Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Fimmtudaginn 23. júlí kl. 13 kemur til okkar
kvíðamiðstöðinn og heldur erindi opið öllum. Erindið fjallar meðal
annars um einkenni kvíða, algeng kvíðavandamál og helstu leiðir til
að ná tökum á þeim. Veitingasala eftir námskeið.
Árskógar Hreyfiþjálfun kl. 9.30. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16.
Hádegismatur kl. 11.30–13. Söngkennsla / Radþjálfun kl. 13 – 13.40.
Samsöngur kl. 13.45. Kaffisala kl. 14.45 – 15.30. Allir velkomnir í
Félagsstarfið sími: 411-2600
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir samfélagssáttmálanum,
þannig höldum við áfram að ná árangri. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 8.30-16. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 13.45 -15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer
frá Náttúrufræðistofnun Íslands Urriðaholtsstræti 6 –8 kl. 10.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Gerðuberg 3-5 Þriðjudagur kl. 8.30-16. Opin handavinnustofa. kl 10.-
Leikfimi gönguhóps kl. 10.30 Ganga um hverfið kl. 13. Bíó
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8.-12.00 Billjard kl. 8. Qi- gong á
Klamratúni kl. 11. Bridge kl. 13.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8. Billjard kl. 8. Dansleikfimi kl.9.
Qi-gong á Klambratúni kl. 11. Bridge kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Gönguferð kl. 13.30.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, klukkan 10.30, verður hópþjálfun í
setustofu á 2.hæð. Eftir hádegi ætlum við að syngja saman matsal-
num með píanó leikara. Við endum daginn á að hittast í handverks-
stofunni klukkan 15. og hlusta á hlaðvarpsþátt Veru Illugadóttur, Í ljósi
sögunnar, þar sem fjallað verður um forsætisráðherra Bretlands Boris
Johnsson. Hlökkum til að sjá ykkur!
Seltjarnarnes Dagskráin í dag 21.júí. Kl. 7.15 er vatnsleikfimi í sund-
laug Seltjarnarness. Kl. 10.30 er kaffispjall í króknum á Skólabraut. Kl.
11. spilum við saman á Skólabraut. Kl. 13.30 er pútt í gólfskálanum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 –16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30 –12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur
kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl.
14.30 –15.30. Sögustund verður í kaffinu. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er: 568-2586.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bílar
Nýr 2020 Renault Zoe 52 Kwh.
VINSÆLAST RAMAGNSBÍLL Í
EVRÓPU.
Drægni 395 km.
Flottasta typa = Intens + Með
hraðhleðslu. 3 litir í boði á staðnum.
Á GAMLA GENGINU: kr.
4.190.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Rað- og smáauglýsingar
hagvangur.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
FINNA.is
Það er við hæfi
þegar leiðir skiljast
að þakka eftirminni-
legum samferða-
mönnum samfylgd-
ina.
Með nokkrum orðum vil ég
minnast öðlingsins Sveins Óla
Jónssonar eða Óla danska eins og
hann var oftast nefndur af vinum
sínum, líklega vegna síns danska
móðernis. Kynni okkar hófust ár-
ið 1960, og þó að samvinna okkar
á þeim tíma væri aðeins örfá ár
✝ Sveinn ÓliJónsson fædd-
ist 10. nóvember
1935. Hann lést 8.
júlí 2020.
Útförin fór fram
17. júlí 2020.
leiddi hún til ævi-
langs vináttu-
sambands sem þó
innifól aðeins nokk-
ur símtöl á ári
hverju.
Árviss var upp-
hringing Óla á
afmælisdegi mínum
en hún hófst á hin-
um skylduga afmæl-
issöng ásamt ýmsu
öðru sem honum
fannst þar til heyra en í kjölfarið
fór langt samtal þar sem ýmis at-
vik liðna tímans voru yfirfarin og
afgreidd, þar með taldar eftir-
minnilegar flugferðir og fleira í
þeim dúr.
Öll voru þessi samskipti
skemmtileg og gjafmild, danski
húmorinn var alltaf í forgrunni
og aldrei var hallað á nokkurn
mann í umræðunni.
