Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Þegar Morgunblaðið hafði samband við Þorberg Halldórsson, sem hefur opnað skartgripaverslunina Prakt Jewellery ásamt konu sinni Sigríði Eddu Bergsteinsdóttur, var hann önnum kafinn við að aðstoða við- skiptavin sem fyrir nokkru hafði fest hring á fingri sér. Bæði eru þau gull- smiðir en það er erfitt að segja að tækifærið hafi verið gullið til þess að opna skartgripaverslunina í miðjum kórónuveirufaraldri þar sem ferða- mönnum hefur fækkað um 99% bæði í apríl og maí og samtals 52% á árinu. Eftir að hafa sagað hringinn sló Þor- bergur á þráðinn og ræddi viðtök- urnar fyrstu fjórar vikurnar. „Þetta hefur gengið vonum fram- ar. Maður vissi ekkert hvað maður var að fara út í miðað við þessar breyttu aðstæður en við höfum feng- ið góðar undirtektir og það er ótrú- lega mikið lífið í bænum finnst mér,“ segir Þorbergur við Morgunblaðið. Hann segist hafa fulla trú á mið- borginni sem framtíðarsvæði fyrir verslun. Þau hjónin hafi ákveðið að vera ofarlega á Laugavegi (82) til þess að höfða bæði til Íslendinga en einnig erlendra ferðamanna, en vissulega séu forsendur breyttar vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var með verslun í miðbænum fyrir um 12 árum og þegar ég lokaði henni var bara bónus ef ferðamaður datt inn. Með þessu vali á staðsetn- ingu reynum við að höfða bæði til Ís- lendinga og ferðamanna. Ég hef ver- ið með annan fótinn í miðbænum frá því ég byrjaði að læra til gullsmiðs fyrir 40 árum. Ég hef séð miðbæinn ganga í gegnum hæðir og lægðir og held að hann sé á uppleið. Við höfum fulla trú á miðborginni sem fram- tíðarverslunarsvæði, enda eigum við aðeins eina miðborg,“ segir Þor- bergur. Hærra verð gulls haft áhrif Að hans sögn spannar mark- hópurinn alla aldurshópa, Prakt er með margar vörulínur á breiðu verð- bili og pláss er á markaðnum fyrir nýja skartgripaverslun. „Það er alltaf rými fyrir nýja vöru í okkar geira. Það hefur ekki verið mikil fjölgun í gullsmíðinni á undan- förnum árum. Þar hefur hærra markaðsverð gulls sitt að segja sem margfaldaðist eftir hrun. Þegar ég var með rekstur rétt fyrir hrun fór kílóið af gulli úr 1.200 þúsund krón- um í 7,4 milljónir. Það hefur gert yngri aðilum erfitt fyrir að fara alla leið í rekstur. Hækkunin á gulli eftir COVID-19 er ekki nema um 15%,“ segir Þorbergur. Spurður hvort ekki sé óðs manns æði að opna skart- gripaverslun á tímum veirunnar segir hann aðlögunarhæfni rekstrar þeirra hjóna skipta þar sköpum. „Við framleiðum, hönnum og ger- um allt sjálf og getum auðveldlega aðlagað okkur að markaðnum. Við erum einnig eigendur og framleið- endur skartgripamerkisins SEB sem hefur notið vinsælda hér heima og erlendis. Öll okkar hönnun er framleidd á verkstæðinu okkar og við höfum ekki síst fundið fyrir já- kvæðni í okkar garð vegna þess. Þegar ferðamennirnir koma að lok- um mun það einnig hjálpa. Þegar fólk stendur við afgreiðsluborðið hjá okkur horfir það yfir verkstæðið og það heillar bæði Íslendinga og ferða- menn þar sem fólk er mjög meðvitað um að varan sem það er að versla sé framleidd og hönnuð á staðnum.“ Hefur fulla trú á verslun í miðborginni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Prýði Þau Þorbergur og Edda framleiða og hanna skartgripina í Prakt.  Markhópur Prakt Jewellery spannar alla aldurshópa 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Líkamsræktarkeðjan World Class hefur hækkað verð á almennum kortum um 15%. Verðið hafði verið óbreytt frá ársbyrjun 2014. Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class á Íslandi, segir það hafa verið óhjákvæmilegt að hækka verðið. Til að mynda hafi launavísitala hækkað um 56% frá ársbyrjun 2014 og vísitala neyslu- verðs hækkað um 15,2%, en kortin staðið í stað. Þá hafi til dæmis gjald fyrir sundferð hækkað um 102% á tímabilinu. „Það hlýtur að segja sitt um að það hafi skapast þörf fyrir hækkun. Jafnframt reyndist kórónuveiran okkur dýr. Það eru sex og hálft ár síðan ég hækkaði verðið síðast. Það er sennilega ekkert fyrirtæki á Ís- landi sem getur státað af því. Ég var orðinn ódýrastur á markaðnum. Önnur fyrirtæki sem eru með lægra þjónustustig en við vorum orðin dýrari,“ segir Björn. Fær meira fyrir þjónustu „Við höfum opnað margar