Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 Hraunbær 103 (a, b, c) 110 REYKJAVÍK Einstaklings-, 2ja og 3ja herbergja íbúðir Vandaðar innréttingar og tæki frá Bræðrunum Ormsson Steinborðplötur Votrými flísalögð Mynddyrasímar Stæði í bílakjallara fylgir flestum íbúðum Glæsilegt útsýni og stutt í útivist og alls kyns þjónustu STÆRÐIR FRÁ 44,7FM / FJÖLBÝLI 1-2-3 HERB Verð frá 42.500.000 Heyrumst Lára Þyri Eggertsdóttir Löggiltur fasteignasali 899 3335 lara@fastlind.is Heyrumst Stefanía Björg Eggertsdóttir Viðskiptafræðingur aðstoðamaður fasteignasala 895 0903 stefania@fastlind.is OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 22. JÚLÍ FRÁ KL. 12:15-12:45 60 ÁRA OG ELDRI Vinnustöðvun Sjómannafélags Ís- lands (SÍ), sem hefjast átti á mið- nætti sl. nótt, var aflýst eftir að sam- ið var við samninganefnd Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. Jónas Garð- arsson, fomaður samninganefndar SÍ, segir félagið hafa látið undan þrýstingi frá ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum. „Við fundum til með ferðaþjónust- unni í Vestmannaeyjum og það var kannski það sem ýtti okkur út í þetta. Við létum undan þrýstingi frá ferðaþjónustunni til þess að gefa þessu smá andrými yfir háanna- tíma,“ sagði Jónas í samtali við mbl.is, en hann er ósáttur við fram- göngu forsvarsmanna Herjólfs. Hvílir á öllum mikil áhyrgð „Það er komin hreyfing á þetta, en það þurfti að boða vinnustöðvun til þess að fá Herjólfsmenn til að tala við okkur. Þeir hafa bara neitað því fram að þessu. Fólk verður að tala saman.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs, segir út- gerðina ekki hafa ráðið við kröfur SÍ, en að í kjölfar samtals hafi nið- urstaðan orðið sú að verkfalli var af- lýst og viðræðuáætlun gerð, en hún felst meðal annars í útfærslu á lífs- kjarasamningnum. „Það er vissu- lega þannig að það hvílir á öllum að- ilum mikil ábyrgð og þetta er búið að vera mjög erfitt. Þetta er þjóðvegur og það gera sér allir grein fyrir því að það er erfitt að stoppa hérna sigl- ingar, sérstaklega á þessum tíma. Alvarleiki málsins var mikill og ábyrgðin mikil og menn öxluðu hana og tóku skrefið sem þurfti að taka.“ thorgerdur@mbl.is Afstýrðu verkfalli með því að setja viðræðuáætlun Jónas Garðarsson Guðbjartur Ellert Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.