Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 24
Sólfríður Lilja Bjarkadóttir,
Matthías Þór Bjarkason,
Margrét Emma Gunnars-
dóttir, Katrín Hlynsdóttir,
Lísa Hauth og Guðmundur
Hersir Jónsson héldu tom-
bólu í Áslandi í Hafnarfirði
til styrktar Rauða kross-
inum. Þau komu með af-
raksturinn þann 13.júlí,
heilar 30.000 krónur, og af-
hentu Rauða Krossi Íslands.
Hlutavelta
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Opið mán.-fös. 10-18 |
Við sérsmíðum gluggatjöld
sem passa fullkomlega fyrir þig og þitt heimili
Z-Brautir og gluggatjöld
Allt fyrir
gluggana á
einum stað
Íslensk
framleiðsla
50 ára Þórlindur er
frá Neskaupstað en
býr á Akureyri. Hann
er vélvirki án sveins-
prófs og er bílasali
hjá Bílasölu Akur-
eyrar.
Maki: Hildigunnur
Jörundsdóttir, f. 1977, ferðamálafræð-
ingur.
Börn: Magnús Bjarki, f. 1995, Eyþór, f.
1998, Bergdís Anna, f. 2005, og Kári
Wilhelm, f. 2009.
Foreldrar: Magnús Bjarki Þórlindsson,
f. 1933, d. 1987, vélstjóri og vélvirki,
og Anna Sveinsdóttir, f. 1930, d. 2003,
húsmóðir og fiskverkakona. Þau voru
búsett í Neskaupstað.
Rúnar Þórlindur
Magnússon
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Allir hlutir þurfa sinn undirbúning
því flas er ekki til fagnaðar. Hleyptu samt
ekki of mörgum að þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að taka frumkvæðið og kýla
áfram þau verkefni sem þér og samstarfs-
mönnum þínum hafa verið falin. Njóttu vel-
gengninnar á meðan þú hefur byr í seglin.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hamingjan felst ekki síst í litlu
hlutunum, að ná góðu bílastæði, vera með
skiptimynt og hafa eitthvað gott í kvöld-
matinn. Notaðu tímann til að hvíla þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Alvarleg samtöl við foreldra eða
fjölskyldu gætu dregið úr þér kjark, en
láttu það ekki á þig fá. Dagurinn verður
spennandi og ófyrirsjáanlegur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er freistandi að rifja upp einfald-
ari og auðveldari tíma. Gerðu þér grein fyr-
ir því hvar þú stendur í þessum efnum og
gríptu til viðeigandi ráðstafana.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhver sýnir óþolinmæði og fljót-
færni í dag og vill æða umhugsunarlaust
áfram. Ekki taka áhættu til þess eins að
græða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér verður nokkuð ágengt með því að
ræða sameiginlega ábyrgð eða eigur. Láttu
umferðaræðar, sjónvarp og tónlist eiga sig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú leitar í fólk sem styður þig í
að bæta þig, verða meira þú sjálfur. Taktu
það rólega og gefðu hverjum og einum
þann tíma sem hann þarf.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að
gera vel við sjálfan sig og næra líkama og
sál. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru
sálar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú vilt gefa öðrum ráð eða deila
reynslu þinni með þér yngra fólki. Haltu
áfram að gefa eftir að sólin er sest.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Reyndu að forðast rifrildi um
sameiginlegar eigur og fasteignir. Gefðu
þér tíma til að greiða úr flækjunni og þá
leysast allir hlutir auðveldlega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að læra að nýta þér þann
eiginleika sem fær fólk til þess að opna
hjarta sitt fyrir þér. Losaðu þig við óþarfa
og hnýttu lausa enda varðandi sameig-
inlegar eigur.
ég sé í þessu ljósi langskólagenginn
sjálfmenntaður myndlistarmaður. Ég
lauk námi vorið 1990 og við tók mjög
viðburðaríkt ár. Ég var varla lentur
þegar ég var boðaður á aðalfund í
Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík
og var tekinn inn í félagið og gerður
að formanni á einum og sama fund-
inum.“ Kristinn sat einnig í undirbún-
ingsstjórn að stofnun Listaháskóla
Íslands. „Það var mjög skemmtilegt
verkefni og næsta áratuginn sat ég í
stjórn skólans og tók þátt í ótrúlegri
uppbyggingu hans. Sjálfur lagði ég
mikið á mig til að koma arkitektúr-
námi að við skólann. Nú er ég hættur
öllu félagsmálabrölti.
