Morgunblaðið - 04.07.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 04.07.2020, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 ✝ Messíana Mar-zellíusdóttir fæddist 18. maí 1942 á Ísafirði. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða á Ísafirði þriðju- daginn 24. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Marzellíus Bernharðsson f. 16. ágúst 1896, d. 2. febrúar 1977 og Alberta Al- bertsdóttir, f. 11. febrúar 1899, d. 24. febrúar 1987. Messíana var yngst 13 systk- ina. Látin eru Jónína Jóhanna, Stefanía Áslaug, Kristján Sveinn, Guðmundur Jón Dan, Kristín, Sigríður Guðný, Helga Þuríður, Kristinn, Bettý og Sig- urður Magni. Eftirlifandi bræð- ur eru Þröstur og Högni. Þann 30. desember 1961 gift- ist Messíana Ásgeiri S. Sigurðs- syni, f. 21. nóvember 1937, d. 20. apríl 2019. Þau eignuðust þrjár dætur: a) Þórlaug Þuríður, f. 3. október 1961. Börn hennar og Þrastar Kristjánssonar eru: Hel- ena Björk, f. 18. ágúst 1981, d. 21.júlí 2017. Ásgeir Helgi, f. 8. nóvember 1988. sonur hans og Blómeyjar Ó. Karlsdóttur er Máni Þór, f. 17. júlí 2017. Sam- býlismaður Þórlaugar er Finn- bogi Karlsson, f. 12. mars 1956. b) Helga Alberta, f. 15. janúar 1963. c) Sigríður Guðfinna, f. 17. júlí 1966. Eiginmaður hennar er Gunnar Skagfjörð Sæmundsson f. 14. október 1969. Dóttir Sig- ríðar og Heimis Brynjarssonar er Andrea Messíana f. 26. janúar 1995. Börn Gunnars eru Logi Leó, f. 25. júní 1990 og Dögg Patricia f. 19. mars 1994. Messíana ólst upp á Ísafirði og bjó þar alla tíð. Hún stundaði píanónám við Tónlistarskól- ann á Ísafirði undir handleiðslu Ragn- ars H. Ragnar. Að loknu gagn- fræðaprófi stund- aði hún píanónám hjá Jóni Nordal í Reykjavík í eitt ár og nokkru síðar fór hún í Húsmæðraskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu. Messíana stund- aði verslunarstörf í nokkur ár, en lengst af starfaði hún sem pí- anó- og harmóníkukennari við Tónlistarskólann á Ísafirði. Messíana starfaði lengi í Sjálfs- björgu á Ísafirði og var formað- ur um árabil og var hún sæmd gullmerki samtakanna árið 2015. Hún var einn af stofn- endum kvennastúku Oddfellow á Ísafirði og var organisti stúk- unnar í 40 ár. Messíana var virk- ur félagi í Harmóníkufélagi Vestfjarða ásamt Ásgeiri eig- inmanni sínum, sem safnaði harmóníkum um langt skeið. Árið 2008 afhentu þau hjónin Ísafjarðarbæ 140 harmóníkur að gjöf en í dag telur Harm- óníkusafn Ásgeirs S. Sigurðs- sonar ríflega 220 harmóníkur. Messíana var heiðruð árið 2008 af Sambandi íslenskra harm- óníkuunnenda fyrir starf í þágu harmóníkunnar. Í ljósi aðstæðna fór útför hennar fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin í dag, 4. júlí 2020, kl. 14 í Ísafjarðarkirkju. Elsku mamma. Þá er komið að leiðarlokum. Mamma var einstaklega hjartahlý og skemmtileg kona. Alltaf stutt í hláturinn og það sem hún gat hlegið! Henni féll sjaldan verk úr hendi, hún var mikil handavinnukona og þeir eru margir fallegir harðangursdúk- arnir og sængurveramilliverkin sem eftir hana liggja. Við systur gátum alltaf treyst því að ef eitthvað stóð til í fjöl- skyldunni var mamma mætt til að aðstoða. Minningakistan okkar er full af góðum og kærleiksríkum minn- ingum sem við geymum í hjarta okkar. