Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Við Fellsmúla | Sími: 585 2888
ÚRVAL ÚTILJÓSA
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Á Svalbarði í Þistilfirði er Fræðaset-
ur um forystufé, þar sem finna má
hafsjó af fróðleik um hið merka for-
ystufé, og þar eru einnig árlegar list-
sýningar. Í sumar bætist tónlistin
við því tónleikaröð verður í litla sam-
komusalnum þar sem gestir munu
njóta tónlistar innan um myndarlegt
forystufé og stórhyrnda hrúta.
Alls verða sex tónleikar í júlí og
ágúst og hefjast kl. 20 á fimmtudags-
kvöldum en að þeim loknum er
brennheit ærblanda á boðstólum í
litla kaffihúsinu á neðri hæðinni
ásamt meðlæti.
Daníel Hansen er forstöðumaður
Fræðasetursins og segir hann mark-
miðið með tónleikaröðinni vera að
auka við menningarflóru á svæðinu,
því ekki eru margir tónlistar-
viðburðir á sumrin, en einnig að gefa
ungum tónlistarmönnum tækifæri til
að koma sér á framfæri og leyfa öðr-
um að njóta listar þeirra.
Með tónleikunum hafði Daníel í
huga heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna; tónlistin er list án landa-
mæra og er ein af þeim skynhrifum
sem snerta alla, hún brýtur niður
fordóma og getur leitt fram það já-
kvæða í fari fólks.
Öxfirðingar fyrstir
Öxfirðingurinn Hafsteinn Hjálm-
arsson var fyrstur í tónleikaröðinni
en börn hans sungu einnig með föður
sínum og komu skemmtilega á óvart.
Næstur var Haukur Þórðarson frá
Þórshöfn, sem nemur klassískan gít-
arleik við Listaháskóla Íslands, en
þá eiga fjórir listamenn eftir að
gleðja gesti Fræðasetursins í júlí og
ágúst.
Fræðasetrið gegndi áður hlut-
verki samkomuhúss í Svalbarðs-
hreppi og margir af eldri kynslóðinni
muna eftir árlega Svalbarðsballinu
sem haldið var síðsumars að áliðnum
slætti. Ballið var feiknavinsæl sam-
koma, ekta sveitaball, og í litla saln-
um rúmaðist merkilega margt fólk.
Aldurstakmark var ekki heilagt í þá
daga og á neðri hæðinni voru kven-
félagskonur sveitarinnar með veit-
ingasölu fram eftir nóttu; kaffi, flat-
kökur og rjómapönnsur.
Fræðasetrið hefur nú leyst sam-
komuhúsið af hólmi þar sem safnað
er heimildum um forystufé, list-
viðburðir haldnir en auk þess rekið
gallerí og lítið kaffihús. Faglega var
að verki staðið við uppbyggingu
Fræðasetursins sem hefur orðið
töluvert aðdráttarafl, jafnt fyrir
ferðalanga sem heimafólk.
Morgunblaðið/Líney
Innan um fé Haukur Þórðarson frá Þórshöfn er einn af tónlistarfólkinu í
tónleikaröð Fræðasetursins um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði.
Listalíf í Fræða-
setrinu á Svalbarði
Gestir setursins njóta tónlistar innan
um forystufé og stórhyrnda hrúta
Umhverfisstofnun hefur gert úttekt
á Gróttu á Seltjarnarnesi og telur
mikilvægt að framlengja lokun
hennar, þar sem hætta sé á veru-
legri röskun á fuglalífi.
Umrætt svæði er skilgreint sem
friðland skv. auglýsingu nr. 13/
1984 og er umferð óviðkomandi
fólks bönnuð á tímabilinu 1. maí til
15. júlí. Svæðið nálægt Gróttu, sem
og Grótta, er vinsælt útivistarsvæði
og því mikilvægt talið að bregðast
við sem fyrst. Því hefur Umhverfis-
stofnun verið að undirbúa lokun á
svæðinu til að vernda fuglalífið og
átti hún að taka gildi í gær, 20. júlí.
Í krafti laga um náttúruvernd get-
ur Umhverfisstofnun takmarkað
umferð eða lokað svæði vegna sér-
staklega viðkvæms ástands nátt-
úru.
Þar segir að ef veruleg hætta sé á
tjóni af völdum mikillar umferðar
eða vegna sérstaklega viðkvæms
ástands náttúru geti Umhverfis-
stofnun ákveðið að takmarka um-
ferð eða loka viðkomandi svæði
tímabundið fyrir ferðamönnum að
fenginni tillögu hlutaðeigandi
sveitarfélags eða landeiganda eða
að eigin frumkvæði. Takmörkunin
eða lokunin skal að jafnaði ekki
standa lengur en tvær vikur en ef
nauðsyn krefur er heimilt að fram-
lengja hana, að fenginni staðfest-
ingu ráðherra.
Lagt er til að bæta landvörslu á
svæðinu á meðan lokunin stendur.
„Vinsamlega virðum fuglavarpið á
meðan, og forðumst því að fara á
Gróttu,“ segir á heimasíðu Um-
hverfisstofnunar. sisi@mbl.is
Grótta verði
lokuð áfram
Hætta á verulegri röskun á fuglalífi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grótta Útivistarperla í nágrenni borgarinnar, sem notið hefur vaxandi vinsælda, meðal annars hjá ferðamönnum.