Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 4
−24˚ −22˚ −20˚ −18˚ −16˚ −14˚ 64˚ 64 65˚ 65 66˚ 66 VEÐURSTOFA ÍSLANDS VIKUYFIRLIT ; NR:50 20191209 − 20191215 M 0 1 2 3 4 5 VEÐURSTOFA ÍSLANDS VIKUYFIRLIT ; NR:13 20200323 − 20200329 M 0 1 2 3 4 5 VEÐURSTOFA ÍSLANDS VIKUYFIRLIT ; NR:26 20200622 − 20200628 M 0 1 2 3 4 5 Skjálftavirkni 9.-15. des. 2019 VEÐURSTOFA ÍSLANDS VIKUYFIRLIT ; NR:03 20200113 − 20200119 M 0 1 2 3 4 5 Skjálftavirkni 13.-19. jan. 2020 Skjálftavirkni 22.-28. júní 2020 Skjálftavirkni 23.-29. mars 2020 Grindavík Kefl avík Jarðskorpuhreyfi ngar 18.-24. janúar mældar frá Sentinel-1 gervitunglinu. Rauði liturinn táknar landris yfi r 15 mm. Kvikuinnskot á Reykjanesi Landris í janúar sl. á Reykjanesi Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall ■ 15. desember 2019 Skjálftahrina við Fagradals- fjall, stærsti skjálftinn 3,7 ■ Janúar 2020 Skjálftahrina hefst á Reykjanes- hrygg um 70 km SV af Reykjanesi ■ Febrúar 2020 Skjálftahrina við Reykjanestá ■ Janúar 2020 Landris og jarðskjálftar hefjast við Þorbjörn við Grindavík ■ 19. júní 2020 Skjálftahrina hefst á Tjörnes- brotabeltinu NA af Siglufi rði ■ 18. júlí 2020 Skjálftahrina við Fagra- dalsfjall á Reykjanesi Kefl avík Höfuðborgarsvæðið Njarðvík Vogar ÞORBJÖRN REYKJANESTÁ FAGRADALS- FJALL Grindavík Grindavík Hafnir Sandgerði Garður Grunnkort/Loftmyndir ehf. Janúar 2020 Febrúar-mars 2020 Mars-apríl 2020 5,0 Skjálfti að stærð 5 kl. 23.36 sl. sunnudag Ö ll ko rt e ru fr á Ve ðu rs to fu Ís la nd s ne m a þa r s em a nn að e r t ek ið fr am Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jarðskjálftahrina hófst í nágrenni Fagradalsfjalls á Reykjanesi á laug- ardag. Fjallið er um 10 km norð- austur af Grindavík. Upptök flestra skjálftanna hafa verið vestan og sunnan við fjallið. Skjálfti að stærð 5 stig varð kl. 23.36 á sunnudagskvöld. Hann fannst mjög víða á suðvestur- horninu. Tugþúsundir jarðskjálfta Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga frá því í lok janúar. Landris varð við Þorbjörn og gáfu líkön af kvikuinnskoti til kynna syllu á 3-4 km dýpi sem olli mikilli jarð- skjálftavirkni. Kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum um miðjan febrúar og fram í mars olli einnig fjölda jarðskjálfta. Á Reykjanesskaganum öllum hafa mælst meira en 20.000 jarðskjálftar frá 20. janúar, samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofu Íslands. Inni í þeirri tölu eru jarðskjálftar við Krýsuvík en megnið má rekja til jarðskjálftahrina við Grindavík, úti á Reykjanestá og nú hjá Fagradals- fjalli. Framan af síðastliðnum laug- ardegi mældist fjöldi jarðskjálfta með upptök norðan við Grindavík. Ótengd þessum hræringum er jarðskjálftahrina sem hófst 19. júní um 20 km norðaustur af Siglufirði. Það er öflugasta hrina sem orðið hefur á Tjörnesbrotabeltinu í meira en 40 ár, að sögn Veðurstofunnar. Í gær höfðu mælst meira en 14.000 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu öllu frá 19. júní. Sumir þeirra teljast ekki til hrinunnar. Með stærri jarðskjálftaárum Þetta ár stefnir í að verða með stærri jarðskjálftaárum, ef svo fer fram sem horfir, að mati Kristínar Vogfjörð, hópstjóra jarðar og eld- gosa hjá Veðurstofu Íslands. Hún sagði að mælst hafi yfir 30 þúsund jarðskjálftar þegar umbrotin urðu í Bárðarbungu sem ollu eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Í Suður- landsskjálftunum árið 2000 mældust um 8.000 jarðskjálftar á upptaka- svæðunum sem leiddu til um 8.000 skjálfta á Suðurlandi og Reykjanesi þannig að í heildina urðu um 16.000 jarðskjálftar. Í Hengilshrinunni 1994-1999 mældust yfir 90.000 jarð- skjálftar á öllu Hengilssvæðinu. Hrinur hafa komið reglulega við Fagradalsfjall. Ein varð á þeim slóð- um árið 2017 og hafði Kristín unnið við að kortleggja sprungur þar. „Þetta virtist verða að mestu leyti á norður-suður misgengjum. Í des- ember sl. varð jarðskálftahrina á sprungum með með