Morgunblaðið - 04.07.2020, Síða 28
28 UMRÆÐAN
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020
Þegar krepputal ein-
kennir allt samfélagið
eftir pestina vondu þá
er frábært að geta
kynnt til sögunnar nýja
sýningu, nýtt setur sem
er skemmtun og menn-
ing í senn. Þetta er Vín-
landssetrið í Búðardal
vestur í Dölum.
„Land það sem kall-
að er Grænland fannst
og byggðist af Íslandi. Eiríkur hinn
rauði hét maður breiðfirskur, sem fór
út héðan þangað og nam þar land sem
síðan er kallað Eiríksfjörður. Hann
gaf nafn landinu og kallaði Grænland
og kvað menn mundu fýsa þangað far-
ar að landið ætti nafn gott.“ Svo segir í
Ari í Íslendingabók. Og frá Grænlandi
„fundu“ landar okkar undir forystu
Leifs heppna Eiríkssonar Ameríku.
Þess vegna verður opnað hér á landi
Vínlandssetur í Leifsbúð 5. júlí næst-
komandi. Og hvar nema vestur í Döl-
um; í Búðardal. Stórhátíð. Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra opnar
setrið.
Hvað gerðist eiginlega?
Hvað er hér eiginlega á seyði? Jú
þannig er að Leifsbúð var tilbúin lang-
leiðina. En þá kom hrun. Allir kipptu
að sér hendinni. Eftir hrun þá kom
Kjartan Ragnarsson sem hafði ásamt
konu sinni Sigríði Margréti Guðjóns-
dóttur stofnað Landnámssetrið í
Borgarnesi. Þau kunnu að reka veit-
ingastað og menningarstað í senn.
Kjartan skrifaði sveitarstjórnum á
Vesturlandi með hugmynd um að
setja upp sýningu, sögulega sýningu,
ekki síst fyrir ferðamenn. Enginn
sveitarstjórnarmaður svaraði. Nema
einn. Sveinn Pálsson, þáverandi sveit-
arstjóri í Dalabyggð. Og niðurstaðan
varð sú að sveitarstjórnin taldi rétt að
ganga í verkið. Til varð nefnd sem var
látin heita Eiríksstaðanefnd því hún
var beint framhald af Eiríksstaða-
nefndinni sem Friðjón Þórðarson
veitti forystu og lét byggja tilgátubæ-
inn að Eiríksstöðum í Haukadal sem
opnaði árið 2000.
Gengið í verkið
Eiríksstaðanefndin
kallaði til listamenn og
hönnuði og safnaði pen-
ingum. Miklu skipti að
sjóðir menningar- og
uppbyggingar á Vestur-
landi tóku erindi okkar
vel. En mestu skipti að
ríkisstjórn landsins lagði
til við Alþingi að verk-
efnið fengi stuðninginn
sem hvarf í hruninu. Al-
þingi samþykkti. Og hér
erum við. Allt að verða eða orðið tilbú-
ið. Í Eiríksstaðanefnd störfuðu Rögn-
valdur Guðmundsson, Svavar Gests-
son, Örnólfur Thorsson, Sigríður M.
Guðmundsdóttir, Kjartan Ragn-
arsson og svo fulltrúi Dalabyggðar
sem var Valdís Gunnarsdóttir fram að
síðustu sveitarstjórnarkosningum en í
stað hennar kom þá Þuríður Sigurðar-
dóttir í nefndina. Þá hafa sveitar-
stjórar Dalabyggðar starfað með
nefndinni og haft forystu um verkið,
fyrst Sveinn Pálsson en síðan Kristján
Sturluson.
Hvað er á sýningunni?
Og hvað er í Vínlandssetri? Það er
sýning um landafundina á efri hæð-
inni og notalegur veitingastaður á
neðri hæðinni.
Það er vandi að setja upp svona
sýningu. Þar hefur verið valinn til
verka listamaður sem hefur meiri
reynslu af uppsetningu safnasýninga
en flestir aðrir, Axel Hallkell Jóhann-
esson. Hugmyndafræðingurinn er
Kjartan Ragnarsson. Sýningin er sett
saman úr 43 atriðum. Tuttugu og þrjú
atriði eru unnin af tíu íslenskum lista-
mönnum. Það er sá hluti sýning-
arinnar sem rekur efni Vínlandssagn-
anna beggja, það er Grænlendinga-
sögu og Eiríkssögu rauða.
