Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKILLAUSNIR.IS
Týnirðu lyklum?
Gleymirðu PIN númerum?
Notaðu bara fingrafarið
Kynntu þér málið áwww.lykillausnir.i
!
s
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Mig langaði til að reyna við
spennusagnaformið án þess að slíta
það of mikið frá skáldsögunni,“ seg-
ir rithöfundurinn Stefán Sturla
Sigurjónsson um verk sitt Flækju-
rof sem kom út á dögunum. Með því
verki lýkur spennusagnaþríleik höf-
undarins. Áður hafa komið út bæk-
urnar Fuglaskoðarinn og Fléttu-
bönd.
Í þessari nýjustu bók heldur Stef-
án Sturla áfram að segja sögu rann-
sóknarteymis, með lögreglukonuna
Lísu og aðstoðarfólk hennar í farar-
broddi. Stefán Sturla segir söguna í
Flækjurofi þríþætta. Útkall kemur
úr dalnum endalausa. Björgunar-
sveitin er kölluð út og Lísa og annað
starfsfólk rannsóknarlögreglunnar
er sent af stað með þyrlu. Annar
þráður er sá að einn meðlimur rann-
sóknarteymisins, Sigrún, mætir
ekki til vinnu eftir helgarfrí. Þriðji
liðurinn í frásögninni er að sögn höf-
undarins þroskasaga sögupersón-
unnar Kára.
Líf allra óhemjuspennandi
Þrátt fyrir að fimm persónur séu í
forgrunni sögunnar er það saga
Kára sem bindur sögurnar saman.
„Þráðurinn í gegnum þessar bækur
er saga Kára. Það er trílógían,“
segir höfundurinn. „Það sem ég hef
verið að reyna að fást við í bókunum
er að láta sögu einstaklinganna vera
sterkari en spennusöguna sjálfa.“
Það vakir fyrir Stefáni Sturlu að
leika sér með spennusagnaformið og
tengja það formi skáldsögunnar.
Hann hefur sérstakan áhuga á að
nýta dýpri persónusköpun, sem oft-
ar en ekki einkennir skáldsagna-
formið. Honum finnst ekki síður
skipta máli að fjalla um þær hvers-
dagslegu sögur sem rannsóknar-
teymið og aðalpersónur bókanna
þurfa að takast á við dags daglega.
„Líf allra einstaklinga er svo
óhemjuspennandi. Það er alltaf eitt-
hvað að koma upp í lífi okkar sem
öðrum finnst kannski meira spenn-
andi en manni sjálfum þegar maður
er að takast á við það,“ segir Stefán
Sturla. Það sé áhugavert að taka
fyrir það hversdagslega sem geti
komið upp á í lífi hvers og eins.
Stefán Sturla segist sjálfur hafa
mikinn áhuga á spennusögum og
hafa lesið mikið af þeim í gegnum
tíðina. „Ég hef haft mjög gaman af
þeim spennusagnahöfundum sem
hafa nálgast form skáldsögunnar og
skapað spennusögunni meira bók-
menntalegt gildi og nota jafnvel
spennusöguna til þess að hreyfa svo-
lítið við lesendum sínum, til dæmis
varðandi stjórnmál eða trúarbrögð.
Mér finnst skipta rosalega miklu
máli að persónur sem höfundur
skapar hafi skoðanir á málefnum líð-
andi stundar. Það getur auðvitað
verið að þar endurspeglist ein-
hverjar skoðanir höfundar en ég
reyni að láta mínar persónur ræða
eða jafnvel takast á um málefnin
þannig að lesendur geti verið með
eða á móti persónunni og þar með
tekið afstöðu til málefnanna.“ Hann
nefnir sem dæmi að í fyrstu bókinni
í þríleiknum, Fuglaskoðaranum, hafi
persónurnar tekist á um trúarbrögð.
Mikil rannsóknarvinna
„Þetta er ákaflega skemmtilegt
form að eiga við. Þetta er eins og
farsinn í leikhúsinu. Farsinn er
reikningsdæmi, hlutirnir verða að
ganga upp og það er eiginlega svip-
að með spennusöguna. Hún er
stærðfræði.“ Höfundinum þykir
gaman að glíma við spennusagna-
formið, sem hann lítur á sem ljóð-
ræna stærðfræði, í bland við skáld-
söguna sem býður upp á dýpt í
persónusköpun.
Stefán Sturla segir mikinn tíma
fara í gagnaöflum og rannsóknar-
vinnu við ritstörf sín. Hann nefnir
sem dæmi að höfundurinn þurfi að
kynna sér hvernig lögreglan starfar,
hvernig rannsóknir fara fram,
læknisfræðilega skilgreiningu á
sjúkdómum, hvernig trúarleiðtogar
og stjórnmálafólk tekur á málum og
svo framvegis.