Ég fór að kenna um leið og eftir því
var leitað hjá mér og kenndi þar til
ekki var lengur leitað eftir því. Þar á
milli liðu hátt í 30 ár og fjöldi nem-
enda minna er nú ágætir kollegar.
Það er bónusinn úr kennslunni. Ég
sýndi eitthvað á námsárunum og mér
er sérstaklega í minni útisýning sem
Þórdís Alda Sigurðardóttir og Gunn-
ar Dungal stóðu fyrir í Dallandi í
Mosfellssveit árið 1984. Það er líklega
fyrsta opinbera samsýningin sem ég
tók þátt í.“
Fyrsta einkasýning Kristins var
hins vegar á Kjarvalsstöðum árið
1990 og kallaðist STAÐIR. Þetta
ég vann ýmist fyrir mig eða hann eða
einhvern annan.“
Langskólagenginn sjálfmennt-
aður myndlistarmaður
Kristinn útskrifaðist frá MHÍ 1986
og fór þá um haustið til München í
Suður-Þýskalandi í Akademíið. „Ég
hef ýmist fagnað þeirri ákvörðun eða
harmað hana í gegnum tíðina. Ég var
hjá áhugaverðum prófessor, en hann
var hins vegar ekki mikill kennari og
ekki svo forvitinn um annarra hag
eða hugmyndir. Þetta afskiptaleysi
þótti mér á stundum algerlega von-
laust, en annars mikið happ, en ég á
það til að hverfa til einrænna og jafn-
vel melankólískra lifnaðarhátta og lét
það oft og lengi ráða för. Ég held að
K
ristinn Eiríkur Hrafns-
son er fæddur 21. júlí
1960 á Ólafsfirði. „Ég
er fæddur heima hjá
Líneyju ömmu minni í
risinu á Kambi. Foreldrar mínir voru
þá að efna saman í sinn búskap, en
lengst af bjó fjölskyldan á Aðalgötu
26 og þar var ég alla mína æsku og
fram að því að ég yfirgaf foreldrahús
laust fyrir tvítugt. Ég er af svokall-
aðri Miðbæjarætt, sem eru niðjar
langömmu og langafa sem byggðu
húsið Miðbæ á Ólafsfirði. Það er dá-
góður hópur sem tengist þessu húsi
beint og óbeint í dag og það fólk er
dreift um allt land og kennir sig við
húsið. Ég er að gera það upp en ég
hef fjórum sinnum keypt gömul hús
og gert þau upp og það hafa alltaf
verið skemmtileg verkefni.
Kristinn á góðar minningar frá
Ólafsfirði. „Ég held að ég hafi verið
athafnasamur í leikjum og háskalegu
bryggjulífi. Pabbi tók mig snemma
með til sjós, en hann var lengi skip-
stjóri á Guðbjörgu ÓF, en ég á mjög
bjartar minningar úr þeim túrum.
Síðar var ég nokkur sumur með hon-
um á Arnari, sennilega frá 14-18 ára
og í frystihúsa- og hafnarvinnu eins
og flestir strákar. Ég held að ég hafi
verið ágætt sjómannsefni.“
Ekki segist Kristinn hafa verið
sérstakur námsmaður, en verið virk-
ur í félagslífi og hann var mikið á
skíðum. „Í gagnfræðaskóla komst ég
í svolítil tengsl við myndlist, en lík-
lega hafði fátt eins mikil áhrif á mig
og þegar ég sá í fyrsta skipti katalóg-
inn frá SÚM ’72 en mér er algerlega
hulið hvernig hann komst þangað
norður í listleysið. Sá katalógur er
múrbrjótur.“
Kristinn fór til Akureyrar og klár-
aði MA 1981. „Það er eftirminnilegur
tími, en alla mína menntaskólagöngu
var ég einnig í Myndlistaskólanum.