norðaustlæga stefnu rétt fyrir sunnan Fagradals- fjall sem lét ekkert mikið yfir sér. En ég held að hún hafi verið upphaf- ið að þessum atburðum. Svo hófust þessir skjálftar við Grindavík og Svartsengi. Þar valda kvikuinnskot skjálftunum,“ sagði Kristín. Jarð- skjálftarnir verða þegar losnar um spennu í jarðlögunum þar sem kvik- an treður sér inn. Kristín sagði að líkanareikningar byggðir á GPS- mælingum og gervitunglamælingum hafi sýnt að hafi gerst þrisvar sinn- um í vetur að kvika hafi skotist inn í jarðlög vestan við Þorbjörn, norðan og norðaustan við Grindavík og úti á Reykjanesi. Hún telur að jarðskjálftarnir við Grindavík hafi valdið spennubreyt- ingum á svæðinu. Það geti mögulega hafa sett af stað hrinuna við Fagra- dalsfjall. „Mér finnst langlíklegast að þetta séu bara brotahreyfingar á norður-suður sprungum. En það er ekki hægt að útiloka að það geti ver- ið kvikuinnskot undir Fagradals- fjalli en það er þá djúpt og sést ekki enn á GPS-mælum,“ sagði Kristín. Erfitt að spá um framhaldið Hún sagði ómögulegt að segja nú hvort það fari að draga úr jarð- skjálftahrinunni. Undanfarin ár hafa hrinur við Fagradalsfjall yfirleitt staðið í nokkra daga í senn. Jarð- skjálftarnir hafa venjulega ekki ver- ið jafn stórir og þeir stærstu voru að þessu sinni. Fara þarf allt aftur til ársins 1973 til að finna jafn stóra jarðskjálfta við Fagradalsfjall og nú. Kristín sagði að svona atburðarás geti tekið langan tíma og kvika troð- ið sér aftur og aftur inn í jarðlög undir svæðinu. Vegna þess að inn- skotin eru fjóra km undir yfirborð- inu er ástæða til að fylgjast mjög ná- ið með svæðinu, að mati Kristínar. Stefnir í stórt jarðskjálftaár  Mælst hafa yfir 20.000 jarðskjálftar á öllum Reykjanesskaga frá 20. janúar  Á Tjörnesbrotabeltinu öllu hafa mælst meira en 14.000 skjálftar síðan 19. júní  Jörð hefur oft áður skolfið við Fagradalsfjall Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grindavík Mælitæki fylgjast með hræringum við Þorbjörn. Mikil jarð- skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga, nú síðast við Fagradalsfjall. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa BRÚÐKAUPS MYNDIR Almannavarnanefnd Grindavíkur fundaði vegna skjálftahrinu við Fagradalsfjall síðdegis í gær. „Megintilgangurinn með þessum fundi var að menn myndu hittast, sem ekki hefur verið gert síðustu vikurnar, og ekki síður að fá sér- fræðing frá Veðurstofunni til þess að fara yfir þessi nýjustu tíðindi og hver staðan væri, áhrifin af þessu og hvers kyns jarðskjálftar þetta væru,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sem sat fundinn ásamt lögreglustjóranum á Suðurnesjum, fulltrúum lögreglu og öðru „lykilfólki úr bænum“ eins og hann orðaði það sjálfur. Jarðskjálftahrinan hefur staðið yfir frá því á laugardag og varð stærsti skjálftinn, 5,1 að stærð, aðfaranótt mánudags. „Niðurstaðan var sú, í stuttu máli, að þarna væri um fleka- hreyfingar að ræða. Það er ekk- ert merki um kvikusöfnun þarna undir eða gosóróa. Það var nú það sem við vorum að leita eftir, hvers mætti vænta, en auðvitað þurfa allir að vera í viðbragðsstöðu ef svo má segja,“ segir Fannar. „Það er enn þá viðbúnaðarstig hérna í Grindavík og hefur verið síðan í janúar.“ Finnur segir að næsti fundur al- mannavarnanefndar bæjarins hafi ekki verið ákveðinn. „Við höfum ekki ákveðið næsta fund, en ef það fer eitthvað að draga til tíðinda eða talin þörf á að halda fund, þá munum við gera það, en að öðrum kosti munum við svona bara fylgjast með þessu. Þetta er mjög vel vaktað af hálfu Veðurstofunnar, og ef þeim finnst ástæða til að hittast þá láta þau okk- ur vita og þá hittumst við með vís- indamönnunum og okkar færasta fólki. Það er ekki talið neitt efni til þess eins og sakir standa.“ thorgerdur@mbl.is Engin merki um kviku- söfnun enn sem komið er  Almannavarnanefnd fundaði vegna skjálftahrinunnar Fannar Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.