„Þetta er óhemjuskemmtilegt
form að þessu leyti. Maður þarf að
liggja yfir upplýsingum til þess að
spennusöguformið gangi hreinlega
upp. Þar af leiðandi finnst mér
mikilvægt þegar ég les spennusögur
að þær snúist ekki bara um eitt-
hvert einfalt afbrotamál heldur að
bæði persónurnar og tími persón-
anna sem er verið að fjalla um skipti
lesandann máli. Mér finnst líka
skipta máli að hafa á köflum ljóð-
rænt yfirbragð yfir bókunum.“
Nú hefur Stefán Sturla bundið
endahnútinn á þríleik sinn en hann
hefur ekki lagt pennann á hilluna.
„Þeir sem eru að fást við að skrifa
vita að maður losnar aldrei frá því.“
Hann er byrjaður á nýrri sögu um
sömu persónur en segir það verða
að koma í ljós hvað um hana verði.
Ljóðræn stærðfræði
Rithöfundur Stefán Sturla Sigurjónsson er búsettur í Finnlandi og sendi
mynd af sér yfir hafið með nýja spennusögu sína, Flækjubönd, í hönd.
Flækjurof, þriðja spennusagan í þríleik Stefáns Sturlu, komin út Leikur sér
með spennusagnaformið og nýtir einkenni skáldsagna til þess að ná fram dýpt
„Kórónuveiran gaf okkur smá frí
frá loftslagsvandanum. Núna verð-
um við að velja á milli þess að gera
eitthvað í málinu eða halda áfram
eftir veginum til glötunar,“ sagði
rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson
í viðtali við danska miðilinn Politi-
ken um liðna helgi.
Viðtalið er hluti af viðtalsröð
bókmenntaritstjórans Jes Stein
Pedersen, þar sem hann ræðir við
málsmetandi rithöfunda og heim-
spekinga sem hafa náttúruna í önd-
vegi í verkum sínum. Áhugi hans á
verkum Ófeigs kviknaði eftir lestur
bókarinnar Skáldsaga um Jón og
hans rituðu bréf til barnshafandi
konu sinnar þá hann dvaldi í helli
yfir vetur og undirbjó komu hennar
og nýrra tíma, en hún kom út árið
2010 og hlaut Bókmenntaverðlaun
Evrópusambandsins ári síðar.
Í viðtalinu, sem er einkar for-
vitnilegt, kemur Ófeigur víða við og
ræðir m.a. um sterk tengsl Íslend-
inga við náttúruna fyrr á öldum í
samanburði við samtímann. Megin-
þunginn er þó á áhrif kórónuveiru-
faraldursins og þann lærdóm og
tækifæri sem hann felur í sér fyrir
vestrænt samfélag. Um það segir
Ófeigur meðal annars að breyting-
ar á markaðshagkerfinu virðist úti-
lokaðar en við höfum þó séð hið
gagnstæða í takmörkununum að
undanförnu sem sýni að hið ómögu-
lega sé mögulegt. „Bíðið bara.
Þetta fer allt í sama farveginn og
þá verður það af fullu hefndarafli
fjöldaframleiðslunnar og markaðs-
hyggjunnar,“ bætir Ófeigur við í
lokin.
„Þetta fer allt í
sama farveginn“
Ófeigur Sig-
urðsson í viðtali
við Politiken
Morgunblaðið/Einar Falur
Viðtalsröð Náttúran leikur stórt
hlutverk í bókmenntum Ófeigs.
Hljómsveitin Mammút mun senda
frá sér breiðskífu 23. október og
nefnist sú Ride the Fire og er gefin
út hjá Record Records hér á landi og
Karkari Records á erlendri grundu.
Tvö lög hafa verið gefin út af plöt-
unni, „Sun and Me“ og „Fire“, og
eru þau nú aðengileg á tónlistar-
veitum og sjö tomma vínil.
Breiðskífan verður sú fimmta með
Mammút en vínilútgáfu smáskíf-
unnar sem hefur að geyma lögin tvö
fyrrnefndu prýða dúkristur eftir
Ásu Dýradóttur, bassaleikara
hljómsveitarinnar. Umslagið er svo
hannað og silkiprentað af hljóm-
sveitarmeðlimum en ljósmyndina
hér fyrir ofan má sjá á bakhlið.
Í tilkynningu segir að lagið „Sun
and Me“ sé brú milli síðustu breið-
skífu og þeirrar væntanlegu eða
þannig lýsir Katrína Mogensen,
söngkona Mammút, tilurð lagsins.
Það sé samtal við sólina og textinn
tilraun til að fanga ofsafengna krafta
hennar. Ride The Fire var tekin upp
á Íslandi og í London og Árni Hjörv-
ar, bassaleikari The Vaccines, stýrði
upptökum en Sam Slater hljóð-
blandaði.
Kinder Versions kom út fyrir
þremur árum og hlaut þrenn verð-
laun á Íslensku tónlistarverðlaun-
unum ári síðar. Í tilkynningu segir
að það kveði að mörgu leyti við nýj-
an tón hjá Mammút á Ride The Fire.
Lögin séu sérstaklega myndræn og
út frá þeim heimi hafi hljómsveitin
skapað persónur sem fylgi plötunni
og séu hluti af sjónrænni umgjörð
hennar.
Forsmekkur
gefinn að
Ride the Fire
Ljósmynd/Saga Sig
Útgáfa Breiðskífa Mammút, Ride
the Fire, verður gefin út í október.