Eftir stúdentsprófið vann ég eitt ár í
landmælingum og ári síðar fór ég
suður í Myndlista- og handíðaskól-
ann, skúlptúrdeildina. Ég var eini
nemandinn sem byrjaði það árið og
Jón Gunnar Árnason, sem þá var með
deildina, tók vel á móti mér. Síðasta
árið fluttum við okkur meira og
minna upp á Korpúlfsstaði þar sem
voru skúlptúrar sem hann gerði á
Korpúlfsstöðum um vorið og sumarið,
en fyrir þá sýningu fékk Kristinn
Menningarverðlaun DV. „Þetta var
mjög erfiður tími fjárhagslega og ég
var oft og lengi með tóma vasa og
sættist á lág laun og stundum engin í
alls konar vinnu fyrir listamenn. Ég
seldi mjög lítið fyrstu árin og þessi
blankheit fylgdu mér lengi og hafa
sjálfsagt sett sitt mark á mig, en þetta
er nú almennt orðið skárra, þó að
þetta árið sé með því verra sem ég
man eftir í þessu tilliti.“
Kristinn hefur haldið í kringum 25
einkasýningar og fjölda samsýninga.
„Það sem hefur haldið mér á floti eru
alls konar verkefni sem ég hef lent í.
Ég vann samkeppni um listaverk við
Borgarleikhúsið árið 1988, en það
verkefni gleymdist þar til Steve
Christer og Margrét Harðardóttir í
Studio Granda mundu eftir því og
drógu mig að sínu vinnuborði nálægt
aldamótum. Það var upphafið að sam-
starfi okkar sem staðið hefur síðan og
leitt okkur á ýmsar brautir. Það er
gæfa fyrir myndlistarmann að vinna
með slíku fólki og eiga að vinum.“
Fjölskylda
Eiginkona Kristins er Anna Björg
Siggeirsdóttir, f. 30.4. 1961, fv. rit-
stjóri VR-blaðsins. Þau eru búsett á
Seltjarnarnesi. „Við kynntumst árið
1996 og ég þakka Birgi Andréssyni
fyrir þá lífgjöf.“ Foreldrar Önnu voru
hjónin Margrét Kristín Jónsdóttir, f.
2.9. 1919, d. 16.4. 2015, húsfreyja í
Holti á Síðu, og Siggeir Björnsson,
15.1. 1919, d. 29.1. 2004, bóndi í Holti
og hreppstjóri.
Dóttir Kristins úr fyrra sambandi
með Margréti Blöndal, f. 1961, dag-
skrárgerðarmanni á RÚV, er Sigyn
Blöndal, f. 17.10. 1982, þáttastjórn-
andi á RÚV, búsett í Garðabæ. Eigin-
maður hennar er Egill Arnar Sigur-
þórsson og börn þeirra eru Breki og
Ylfa. Dóttir Kristins og Önnu er
Lilja, f. 28.9. 1999, háskólanemi, bú-
sett á Seltjarnarnesi. Maki hennar er
Andri Snær Haraldsson. Stjúpdóttir
Kristins og dóttir Önnu er Una Mar-
grét Árnadóttir, f. 8.11. 1985, mynd-
listarmaður, búsett í Reykjavík. Sam-
býlismaður hennar er Örn Alexander
Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður – 60 ára
Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson
Á Kjarvalsstöðum 1990 Kristinn fyrir framan verk sitt, Tímabil.
Var ágætt sjómannsefni
Hjónin Kristinn og Anna Björg.
40 ára Rhea-Mee er
frá Panay Sto. Nino,
South Cotabato á
Mindanao-eyju á Fil-
ippseyjum. Hún er
með Bs.ed. í líffræði
frá University of San
Carlos í Cebu-borg.
Hún fluttist til Íslands árið 2014 og starf-
ar hjá Lagardere Travel Retail.
Maki: Karvel Aðalsteinn Jónsson, f. 1977,
deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg.
Dóttir: Áróra Svala Panadero Karvels-
dóttir, f. 28.2. 2017. Stjúpdóttir er Hjör-
dís Silja Karvelsdóttir, f. 2004.
Foreldrar: Isidro Panadero, f. 1943, og
Fe Gilza Panadero, f. 1943, búsett á
Mindanao.
Rhea-Mee Gilza
Panadero
Til hamingju með daginn