Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Í dag kveðjum
við góða vinkonu
og félaga, Erlu Dís
Arnardóttur. Lífið
er hverfult og á
augabragði breyt-
ist allt, ung kona í blóma lífsins
er horfin á braut. Leiðir okkar
lágu saman í stjórn Félags
textílkennara en Erla Dís var í
stjórn þess frá árinu 2015 og
sinnti því starfi af alúð og dugn-
aði. Hún var drífandi, skapandi
og aldrei nein lognmolla í kring-
um hana. Það var alltaf gaman
að vera í kringum hana. Nokkr-
ar okkar úr stjórninni höfðu
kynnst Erlu Dís í kennaranámi
okkar í Háskóla Íslands og úr
varð góður vinskapur, sem hélst
eftir útskrift.
Þegar við kveðjum Erlu Dís
eiga eftirfarandi orð af legsteini
Erla Dís
Arnardóttir
✝ Erla Dís Arn-ardóttir fædd-
ist 13. janúar 1982.
Hún lést 6. júlí
2020. Útförin fór
fram 16. júlí 2020.
í Englandi vel við:
Við getum grátið yfir
dauða hennar,
eða við getum glaðst yfir
lífi hennar.
Við getum lokað
augunum
og beðið bæn um að fá
að sjá hana aftur,
eða við getum opnað
augun
og séð allt sem hún
skildi eftir.
(Höf. ók.)
Við sendum innilegustu sam-
úðarkveðjur til Reynars eigin-
manns Erlu og þriggja ungra
dætra, Ísafoldar, Halldóru Mó-
eyjar og Bjarneyjar, foreldra,
tengdaforeldra og systkina,
missir ykkar er mikill. Blessuð
sé minning Erlu Dísar. Hennar
verður sárt saknað.
Stjórn félags textílkennara,
Kristín Garðarsdóttir,
Sigríður Hjartardóttir,
Hulda Guðrún
Pálsdóttir,Sólveig
Kristjánsdóttir.
✝ ÞórhallaGuðnadóttir
fæddist á Krossi í
Landeyjum 25.
febrúar 1925. Hún
lést 14. júlí 2020 á
hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli.
Foreldrar Þór-
höllu voru þau
Helga María Þor-
bergsdóttir og
Guðni Gíslason.
Systkini átti hún þrjú; Þórarin,
Bergþóru og Guðrúnu.
Þórhalla var gift Óskari Arn-
ar Lárussyni, f.
1919, d. 2000. Börn
Þórhöllu eru þau
Lárus Ýmir
Óskarsson, f. 1949,
og Helga Guðrún
Lárusdóttir, f.
1963.
Þórhalla var hús-
móðir auk þess sem
hún vann af-
greiðslu- og þjón-
ustustörf.
Útför Þórhöllu Guðnadóttur
fer fram frá Neskirkju í dag, 21
júlí 2020, klukkan 15.
Þórhalla Guðnadóttir hefur
nú kvatt þetta jarðlíf eftir 95 ár
en hún lifir áfram í minningum
okkar sem þekktum hana.
Halla var tengdamóðir mín í
tíu ár og vinkona mín í fimmtíu
ár. Hún verður áfram fyrir-
mynd mín í lífinu.
Ég var ekki orðin tvítug þeg-
ar Lalli sonur hennar kynnti
okkur. Mér leið strax vel í ná-
vist hennar enda streymdi blíð-
an frá Höllu. Allar hreyfingar
hennar voru mjúkar, hún brosti
með augunum og öðru munn-
vikinu. Rödd hennar var hrjúf,
líkt og falleg andstæða við allt-
umlykjandi hlýju hennar sem
bauð mig velkomna á heimilið á
Bragagötu. Þar bjó líka Óskar,
faðir Lalla, sem var líkamlega
fatlaður. Þar bjuggu þau í rúm
fimmtíu ár en Óskar andaðist
2000.
Halla var bóndadóttir úr
Landeyjunum. Hún kom ung til
Reykjavíkur til að vinna fyrir
sér. Þau voru fjögur systkinin,
einn sonur og þrjár dætur. Það
var eingöngu hægt að senda
soninn til mennta. En Halla
menntaðist af lífinu sjálfu. Hún
var duglegri flestum til vinnu,
bókhneigð og listelsk. Það voru
íslensku skáldin sem heilluðu
hana. Ljóðskáldin voru henni
ofarlega í huga og hún þuldi
upp ljóðbrot sem leituðu til
hennar við ýmis tækifæri.
Halla fylgdist með stjórn-
málum alla tíð og hafði skoð-
anir. Skoðanir sem voru á
skjön við það sem ég var alin
upp við. Skoðanir sem urðu að
deilumáli milli mín og foreldra
minna. Halla var nefnilega
sannur sósíalisti fram til síð-
asta dags.