Sveinn Óli lagði stund á hljóð-
færaleik ævilangt, trommusettið
var hans aðalhljóðfæri í hljóm-
sveitarleik en hann var einnig
mjög liðtækur píanóleikari og gat
einn og sér töfrað fram gamlar og
góðar melódíur svo smekklega að
unun var á að hlýða. Það var hans
hlutverk síðustu árin að gleðja
gesti veitingastaða og ýmissa
samkvæma með slíkum tónlistar-
flutningi.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég minn kæra vin með þökk
fyrir gott viðmót, gefandi sam-
skipti og góðan skammt af húm-
or.
Að skilnaði segjum við að
dönskum sið: „Paa gensyn!“
Sendi Önnu Lilju, Önnu Katr-
ínu og fjölskyldu og öðrum ætt-
ingjum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Gunnar H. Guðjónsson.
Sveinn Óli Jónsson
✝ HólmgrímurKristján Heið-
reksson fæddist 17.
nóvember 1955 á
Akureyri. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Fossvogi
26. júní 2020. Hann
var sonur hjónanna
Heiðreks Guð-
mundsson skálds, f.
5.9. 1910, d. 19.11.
1988, og Kristínar
Kristjánsdóttur
húsmóður, f. 21.6. 1911, d. 19.10.
2001. Systkini Hólmgríms eru
1954. Dóttir þeirra er Kristín
Ylfa, f. 8.7. 1994, í sambúð með
Einari Kristjánssyni.
Eiginkona Hólmgríms 23.4.
2011 er Liudmyla Thysko, f. 11.3.
1963.
Hólmgrímur lauk námi í heim-
speki og bókmenntum frá Há-
skóla Íslands og meistaranámi í
frönskum bókmenntum frá Há-
skólanum í Rouen í Frakklandi.
Hann þýddi úr frönsku Zadek
eða örlögin eftir Voltaire sem
Hið íslenska bókmenntafélag gaf
út árið 2007.
Hólmgrímur vann töluvert við
kennslu á árum áður, rak ásamt
Atla syni sínum veffyrirtæki um
skeið en síðustu árin starfaði
hann sem fulltrúi í Þjón-
ustukjarnanum við Hverfisgötu.
Útför hans fór fram í kyrrþey
3. júlí 2020.
Völundur, f. 16.4.
1940, d. 13.1. 1978,
Ragnheiður, f. 2.2.
1942, og Guð-
mundur, f. 23.10.
1949.
Hólmgrímur var í
sambúð með Sig-
urborgu Ragn-
arsdóttur, f. 5.11.
1956. Sonur þeirra
er Atli, f. 20.1. 1982,
í sambúð með Alex-
öndru Cîmpan.
Hann var seinna í sambúð með
Birnu Stefánsdóttur, f. 24.9.
Hinn 3. júlí var gerð bálför
Hólmgríms Kristjáns Heiðreks-
sonar. Hólmgrímur féll frá hinn
26. júní eftir erfiða viðureign við
illvígan sjúkdóm sem ekki varð
sigraður. Hólmgrímur háði bar-
áttuna með þeirri staðfestu og yf-
irvegun sem var honum í blóð bor-
in og kom í sjálfu sér engum á
óvart.
Hólmgrímur var um margt
sérstök persóna, hógvær í um-
ræðu en snar til andsvara og naut
þar snarpra gáfna enda átti hann
til slíkra að telja. Foreldrar hans
voru heiðurshjónin Kristín
Kristjánsdóttir og Heiðrekur
Guðmundsson Ljóðskáld með
stórum staf. Hólmgrímur fæddist
og naut æskuára sinna á Akureyri
við leik og nám, ekki síst með við-
veru á einstöku heimili þeirra
góðu hjóna og þriggja systkina
sinna. Á því heimili tíðkuðust um-
ræður um dægurmál og önnur
erfiðari viðfangs með þátttöku
allra heimilismanna, ekki síst
þess yngsta, sem hafði fljótt
sterkar skoðanir um menn og
málefni.
Að loknu stúdentsprófi frá MA
tók Hólmgrímur sér hlé frá námi,
dvaldi erlendis um tíma og vann
ýmis störf er til féllu. Heim kom-
inn vann hann við kennslu í nokk-
ur ár í Neskaupstað og á Dalvík.
Reyndist hann þar happafengur
enda fjölfróður og ekki síður
meira en liðtækur í sveitir skák-
manna. Hann hlaut meðal annars
titilinn skákmeistari Akureyrar.
Síðar kom nám í heimspeki og
bókmenntum við HÍ og enn síðar
dvöl í Frakklandi við frekara
nám.
Hólmgrímur átti því láni að
fagna þrisvar sinnum að finna
konu sem átti með honum samleið
um tíma. Fyrsta skal nefna yng-
ismey austfirska, Sigurborgu
Ragnarsdóttur, og fæddist þeim
sveinn er hlaut nafnið Atli er varð
þá og æ síðar mikið gleðiefni föð-
ur síns. Síðar mættust þau Birna
Stefánsdóttir og bættist nú Krist-
ín Ylfa í hópinn við mikinn fögnuð
föðurins. Eru nú þessir afkom-
endur orðnir myndarfólk, Atli
hefur rekið eigið fyrirtæki á Spáni
undanfarin ár og Kristín Ylfa
nemur um þessar mundir í
Tækniskólanum. Eins og marga
fýsti Hólmgrím að takast á við hin
stóra heim og valdi sér auðvitað
svæði sem logaði í átökum, Úkra-
ínu eða öllu heldur Krímskagann.
Þar dvaldi hann við störf, skoðaði
menningu og háttu landsmanna
og þar kom hin þriðja til skjal-
anna, Liudmyla Tyshko, glæsileg
og gáfuð kona, sem reynst hefur
Hólmgrími ástrík eiginkona og
vinur í senn allt frá því þau vígð-
ust í austurvegi. Verður henni
seint þökkuð umönnun honum
sýnd á erfiðum tíma.
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum þökkum við sem gengum
með honum þennan vegspotta
fyrir ógleymanlegan göngutúr.
Kristján Þ. Stephensen.
Hólmgrímur Krist-
ján Heiðreksson
Ég trúði því ekki
þegar ég fékk sím-
talið að þú værir dá-
inn og ef ég á að
segja eins og er þá trúi ég því
ekki enn.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar úr æsku þegar þú komst í
heimsókn úr sveitinni. Þú varst
svo uppátækjasamur og dróst
mig með í alls konar ævintýri
sem ég hefði aldrei haft hug-
myndarflug til að koma mér út í.
Við vorum svo ólík en af ein-
hverjum ástæðum áttum við
Jónas Ingólfur
Lövdal
✝ Jónas IngólfurLövdal fæddist
30. september
1982. Hann lést 1.
júlí 2020.
Jónas var jarð-
sunginn 16. júlí
2020.
ótrúlega vel saman
og höfum alltaf
gert. Það var alltaf
svo gott að eiga þig
að og geta leitað til
þín.
Þú varst svo ein-
staklega undarleg-
ur, með sérstaka
heimssýn, og ég gat
ekki annað en dreg-
ist að þessu ein-
staka afli sem þú
varst.
Ég kynntist þér á annan hátt
þegar við bjuggum saman á
Akranesi og samband okkar varð
nánara. Mig vantaði nýtt upphaf
eftir erfitt tímabil og þú opnaðir
heimilið þitt og leyfðir mér að
búa hjá þér í nokkra mánuði. Við
vorum bæði tvö nátthrafnar að
eðlisfari og þær voru ófáar nætur
þar sem við vöktum alla nóttina
að ræða saman um alls kyns
lausnir á vandamálum heimsins.
Þú fræddir mig um svo margt
sem ég hafði aldrei heyrt um áð-
ur, eins og hið yfirnáttúrulega,
alls kyns galdra og hvernig hægt
væri að tala við anda í gegnum
pendúl. En þrátt fyrir þennan
áhuga á því yfirnáttúrulega
varstu gagnrýninn raunvísinda-
karl og sást heiminn með allt
öðrum filter en við hin. Þú varst
svo einstakur.
Þegar ég flutti til Noregs þá
létum við ekki fjarlægðina
stoppa okkur og héldum okkar
samskiptum áfram. Það er sárt
að hugsa til þess að það verði
ekki fleiri heimspekileg símtöl
um allt og ekkert og allt þar á
milli. Ég vissi að það var ekki
auðvelt að vera þú, en aldrei
grunaði mig að þú værir svona
þjáður. Svartnættið í hjartanu
var vel falið á bak við brosið, vin-
semdina og góðvildina.
Ég kveð að sinni elsku besti
Jónas Ingólfur. Það voru forrétt-
indi að eiga svo einstakan, ein-
lægan og góðan frænda.
Svava Bjarnadóttir.