Í fyrsta þriðjungi sýningarinnar
verður farið yfir þær rannsóknir, sem
gerðar hafa verið á lífi norrænna
manna á Grænlandi og í Ameríku.
Söguþráður Vínlandssagnanna er síð-
an unninn sjónrænt af listamönnunum
tíu. Þau eru Aðalheiður Eysteins-
dóttir, Finnur Arnarsson, Fjölnir
Bragason, Helgi Björnsson, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Hrund Atladótt-
ir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Kjartan
Ragnarsson, Þórarinn Blöndal og
Örn Sigurðsson. Verkin eru misstór
og misjafnlega umfangsmikil.
Mikilvægur stuðningur
Mjólkursamsalan hefur verið
rausnarleg við uppbyggingu sögu-
legra menningarverkefna í Dölum. Í
fyrra voru afhjúpuð fjögur forkunn-
arfalleg söguskilti sem opnuðu það
svæði sem við nú köllum Gullna sögu-
hringinn. MS kostaði það verkefni en
hefur ekki látið þar staðar numið.
Núna sendir Mjólkursamsalan öllum
Dalamönnum boðskort á sýninguna í
Leifsbúð. Glæsilegt. Síðan tekur
Mjólkursamsalan þátt í móttökunni í
Dalabúð á opnunardaginn.
Opnunarhátíðin 5. júlí hefst
klukkan 15. Katrín forsætisráðherra
opnar sýninguna formlega en á hátíð-
inni koma einnig við sögu sendiherra
Bandaríkjanna, fulltrúar Kanada og
Grænlands, fyrsti þingmaður Norð-
vesturkjördæmis og forstjóri stofn-
unar Árna Magnússonar. Eftir opn-
unina bjóða Dalabyggð og Mjólkur-
samsalan til móttöku í Dalabúð.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir á Jörva
hefur starfað með Eiríksstaðanefnd-
inni en hún veitir nú forstöðu starf-
seminni á Eiríksstöðum í Haukadal.
Hún mun ásamt félögum sínum taka
við rekstri Vínlandseturs frá 5. júlí.
Með henni eru þau Reynir Guð-
brandsson, Anna Sigríður Grétars-
dóttir og Pálmi Jóhannsson auk
Bjarnheiðar.
Það er magnað að lítið byggðarlag
skuli takast á hendur annað eins
verkefni. Venjulega er ráðist í annars
konar verkefni til að efla byggð í
landinu. Hér er það menning.
Sveitarfélagið hefur haft foryst-
una; Dalabyggð á húsið og sýn-
inguna. Til hamingju Dalamenn og
landsmenn allir með þetta mikilvæga
framlag til íslenskrar menningar.
Skemmtun, menning og saga: Vínlandssetur
Eftir Svavar
Gestsson
Svavar Gestsson
» Í fyrsta þriðjungi
sýningarinnar verð-
ur farið yfir þær rann-
sóknir, sem gerðar hafa
verið á lífi norrænna
manna á Grænlandi og í
Ameríku. Söguþráður
Vínlandssagnanna er
síðan unninn sjónrænt
af listamönnunum tíu.
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Söguskilti Myndin er frá þeim atburði þegar afhjúpað var söguskilti á afleggjaranum heim að Hjarðarholti í
Dölum. Þarna er eitt skiltið af fjórum á Gullna söguhringnum en Mjólkursamsalan kostaði skiltin sem unnin voru að
frumkvæði Sturlufélagsins.
ARNARBÆLI í Ölfusi | Útimessa í Arnarbæli í
Ölfusi kl.14. Kirkjukór Hveragerðis - og Kot-
strandarsókna leiðir söng, organisti Ester
Ólafsdóttir, prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
Messukaffi á eftir. Ef veðrið bregst flyst guðs-
þjónustan inn í Kotstrandarkirkju.
ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. á
ljúfum og léttum nótum. Sr. Þór Hauksson
þjónar. Organisti Kristina K. Szklenár. Kaffi og
spjall eftir.
ÁSKIRKJA | Helgihald fellur niður vegna
sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks Ás-
kirkju. Næst verður messað í kirkjunni sunnu-
daginn 9. ágúst 2020 kl. 11.
BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta með léttu
ívafi kl 20. Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzo-
sópran og Antónía Hevesí píanóleikari ætla að
flytja nokkur ljúf lög frá miðri síðustu öld, tón-
list úr söngleikjum, óperu og önnur vinsæl lög
sem öll fjalla um ástina og lífið. Prestur er séra
Pálmi Matthíasson og messuþjónar lesa ritn-
ingarlestra.
DIGRANESKIRKJA | Sameiginleg messa
Digraneskirkju og Hjallakirkju verður sunnu-
daginn 5. júlí í Hjallakirkju kl 11.
Prestur Karen Lind Ólafsdóttir. Organisti Lára
Bryndís Eggertsdóttir
DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS, Landa-
koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl.
10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á
ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku
kl. 19.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Prestur
séra Elínborg Sturludóttir.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Útimessa 5. júlí kl.
10:30 í Selskógi Egilsstöðum (útileikhúsi).
Prestur Þorgeir Arason. Torvald Gjerde leikur á
harmoniku. Almennur söngur.
Eftir messu er boðið upp á grillaðar pylsur í
skóginum.
Tónlistarstund í Egilsstaðakirkju 5. júlí kl. 20.
Ásdís Arnardóttir selló og Jón Sigurðsson pí-
anó. Enginn aðgangseyrir.
Tónlistarstund í kirkjunni fim. 9. júlí kl. 20. Tor-
vald Gjerde, organisti kirkjunnar, spilar á orgel.
Enginn aðgangseyrir.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa
verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 5. júlí
kl. 11.
Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar og org-
anisti er Hákon Leifsson.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl 11. Ljúf
og góð morgunstund, séra Pálmi Matthíasson
þjónar og félagar úr kór Grensáskirkju syngja
við undirleik Ástu Haraldsdóttur. Messuþjónar
lesa ritningarlestra og boðið er upp á hress-
ingu eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumarkirkjan,
samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og
Garðabæ. Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álfta-
nesi kl. 11 alla sunnudaga í sumar. Kaffisopi á
eftir í Króki.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma
Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr
Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er
Björn Steinar Sólbergsson. Hádegismessa kl.
12 miðvikudag. Bænastundir kl. 12 fimmtudag
og föstudag. Orgelsumar í Hallgrímskirkju: Tón-
leikar fimmtudag kl. 12. Erla Rut Káradóttir
leikur.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameiginleg
messa Digraneskirkju og Hjallakirkju verður
sunnudaginn 5. júlí í Hjallakirkju kl 11. Prestur
Karen Lind Ólafsdóttir. Organisti Lára Bryndís
Eggertsdóttir
LINDAKIRKJA í Kópavogi | kl. 11. Sunnu-
dagaskóli.
kl 20. Guðsþjónusta. Áslaug Helga Hálfdán-
ardóttir og Matthías Baldursson sjá um tónlist-
ina. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr
Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur sr.
Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á
Torginu eftir guðsþjónustu.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestsþjón-
ustu sinnir sr. Axel Á. Njarðvík héraðsprestur
og Ester Ólafsdóttir er organisti. Kórfélagar
leiða söng safnaðarins og þú ert velkomin(n).
STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi |
Bæna- og kyrrðarstund við kertaljós, fimmtu-
dagskvöld 9. júlí kl. 20.30. Sr. Egill Hall-
grímsson annast stundina. Óvenjuleg en ein-
föld stund við hlið himinsins.
ÚTHLÍÐARKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag
kl. 16. Sr. Egill Hallgrímsson annast prests-
þjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. Hlýleg
stund í húsi Drottins.
Orð dagsins: Verið mis-
kunnsöm eins og faðir
yðar er miskunnsamur.
(Lúk 6.36-42)
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reynisstaðarkirkja
Halla
Lögg. fast.
659 4044
Ólafur
Sölu- og
markaðsstjóri
690 0811
Ellert
Sölustjóri
661 1121
Sigþór
Lögg. fast.
899 9787
Hafrún
Lögg. fast.
848 1489
Bárður
Sölustjóri
896 5221
Elín Urður
Lögg. fast.
690 2602
Elín Rósa
Lögg. fast.
773 7126
Lilja
Sölufulltrúi
820 6511
Kristján
Sölufulltrúi
691 4252
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is