Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 170. tölublað 108. árgangur
LEIKUR AÐ
SPENNUSAGNA-
FORMINU ALDREI VERIÐ STÆRRA
EINN AF
ÞESSUM FÁ-
GÆTU BÍLUM
REY CUP FRAM UNDAN 6 BÍLABLAÐIÐSTEFÁN STURLA 28
Um 230 fleiri Íslendingar hafa á
fyrri hluta ársins flutt heim frá
Noregi, Svíþjóð og Danmörku en
fluttu þangað. Búferlaflutningarnir
voru hins vegar í jafnvægi í fyrra.
Magnús Árni Skúlason, hagfræð-
ingur og framkvæmdastjóri
Reykjavík Economics, segir skýr-
inguna á jákvæðum flutningsjöfn-
uði frá Norðurlöndum mögulega þá
að námsmenn hafi flutt aftur heim
vegna faraldursins. Það sé ótíma-
bært að draga of víðtækar álykt-
anir af þessari þróun í ár. »6
Íslendingar flytja
heim í kórónu-
veirufaraldrinum
Aðfluttir Íslendingar umfram
brottflutta til Norðurlandanna*
150
220
1. ársfj. 2020 2. ársfj. 2020
Samtals
370 á
árinu
* Svíþjóð,
Danmörk og
Noregur.
Heimild:
Hagstofa
Íslands.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbind-
ingar ríkissjóðs eru mikið áhyggju-
efni. Lítið hefur verið gert til að
bregðast við vandanum, sem einung-
is hefur aukist undanfarin ár. Þetta
segir Ari Skúlason, hagfræðingur
hjá Landsbankanum.
Að því er fram kemur í ríkisreikn-
ingi fyrir árið 2019 felst ein helsta
skuldbinding ríkissjóðs í lífeyris-
skuldbindingum vegna B-deildar
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
(LSR). Þar segir jafnframt að ófjár-
magnaðar lífeyrisskuldbindingar
hafi hækkað um tæpa 75 ma. kr. milli
áranna 2018 og 2019, eða úr 647 ma.
kr. í 722 ma. kr.
Jukust þær því um tæp 12%, sem
er meira en árin tvö þar á undan. Að
sögn Ara hefur lítið verið gert til að
bregðast við vandanum. „Þetta er
búið að vera áhyggjuefni í mörg ár.
Þetta er í raun tifandi tíma-
sprengja,“ segir Ari og bætir við að
þegar fram líða stundir verði vand-
inn orðinn gríðarlega mikill.
Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbind-
ingar ríkisins hafa aukist ár frá ári.
Eru þær nú rétt um 25% af vergri
landsframleiðslu. Ljóst er að með
lægri ávöxtun lífeyrissjóða, hærri
launum opinberra starfsmanna og
samdrætti í landsframleiðslu kemur
vandinn einungis til með að aukast.
Á síðasta ári voru greiddir tæpir 20
ma. kr. inn á ófjármagnaðar lífeyr-
isskuldbindingar ríkissjóðs. „Það
virðist enginn hafa áhyggjur af
þessu, en þetta á að vera mikið
áhyggjuefni. Þetta eru náttúrulega
peningar sem ríkið skuldar fyrrver-
andi starfsmönnum, þetta þarf að
borga,“ segir Ari og bætir við að
launahækkanir ríkisstarfsmanna
næstu ár dragi ekki úr vandanum.
Þá þurfi að hefjast handa sem fyrst
við að greiða inn á skuldina og koma
þannig í veg fyrir að vandinn haldi
áfram að aukast.
Vandi sem ekki mun hverfa
Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs jukust um 75 milljarða króna milli ára Hærri laun
opinberra starfsmanna Lítið gert til að bregðast við vandanum, segir hagfræðingur Landsbankans
MAfkoman lakari um 68 ma. »9
Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs
2007 til 2019, milljarðar kr.
800
600
400
200
0
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
231
343 340 345
373 388
408
436
508
611 619
647
722Heimild: Fjársýsla ríkisins
Víðáttumikið birkilendi sprettur nú upp úr jörðu
á Skeiðarársandi, á svæði sem þekur um 35 fer-
kílómetra. Ef svæðið allt verður skógi vaxið
verður skógurinn sá stærsti náttúrulegi á öllu
landinu.
Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í
grasafræði við Háskóla Íslands, segir í samtali
við Morgunblaðið að birkið hafi sáð sér sjálft, en
hún hefur rannsakað birkilendið ásamt Kristínu
Svavarsdóttur, plöntuvistfræðingi hjá Land-
græðslunni, frá árinu 1998.
Merkilegt sé hversu vel það vaxi, í svo ófrjó-
sömum jarðvegi. „Maður hefði ekki haldið að
þetta væru kjöraðstæður en samt virðist þetta
ganga svona vel,“ segir Þóra.
Þóru og samstarfsfélögum hennar varð það
ljóst árið 2004 að um fyrstu kynslóðar landnema
væri að ræða. Í kringum árið 2012 fór önnur
kynslóð birkisins síðan að láta á sér bera, en talið
er að fyrsta kynslóðin hafi borist í sandinn frá
Bæjarstaðaskógi.
Hæsta tréð er orðið um fjögurra metra hátt,
en Þóra segir að enn sem komið er sé ekki hægt
að fullyrða að um skógarvistkerfi sé að ræða.
Morgunblaðið/Skúli Halldórsson
Gæti orðið stærsti náttúrulegi skógur landsins
Munnúði, sem
spáð er að geti
gert 98,3 prósent
kórónuveira í
munnholi óvirk,
og sænska líf-
tæknifyrirtækið
Enzymatica
kynnti til sög-
unnar í gær, er
íslensk uppfinn-
ing. Ágústa Guð-
mundsdóttir, prófessor emeritus
við Háskóla Íslands og rann-
sóknastjóri Zymetech, sagði Morg-
unblaðinu frá áralöngu samstarfi
við Enzymatica þótt hún vildi ekki
spá um hvort úðinn yrði það rot-
högg sem að lokum knýði kórónu
veiruna til kyrrðar. »14
Íslenskur munnúði
nýjasti atgeirinn
Ágústa
Guðmundsdóttir