfirlýsinguna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra skrifuðu fyrir hönd stjórnvalda undir yfirlýsinguna á lóð Ráðherrabústað- arins við Tjarnargötu í gær, að lokn- um fundi ríkisstjórnarinnar. Fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í sjávarút- vegi skrifuðu undir Ólafur Marteins- son, formaður SFS, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Öll hluti af vanda og lausn Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem mun vinna með fulltrúum greinarinnar að tillögum til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu. „Við erum öll hluti af vandanum og því verðum við öll að vera hluti af lausninni,“ sagði Bjarni Benediktsson við þetta tilefni. „Þær nauðsynlegu breytingar sem verður að gera í loftslagsmálum á næstu árum verða ekki að veruleika nema við tökum höndum saman; stjórnvöld, atvinnulíf og almenning- ur.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að um 98% af íslensku sjávarfangi sé selt á erlendum mörkuðum og líta þurfi til þess að þær aðgerðir sem ráðist er í dragi ekki úr samkeppnishæfni ís- lensks sjávarútvegs. Það sé raunhæft markmið að íslenskur sjávarútvegur verði kolefnishlutlaus og þannig skap- ist tækifæri til þess að hámarka virði þeirra verðmæta sem felast í auðlind- um hafsins. Sjö manns skipa starfshópinn en formaður hans er Tómas Brynjólfs- son, tilnefndur af fjármála- og efna- hagsráðherra. Dregið verði úr kolefnisspori sjávarútvegsins  Stjórnvöld og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sameina krafta sína Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Yfirlýsing Sex ráðherrar og fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi rituðu undir samstarfsyfirlýsingu í gær. Verkefni starfshópsins » Tillögur að umfangi sam- dráttar í losun frá sjávarútvegi til ársins 2030 » Tillögur um innleiðingu fjár- hagslegra hvata vegna m.a. fjárfestinga í búnaði og kerfum » Tillögur um hvernig megi auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í sjávarútvegi » Tillögur varðandi íblöndun lífeldsneytis og fýsileika þess í rekstrarlegu tilliti Umferð ökutækja á höfuðborgar- svæðinu jókst á óvæntan hátt í ný- liðnum mánuði að því er fram kemur í umfjöllun Vegagerðarinnar. „Um- ferðin í júní á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent sem kom á óvart en þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem umferðin í mán- uðinum er meiri en umferðin í sama mánuði ári fyrr. Athygli vekur að það er aukin umferð á mánudögum sem stendur undir allri aukningunni. Skýringar á aukinni umferð á mánu- dögum eru ekki augljósar,“ segir á vefsíðu Vegagerðarinnar um niður- stöður úr umferðarmælingum á mælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin var 1,2% meiri í júní en í sama mánuði á síðasta ári. Mest jókst umferðin í mælisniði á Reykja- nesbraut eða um 3,2% en 1,6% sam- dráttur mældist í mælisniði á Hafnarfjarðarvegi. Fara þarf aftur til júní árið 2018 til að finna meiri umferð um þrjú lykilmælisnið Vega- gerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Svo virðist sem umferð á mánu- dögum, í nýliðnum mánuði hafi tekið stórt stökk uppávið því hún mældist tæpum 12% meiri en á mánudögum í sama mánuði fyrir ári síðan. Mánu- dagar er jafnframt eini vikudagur mánaðarins sem sýnir aukningu á milli ára í júní þ.a.l. ber hann uppi umrædda aukningu. Athygli vekur að aukningin á mánudögum er lang mest í öllum sniðum,“ segir í umfjöll- uninni. Er því nú spáð samkvæmt reikni- líkani Vegagerðarinnar að yfir árið allt verði rúmlega 9% samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu. 9% samdráttur á Hringvegi Umferðin á Hringveginum í júní þróaðist með öðrum hætti en á höfuðborgarsvæðinu og dróst hún saman um 9% í mánuðinum, sem að mati sérfræðinga Vegagerðarinnar er mjög mikill samdráttur. Mestur varð samdrátturinn á Mýrdalssandi, þar sem 62% færri ökutæki fóru um umferðarteljarann en í sama mánuði fyrir ári. Umferðin jókst á óvæntan hátt  Umferðin í júní 1,2% meiri en í sama mánuði í fyrra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umferð Búist er við 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu yfir allt árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.