Halla var mjög listhneigð og
það sást í öllu hennar hand-
bragði til síðasta dags. Hún
hafði yndi af því að skapa eitt-
hvað. Hún saumaði mikið,
keypti afgangsbúta af gærum
og saumaði úr þeim ótrúlegustu
listaverk bæði til skrauts og
klæða. Hún hafði græna fingur
og stofublómin hennar voru fal-
legri öðrum blómum. Hún
kenndi mér að taka slátur og
það gerðum við saman þar til
hún flutti af Bragagötunni.
Henni var annt um allt og alla.
Á sunnudögum bakaði hún
sunnudagsköku – ekki bara fyr-
ir sitt hús heldur fór líka með
sunnudagskökur til nágranna.
Þannig var Halla.
Ég dáði svo margt í fari
Höllu. Ég hef alla tíð reynt að
tileinka mér hennar mannkosti.
Mennskuna, gæskuna, lífssýn-
ina og æðruleysið. Slíka sam-
einaða eiginleika er erfitt að
festa í orð, því þeirra verður
aðeins vitnað í manneskju eins
og Höllu.
Að kynnast Höllu var líkt og
að koma inn í annan heim. Og
heimur minn er betri fyrir vik-
ið.
Jóhanna
Jónasdóttir.
Látin er hjartkær móður-
systir okkar, Þórhalla Guðna-
dóttir, sem ætíð var kölluð
Halla frænka.
Fyrstu minningar um Höllu
eru frá æskuárum okkar á
Krossi í Landeyjum. Heimilis-
bragurinn þar einkenndist af
hlýju og ástríki, gleði, góðvild
og gestrisni.
Halla frænka var árlegur
gestur á Krossi. Kom til okkar
flest sumur með soninn Lárus.
Hún kom alltaf færandi hendi
með eitthvert góðgæti. Sumt
var lítt þekkt í sveitum á þeim
tíma, eins og t.d. tómatar,
gúrkur og niðursoðnar sardín-
ur.
Tíminn leið og fjölskyldu-
aðstæður breyttust. Afi og
amma brugðu búi og fluttust til
okkar, dvöldu síðustu æviárin
sín í Barnaskólanum í Skógum.
Á árunum 1960-62 var ég,
elsti strákurinn, tekinn í fóstur
hjá Höllu og Óskari á Braga-
götu 35. Þetta var í byrjun
menntaskólanáms, fyrstu kynni
sveitapilts af borgarlífi. Þá
kynntist ég vel eiginmanni
Höllu, Óskari Lárussyni. Hann
var leigubílstjóri, frá æsku
mjög bæklaður og var síðustu
árin öryrki heima á Bragagötu.
Einnig kynntist ég Höllu
frænku nánar, sem einstaklega
góðri og myndarlegri húsmóð-
ur, umhyggjusamlegri eigin-
konu, sem bjó við erfiðar heim-
ilisaðstæður vegna fötlunar
Óskars.
Á heimilinu kynntist ég ýms-
um hugðarefnum Höllu. Hún
hafði mikinn áhuga á listum og
bókmenntum. Sem ung kona
lagði hún stund á málaralist og
stundaði nám í Handíða- og
myndlistaskólanum.
Halla og Óskar fóru ekki
leynt með skoðanir sínar í þjóð-
málum og stjórnmálum. Þau
voru vinstrisinnuð, sannir sósí-
alistar. Halla sýndi þessar
skoðanir sínar, ekki bara í orði
kveðnu. Í því sambandi má
nefna tvennt: Sumarið 1957 tók
Halla, ásamt hópi Íslendinga,
þátt í Heimsmóti æskunnar í
Moskvu. Þetta var mikil æv-
intýraferð. Þarna komu saman
þúsundir æskufólks frá yfir
hundrað þjóðlöndum. Frá um
1960 tók Halla þátt í
Keflavíkurgöngum á vegum
Samtaka hernámsandstæðinga,
til að mótmæla hersetu hér á
landi. Þessi málstaður var
henni hjartans mál.
Þegar við fluttum suður sett-
umst við að á Bragagötu 38,
beint á móti hornhúsi Höllu og
Óskars. Fjölskyldurnar voru
aftur næstum á sama hlaðinu,
aðeins fáein skref yfir götuna
að fara til að hitta frændfólkið.
Halla frænka var óvenjulega
fjölhæf og gáfuð kona: Í öllu
viðmóti var hún einstaklega hlý
og elskuleg. Hún var ávallt létt
í lund, í gegnum þykkt og
þunnt. Heimili hennar ein-
kenndist ætíð af miklum mynd-
arskap. Hún var listræn og
skapandi til hugar og handar,
allt fram á síðustu ár. Fékkst
við gerð margvíslegra listmuna,
m.a. úr gleri og íslenskum
steinum, batt inn bækur af
miklu listfengi.