stöðvar síðan í ársbyrjun 2014. Fólk er því að fá miklu meira fyrir peninginn en fyrir sex og hálfu ári,“ segir Björn um þjónustustigið. Eftir hækkunina fer mánaðarleg áskrift úr 6.830 krónum í 7.850 krón- ur og hækkar því um 15%. Um leið hækkar baðstofukortið í Laugum úr 19.900 í 22.000 á mánuði. Það er um 10% hækkun. Þegar verðið hækkaði síðast 2. janúar 2014 hækkuðu al- mennu árskortin um 2,8%. Björn segir að síðan hafi húsnæðiskostn- aður, rafmagn og vatn hækkað í verði og laun hækkað mikið. Opna nýjar stöðvar Fram kom í samtali Viðskipta- Moggans við Björn í lok maí að World Class hefði tapað um 600 milljónum króna vegna kórónu- veirufaraldursins. Félagið hefði fjár- magnað uppbygginguna í sam- komubanninu með 500 milljóna yfirdrætti hjá viðskiptabanka. Björn segir áformað að taka nýja stöð við sundlaugina á Hellu í notkun í lok júlí. Þá verði ný World Class- stöð opnuð í Grósku í lok ágúst og ný stöð við Kringluna í lok september. Jafnframt sé verið að leggja loka- hönd á stækkun World Class-stöðv- ar í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Aðspurður segir hann kórónu- kreppuna ekki hafa haft önnur áhrif á uppbyggingu félagsins en að fresta stækkun stöðvarinnar við sundlaug- ina á Selfossi. Velta World Class var um 3,6 milljarðar í fyrra og var launakostn- aður um 500 milljónir. Korthafar voru um 49.300 í mars, fyrir farald- urinn, en eru nú um 46.500. 15% verðhækkun hjá World Class  Stofnandinn segir óhjákvæmilegt að hækka verðið eftir sex og hálfs árs hlé Morgunblaðið/Hari Eigandi Björn Leifsson í ræktinni. Bio-Kult Mind Einbeitingin farin? – sérð ekki út úr NÝTT Ný vara með áherslu á hugræna virkni. Rannsóknir hafa sýnt að tenging á milli heila og meltingarvegs (gut-brain-axis) er mikil og að þarmaflóran gegni þar lykilhlutverki. Bio Kult – stendur vörð um þína heilsu Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. 4. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.4 Sterlingspund 173.26 Kanadadalur 101.84 Dönsk króna 20.967 Norsk króna 14.618 Sænsk króna 14.936 Svissn. franki 146.73 Japanskt jen 1.2878 SDR 191.16 Evra 156.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.9743 Hrávöruverð Gull 1771.85 ($/únsa) Ál 1593.5 ($/tonn) LME Hráolía 41.33 ($/fatið) Brent ● Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu (FHG), segir gögn frá leitarvélum á netinu benda til aukins áhuga Dana og Þjóðverja á ferðum til Íslands. Það hafi hins vegar ekki skilað sér í sama mæli í bókunum. „Við finnum aukinn áhuga frá Dönum og Þjóðverjum en það er engin bókunarbylgja komin. Áhuginn birtist í fyrirspurnum og leit í leitarvélum. Danir og Þjóðverjar virðast vera að taka meira við sér en aðrir í þessu efni,“ segir Kristófer, sem telur aðspurður þetta vísbendingu um að eitthvert hik sé á ferða- mönnum í kjölfar kórunuveirufaraldursins. „Við vonum að lín- urnar fari að skýrast á næstu tveimur vikum,“ segir hann. Fjallað var um áhuga Þjóðverja á Íslandsferðum í Morgun- blaðinu í gær en efnt var til kynningarherferðar í Þýskalandi til að kynna Ísland sem öruggan áfangastað í faraldrinum. Kristófer er jafnframt eigandi og framkvæmdastjóri CenterHótelanna. Hann segir keðjuna hafa hótelin Miðgarð, Plaza og Arnarhvol opin í sumar, jafnvel þótt eftirspurnin sé lítil í höfuðborginni. „Við erum með fólk á uppsagnarfresti og á laun- um og endumetum stöðuna reglulega í ljósi eftirspurnarinnar,“ segir Kristófer. Aukinn áhugi Dana og Þjóðverja á Íslandsferð Kristófer Oliversson STUTT ● Krónan veiktist um 2,8% gagnvart evrunni og 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í júní. Stóð evran í 155,3 krónum sam- anborið við 150,9 krónur í lok maí að því er fram kom í Hagsjá Landsbankans í gær. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 42,2 milljörðum króna í júní og þar af nam hlutdeild Seðlabanka Íslands 11,9 milljörðum króna eða um 28%. Greip bankinn sex sinnum inn á markaðinn í júní en nettó kaup Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði námu 800 millj- ónum króna í júní eða um sex millj- ónum evra. Flöktið á krónunni gagnvart evru í júní nam 9% en meðalflökt síð- ustu 12 mánuði á undan nemur 6,7%. Krónan veiktist lítillega í júnímánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.