Morgunblaðið - 07.07.2020, Side 11

Morgunblaðið - 07.07.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook buxur Kr. 7.900.- Str. 36-52 Litir: svart, hvítt, beige og blátt Glæsilegar og vandaðar íbúðir fyrir 60 ára og eldri Íbúðirnar eru frá 44,7 m2 Verð frá: 42,5 millj. Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900. lind@fastlind.is Nánari upplýsingar 60 ÁRA OG ELDRI Einstaklings-, 2ja og 3ja herbergja íbúðir Vandaðar innréttingar og tæki frá Bræðrunum Ormsson Steinborðplötur Votrými flísalögð Mynddyrasímar Stæði í bílakjallara með flestum íbúðum Glæsilegt útsýni og stutt í útivist og alls kyns þjónustu LÁRA ÞYRI EGGERTSDÓTTIR Lögg. fasteignasali B.A. í lögfræði 899 3335 lara@fastlind.is STEFANÍA BJÖRG EGGERTSDÓTTIR Viðskiptafræðingur 895 0903 stefania@fastlind.is Hraunbær 103 (a, b, c.) OPIÐ HÚS laugard. 30. maí og sunnu d. 31. ma í kl. 15:00- 16:00 miðvikud ag 8. júlí kl. 12.15- 12.45 Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra, afhenti í gær skýrslu sína til utanríkisráðherra Norðurlandanna, en þar setti hann fram tillögur um þróun samstarfs ríkjanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Birni var falið verkefnið á fundi ráðherranna í október síðastliðnum að tillögu Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar, utanríkis- og þróunarsam- vinnuráðherra Íslands, en þá voru lið- in tíu ár frá því Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Nor- egs, var falið að rita sambærilega skýrslu. Guðlaugur Þór segir í frétta- tilkynningu utanríkisráðuneytisins að norrænt samstarf hafi dafnað á und- anförnum árum og áratugum, og að tímabært sé að skoða í kjölinn með hvaða hætti megi efla það samstarf enn frekar. „Tillögur Björns eru mjög áhugaverðar og ég vonast til þess að þær komist sem flestar til framkvæmda á næstu mánuðum og árum,“ segir Guðlaugur Þór. Í skipunarbréfi Björns var honum falið að beina athygli sinni að lofts- lagsbreytingum, fjölþáttaógnum og netöryggi auk leiða til að efla fjöl- þjóðasamstarf og virðingu fyrir al- þjóðareglum. Þá segir Björn í inn- gangi að óhjákvæmilegt hafi verið að skoða áhrif heimsfaraldursins, enda muni hann hafa áhrif á norrænt og al- þjóðlegt samstarf í nútíð og framtíð. Í fréttatilkynningu norrænu utan- ríkisráðherranna þakka þeir Birni fyrir mikilvægt starf. Tillögur hans verða ræddar á septemberfundi ráð- herranna, en hann verður haldinn í Kaupmannahöfn. Skýrslan er á ensku og aðgengileg öllum á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. sgs@mbl.is Utanríkismál Björn Bjarnason afhendir Guðlaugi Þór skýrsluna. Tillögur um efl- ingu samstarfsins  Skýrsla Björns afhent ráðherrum Færeyski sjávarklasinn var nýverið stofnaður og gerður hefur verið samningur við Íslenska sjávarklas- ann um samstarf klasanna. Hyggj- ast þeir efla samvinnu sín í milli og stuðla að auknu samstarfi frænd- þjóðanna á öllu er við kemur bláa hagkerfinu. Íslenski sjávarklasinn mun lið- sinna Færeyska sjávarklasanum við uppbyggingu á fyrstu misserunum, m.a. með því að kynna hvernig klasastarfsemin hefur farið fram hérlendis og áherslur Íslenska sjáv- arklasans á fullvinnslu afurða, efl- ingu sprotafyrirtækja og nýsköp- unar, segir í tilkynningu. Sá færeyski er fimmti klasinn sem verður til utan Íslands. Fyrir eru sjávarklasar í Maine-, Alaska-, Washington- og Massachusetts- ríkjum í Bandaríkjunum. Fleiri ríki í Bandaríkjunum og önnur lönd hafa sýnt því áhuga að stofna sjávarklasa að íslenskri fyrirmynd. Færeyski klasinn getur nýtt sér þetta tengsl- anet klasa og liðsinnt jafnframt þannig færeyskum fyrirtækjum sem hyggjast efla útrás. „Við erum afar ánægð með að fá vini okkar í Færeyjum af stað í þessa vegferð. Von okkar er að byggt verði á svipaðri hug- myndafræði þar og hér og að það takist að efla frumkvöðlastarfsem- ina,“ segir Þór Sigfússon, stjórn- arformaður Íslenska sjávarklasans, en klasinn hefur unnið að verkefni sem lýtur að því að kynna hvernig efla megi hafnir sem vettvang ný- sköpunar á Norðurlöndunum. Verk- efnið nefnist „NordMar Ports“ og er stutt af Norðurlandaráði. „Þetta samstarf gefur okkur tækifæri til að kynna betur þau tækifæri sem við teljum að felist í nýsköpunarstarf- semi eins og í Húsi sjávarklasans,“ er haft eftir Þór í tilkynningunni. Nokkur af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum Færeyja, rannsókn- armiðstöðvar og þjónustuaðilar eru nú þegar orðnir aðilar að Færeyska sjávarklasanum. „Við erum hæstánægð með að skrifa undir þennan samstarfssamn- ing við Íslenska sjávarklasann. Við höfum fylgst með árangursríkri upp- byggingu hans um langt skeið og við trúum því að í samstarfi við hann og aðra sjávarklasa geti orðið til mikil verðmæti“, segir Unn Laksá, fram- kvæmdastjóri Sjókovin í Færeyjum. Stofna sjávar- klasa í Færeyjum  Verður fimmti klasinn utan Íslands Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þórshöfn Færeyingar vilja auka nýsköpun í sínum sjávarútvegi. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.