Að leiðarlokum þökkum við
Höllu samfylgdina á langri ævi
hennar, fyrir hjartahlýjuna og
góðvildina sem við upplifðum í
samskiptum við þessa yndis-
legu frænku og fjölskyldu
hennar. Lárusi Ými, Helgu
Guðrúnu og fjölskyldum þeirra
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd systkinanna frá
Krossi,
Helgu, Guðna, Guðmundar
og Egils,
Sigurðarbarna og Bergþóru,
Njáll
Sigurðsson.
Þórhalla
Guðnadóttir
Það er svo sárt
að sjá á eftir elsku
Rúnu, vinkonu
minni, þessari góðu
konu. Við kynnt-
umst þegar við
bjuggum í sama húsi við Klepps-
veg 40 fyrir um 60 árum. Þar
mynduðust góð kynni við þessa
elskulegu fjölskyldu. Elstu synir
okkar eru jafnaldrar og léku sér
saman og þeir voru ófáir kaffi-
bollarnir sem við drukkum sam-
an meðan spjallað var um lífsins
gang. Alltaf var Rúna boðin og
búin að hjálpa okkur með börnin
ef svo bar undir. Við nutum sam-
verunnar með þessari góðu fjöl-
skyldu. Við fluttum síðar hvor í
sína áttina en enduðum báðar á
Seltjarnarnesi og áfram héldu
samskiptin.
Rúna var fagurkeri mikill og
Geirrún Mar-
sveinsdóttir
✝ Geirrún fædd-ist 2. ágúst
1938. Hún lést 5.
júlí 2020. Útförin
fór fram 17. júlí
2020.
bjó fjölskyldu sinni
einkar fallegt heim-
ili. Og alltaf þegar
ég kom til hennar
var veisla. Þá var
garðurinn hennar
sannkallað lista-
verk, enda verð-
launaður. Hún
Rúna var mannvin-
ur og elskaði jafn-
framt dýrin stór og
smá. Fuglar him-
insins áttu skjól hjá henni vetur
sem sumar í fallega trjágarðin-
um hennar. Svo voru það hund-
arnir sem hún hugsaði svo vel
um, nú síðast hún Mollý. Ég
fylgdist eitt sinn með því í versl-
un þegar Rúna valdi eðalfínt kjöt
sem ég hélt að hún ætlaði að
elda fyrir fjölskylduna. Nei,
sagði hún, þetta er fyrir hana
Mollý mína.
Við fjölskyldan þökkum Rúnu
samveruna, vináttuna og alla
hugulsemina og vottum Gunnari
og fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúð.
Björg.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
ÞÓRÐUR ÁRNI BJÖRGÚLFSSON,
fv. rennismiður og verslunarmaður,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 23. júlí klukkan 13.30.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Grenihlíðar fyrir frábæra umönnun
og hjartahlýju.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök
Öldrunarheimila Akureyrar,
kennitala: 441217-1450, banki: 565-14-405786.
Björg Þórðardóttir
Friðrik Viðar Þórðarson Kristín Jónína Halldórsdóttir
Björgúlfur Þórðarson Helga Guðrún Erlingsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT S. EINARSDÓTTIR,
fv. sjúkraliði og forstöðumaður,
Norðurbrú 1, Garðabæ,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
16. júlí.
Atli Pálsson
Hallgrímur Atlason Guðbjörg Jónsdóttir
Guðjón Atlason Ana Isorena Atlason
Atli Atlason Elin Svarrer Wang
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar hjartkæra
HJÖRDÍS GUÐBJARTSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
áður Seljavegi 27, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
4. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Birna Gunnarsdóttir
Eyþór Gunnarsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÖF ELÍASDÓTTIR,
Strikinu 8, Garðabæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 10. júlí.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju
miðvikudaginn 22. júlí klukkan 15.
Eyþór Árnason Sigurbjörg Einarsdóttir
Hafþór Árnason
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN SIGURÐSSON
bifreiðastjóri,
frá Sleitustöðum í Skagafirði,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 13. júlí,
verður jarðsunginn frá Hóladómkirkju föstudaginn 24. júlí
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sælureit
ættarinnar, Fagralund, sem honum var einkar hugleikinn.
Reynir Þór Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir
Íris Hulda Jónsdóttir Björn Gunnar Karlsson
Gísli Rúnar Jónsson
Lilja Magnea Jónsdóttir Skúli Hermann Bragason
barnabörn og barnabarnabörn
Litla ljósið okkar,
SALKA RUT BRYNJARSDÓTTIR,
Núpalind 2, Kópavogi,
lést á Barnaspítala Hringsins sunnudaginn
12. júlí. Útförin fer fram frá Lindakirkju
föstudaginn 24. júlí klukkan 13.
Brynjar Snær Kristjánsson Harpa Rut Harðardóttir
Bríet Rós Brynjarsdóttir
Hörður Ágúst Oddgeirsson Kristín Líndal Hafsteinsdóttir
Kristján Ágústsson Bryndís Konráðsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar