Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 29
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Í beinni Rúmenski leikstjórinn Alexander Nanau þakkar fyrir sig.
Heimildarmyndahátíðin Iceland
Documentary Film Festival, eða
IceDocs eins og hún heitir í styttri
útgáfu, fór fram á Akranesi 15.-19.
júlí og var bæði boðið upp á gæða-
myndir, stuttar og langar, og ýmsa
viðburði á borð við tónleika, uppi-
stand, jóga og barnadagskrá. Ice-
Docs var nú haldin í annað sinn en
stofnendur hennar eru Ingibjörg
Halldórsdóttir, Heiðar Már Björns-
son og Hallur Örn Árnason.
Heimildarmyndin Collective eftir
rúmenska leikstjórann Alexander
Nanau var í lok hátíðar valin besta
heimildarmyndin og segir í umsögn
dómnefndar að í henni sé farin ný
leið að viðkvæmum efnistökum sem
séu spilling og lítilsvirðing við
mannslíf. Nanau rannsakar í mynd-
inni bruna í næturklúbbinum Coll-
ectiv í Rúmeníu sem kostaði mörg
mannslíf. Nanau þakkaði fyrir sig í
beinni netútsendingu sem varpað
var á vegg í lokahófi hátíðarinnar.
Sérstaka viðurkenningu dóm-
nefndar hlaut heimildarmyndin
Scheme Birds sem er frumraun
leikstjóranna Ellen Fiske og Ell-
inor Hallin og er í tilkynningu lýst
sem tilfinningalega hráu portretti
af ungri skoskri konu af verka-
mannastétt sem tekið er frá ljóð-
rænu sjónarhorni. Besta stutta
heimildarmynd hátíðarinnar var
myndin Carne eftir brasilíska leik-
stjórann Camilu Kater. Í henni er
notast við marga ólíka miðla við að
segja sögur af hlutgervingu kven-
líkamans og hvernig virði líkam-
anna breytist á mismunandi lífs-
skeiðum, eins og því er lýst í
tilkynningu.
mynda hátíðarinnar. Enn er hægt
að kaupa passa á hátíðina á vef
hennar, icedocs.is, og horfa á
myndirnar á netinu næstu þrjár
vikur. Frekari upplýsingar má
finna á fyrrnefndum vef hátíðar-
innar.
Hátíðarstund Hátíðin var sett með pomp og prakt á miðvikudegi og þá m.a. með sápukúlum og harmonikkuleik.
Stjórnin Ingibjörg Halldórsdóttir, Heiðar Már Björnsson og Hallur Már
Árnason, stofnendur og stjórnarmenn IceDocs á Akranesi.
Rúmensk heimildarmynd sú besta
Iceland Documentary Film Festival var haldin í annað sinn á Akranesi dagana 15.-19. júlí
Ljósmyndir/Þorbjörn Þorgeirsson
Gleði Gestir hátíðarinnar í lokahófi hennar sem haldið var á sunnudegi.
Dómnefnd hátíðarinnar skipuðu
kvikmyndagagnrýnandinn Marina
Richter og Anna Zamecka kvik-
myndagerðarmaður. Kvikmynda-
gerðarmennirnir Gunnar Eggerts-
son, Anka Paunescu og Yrsa Roca
Fannberg skipuðu dómnefnd stutt-
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Anna Margrét Björnsson
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Hörkuspennandi þriller byggð á sögu
eftir Lizu Marklund og James Patterson
Sýndmeð
íslensku tali
Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI
FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
90% Variety