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Elsku mamma, við kveðjum þig í dag með vissu um að þau tvö sem fóru á undan þér í sumar- landið hafa tekið vel á móti þér. Þórlaug Þuríður, Helga Alberta og Sigríður Guðfinna. Við erum fjórar systur, dætur Áslaugar Tulinius sem var næst- elst í stóra Massapúkahópnum á Austurvegi 7 á Ísafirði. Messí var yngst og tæp 20 ár á milli þeirra systra. Við höfum allar lifað öllu okkar lífi með Messí innanborðs og það eru mörg ár. Við setjumst og ornum okkur við eld minning- anna og vissulega stafar hita og hlýju frá þeim minningum. Messí, baldna, stríðna og jafnvel óþekka uppáhald allra, bæði foreldra sinna og systkina. Hún gat reynt á þolrifin með uppátækjum sín- um, eins og að mála sig og nagla- lakka. Burt með þetta og í ruslið! Berta man eftir að amma Berta krafðist þess að Messí hellti naglalakkinu í vaskinn og að þá grét Messí reiðitárum. Þegar Messí fermdist var samt ýmislegt leyft: hún skyldi fá fallegasta kjólinn, hann sáu eldri systurnar um, og svo skyldi hún vera með fallegar krullur í hárinu. Hún varð yndisfögur, því gleymir eng- inn. Hún giftist ung Ásgeiri og mikið vorum við heppnar því við elskuðum allar Ásgeir og síðan allar stelpurnar þeirra. Við feng- um að taka talsverðan þátt í upp- eldinu á þeim, því mamma og Messí voru nánar og mamma bjó í Reykjavík, þangað sem sækja þurfti læknisþjónustu og milli- lenda á ferðalögum út í lönd. Pabba okkar, Axel, var það ákaf- lega ljúft að þjónusta Messí og Helgu á mörgum ferðalögum þeirra til Danmerkur. Við bund- umst öll sterkum böndum. Hrefna hóf sinn kennsluferil, ófrísk, einstæð móðir í Barna- skóla Ísafjarðar. Er hún þakklát Messí fyrir einstök vinahót og hvatningu, vinur í raun. Helga minnist hennar sem gáskamikill- ar ungrar konu sem lék sér með okkur þótt hún og Guðrún væru litlu systurnar og fannst Helgu sjálfsagt að þjónusta hana með pantanir úr verslunum í Reykja- vík síðar meir. Guðrún man eftir leyndarmáli sem Messí sagði henni, sem mun nú koma í ljós: hún reykti sígó og leyfði okkur að prófa. Varðveitt leyndarmál þar til nú. Messí var tónlistarkennari. Hún lék á píanó og harmónikku. Hvað við vorum hrifnar af þessu. Skemmtilegt að fá að njóta þess- ara óvæntu hæfileika í fjölskyldu þar sem iðnmenntun var eðlilega í heiðri höfð. Kannski naut hún þess að vera yngst og tónlistar- skólinn tekinn til starfa. Hún náði að leika við jarðarfarir flestra systkina sinna, nema mömmu, en sendi í stað þekktan harmónikku- leikara. Við kveðjum Messí klökkar en ákaflega þakklátar fyrir stórar stundir, oftast gleði, því hún var þeim ótrúlega hæfileika gædd að geta alltaf kveikt á gleðinni þrátt fyrir erfiðar stundir. Mamma og hún töluðu iðulega í síma og var alltaf hlegið, að minnsta kosti einn stórbrandari í hverju sím- tali. Takk, Messí, fyrir vináttuna, traustið og gleðina. Takk fyrir allar heimsóknirnar bæði austur á land til Bertu og Helga á hús- bílnum og til Reykjavíkur. Sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar, einkum systranna þriggja, fjöl- skyldna þeirra og eftirlifandi bræðra. Kveðjur senda börnin okkar sem fengu einu sinni hangi- kjöt og uppstúf í morgunmat, sem Ásgeir og Messí höfðu boðið okkur í að morgni jarðarfarar- dags Öddu, elstu systurinnar. Sá matur líður þeim seint úr minni. Hrefna, Berta, Guðrún Halla og Helga Tulinius. Litla systir hennar mömmu, eins og ég kallaði hana gjarnan, hún Messý Massa, lést hinn 24. mars sl. Helga dóttir hennar tilkynnti mér fjórum dögum áður að hún hefði dottið heima hjá sér og ver- ið flutt á sjúkrahúsið til skoðunar. Hún hlaut beinbrot sem var ekki hægt að meðhöndla og tæplega fjórum sólarhringum síðar and- aðist Messý frænka mín. Það voru 16 ár á milli okkar, hún var yngsta barn ömmu minn- ar og afa. Ég ólst upp á heimili þeirra, þar sem við mæðgur bjuggum. Systkin mömmu urðu þannig eiginlega eins og systkin mín. Messý lærði á píanó, það var í stofunni á æskuheimilinu okkar. Þegar hún hafði kynnst honum Ásgeiri sínum bjuggu þau fyrstu árin með dæturnar í íbúðinni fyr- ir ofan ömmu og afa. Þar kenndi Messý á píanó. Ekki tókst nú bet- ur til með mig en það, að ég var nemandi hennar hluta úr vetri þegar ég var sjö ára. Sumarið eft- ir fæddist Sigga yngsta dóttir þeirra, en þá fékk ég stundum að gæta hennar á meðan Messý sinnti píanókennslu. Miðdóttirin var skírð á heimili þerra og man ég eftir að Messý trúði mér, þá á fimmta ári, fyrir nöfnunum, sem henni voru valin. Þetta gekk eftir, ég þagði og barnið var skírt nöfnum móður minnar og móður Messýjar. Ég hef alltaf verið mjög ánægð með þetta val og að sjálfsögðu frænku mína sem ber nöfnin Helga Al- berta. Síðar fluttu þau niður í Smiðju- götu og fór ég oft þangað til að passa stelpurnar, þrátt fyrir að sú elsta sé bara þremur árum yngri en ég. Dætur Messýjar hafa líka alltaf verið mér eins og systur, það var mikill samgangur okkar á milli. Síðar unnum við Messý báðar í Ljóninu, búð sem afi átti, einnig Runný æskuvinkona og mágkona Messýjar. Þær vinkonurnar eign- uðust dætur með eins dags milli- bili, en eldri dæturnar voru skírð- ar daginn sem foreldrar þeirra giftust. Frænkurnar voru mikið saman, tvö sett af vinkonum. Fyrir þremur áratugum vann ég í tvö ár í Tónlistarskóla Ísa- fjarðar þar sem Messý var tón- listarkennari. Hún var þá byrjuð að kenna á harmoniku, sem var lengst af „hljóðfærið hans Ás- geirs“. Hann hélt mikið upp á harm- oniku, spilaði og eignaðist stórt safn af þeim. Harmonikusafnið er núna í eigu Ísafjarðarbæjar. Safnið stækkaði ört og var lengst af á heimili þeirra á Urðarvegin- um. Framan af var Messý sú eina úr fjölskyldunni sem tengdist tónlist. Hún var þá gjarnan feng- in til að spila fyrir okkur hin. Ég man eftir tilfellum þar sem hún spilaði á lítil kirkjuorgel, t.d. við húskveðjuna hjá ömmu og afa þegar Finnur Guðni föðurbróðir hennar var kvaddur. Yngsta dótt- irin, sem fæddist sama ár, var skírð eftir honum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, hafðu þökk fyrir allt og allt elsku Messý mín. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, sem hefur nú misst svo mikið á stuttum tíma. Bænum mínum heima hjá Hlíðar brekkum undir er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir. Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir. (Þorsteinn Erlingsson) Áslaug og Magnús á Austurveginum. Ég var átta ára þegar ég fékk loksins að byrja í tónlistarskólan- um heima á Ísafirði. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég sjálfur að læra á harmóníku. Hver ástæðan var nákvæmlega veit ég ekki en þvílíkt gæfuspor sem það var. Harmóníkukennarinn var Messíana, Messý, og kennslustof- an fyrstu árin herbergi í húsi hennar og Ásgeirs á Urðarvegi. Þrátt fyrir að oft væri barningur að komast þangað uppeftir í snjó með hljóðfærið og það á samvisk- unni að kannski var maður ekki nægilega vel undirbúinn, var allt- af gott að koma til Messýjar. Ég tel fullvíst að þannig hafi okkur öllum nemendum hennar liðið. Hún var svo góð við okkur og passaði að það væri gaman. Enda sýndi það sig að eftir því sem árin liðu fjölgaði nemendum hennar jafnt og þétt og úr varð stór hópur nemenda á öllum stig- um. Þetta hefur án efa blásið Messý og Ásgeiri byr undir vængi því þau höfðu óbilandi áhuga á að efla harmóníkulíf Vestfjarða og um land allt. Messý var brautryðjandi í kennslu á hljóðfærið og við nemendur henn- ar fyrst til að taka samræmd stigspróf – Tónlistarskóli Ísa- fjarðar var mekka harmóníku- kennslu landsins undir hennar forystu. Það vildu þau heiðurs- hjón sýna. Það skal engan undra að eftir- minnilegar eru ferðir með Messý og Ásgeiri á mót harmóníkuunn- enda á Siglufirði og Núpi í Dýra- firði, æfingar með flottu körlun- um í Harmóníkufélagi Vestfjarða í skipasmíðastöðinni síðdegis á sunnudögum, nemendakvöld með kóki og snakki á Urðarveginum, lyktin í nikkuherberginu. Hin óendanlega gæska sem skein af Messý. Þó svo að ég grípi ekki oft í hljóðfærið í dag og vitnisburður um nám mitt í skólanum oft að ég mætti æfa mig betur heima veit ég að tónlistartímarnir hjá Messý veittu mér gott veganesti út í lífið sem ég bý enn að. Megi minningin um brautryðj- andann, kennarann og vinkonu mína lifa. Greipur Gíslason. Messíana Marzellíusdóttir Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNHEIÐAR JÚLÍU GÍSLADÓTTUR frá Súðavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og hjúkrunarheimilisins Eyrar, Ísafirði. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurgeir Garðarsson Jónína Hansdóttir Þráinn Ágúst Garðarsson Sawai Sara Kham Gísli Garðarsson Kristín Jónsdóttir Hansína G. Garðarsdóttir Finnbogi Hermannsson Gerður Ragna Garðarsdóttir Ægir Sigurgeirsson Smári Garðarsson Karítas Halldórsdóttir Björn Jónsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, RAGNAR INGIMUNDUR ÁGÚSTSSON fyrrverandi leigubifreiðastjóri, lést á heimili sínu í Reykjavík 29. júní. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásgerður María Ragnarsd. Íris Lilja Ragnarsdóttir Guðjón Örn Ingólfsson Linda Hrönn Ágústsdóttir Einar Ágústsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERGUR KARLSSON frá Gilsárstekk í Breiðdal, sem lést 2. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Heydalakirkju í Breiðdal fimmtudaginn 9. júlí klukkan 14. Valdís Heiða Þorleifsdóttir og fjölskylda Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA RAGNARS LÁRENTSÍNUSSONAR húsasmíðameistara, Skólastíg 14a, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi og starfsfólks St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi. Anna María Bjartmars Sólborg Olga Bjarnadóttir Bjartmar Bjarnason Guðrún Helga Gylfadóttir Unnar Freyr Bjarnason Anna Margrét Guðmundsd. Sigurður Ragnar Bjarnason Anna Sigríður Melsteð barnabörn og barnabarnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.